Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201836 Opinber afskipti af verðlagningu á afurðum landbúnaðarins á sér langa sögu hér á landi og nær hún allt aftur á fjórða áratug síðustu aldar. Afurðasölulögin sem sett voru árið 1934 ollu harðvítugum deilum, einkum mjólkursölulögin sem sett voru til að koma skipulagi á markað fyrir mjólkurafurðir. Um þær deilur má lesa í 3. bindi Landbúnaðarsögu Íslands. Tilgangur laganna var þríþættur hvað mjólkina varðaði: Að draga úr sölu- og dreifingarkostnaði, að hindra offramboð mjólkur og að tryggja öryggi og heilnæmi vörunnar með gerilsneyðingu. Meginatriði laganna voru eftirfarandi: 1. Skipting landsins í sölusvæði, þar sem framleiðendum var óheimilt að selja mjólk út fyrir sitt sölusvæði. 2. Álagning verðjöfnunargjalds á neyslumjólk og rjóma sem varið skyldi til uppbótar á vinnslumjólk. Mjólk sem framleidd var á ræktuðu landi innan sama kaupstaðar var undanþegin verðjöfnunargjaldinu. 3. Skipan fimm manna verðlags- nefndar innan hvers sölusvæðis, skipuð fulltrúum mjólkurbúa á svæðinu, fulltrúa sveitarstjórnar og oddamanns sem skipaður var af landbúnaðarráðherra, skyldi ákveða mjólkurverð á hverju sölusvæði. 4. Að öll mjólk skyldi gerilsneydd. 5. Að ríkisstjórnin skyldi skipa mjólkursölunefnd fyrir allt landið, til að hafa á hendi stjórn mjólkursölumála samkvæmt lögunum. Í nefndina skyldi Mjólkurbandalag Suðurlands skipa tvo fulltrúa, Samband íslenskra samvinnufélaga einn mann, bæjarstjórn Reykjavíkur einn mann og Alþýðusamband Íslands einn mann og ráðherra landbúnaðarmála tvo menn og var annar þeirra formaður. Í krafti laganna var svo Mjólkursamsalan í Reykjavík stofnuð og tók hún til starfa 15. janúar 1935, einungis átta dögum eftir að lögin voru endanlega staðfest á Alþingi. Með stofnun Framleiðsluráðs landbúnaðarins árið 1947 var verðlagsmálum landbúnaðarins komið í það horf sem það hefur verið lengst af síðan þá, eða eins og segir í lögum 94/1947 „Við útreikning framleiðslukostnaðar og verðlagningu á söluvörum landbúnaðarins á innlendum markaði í heildsölu og smásölu skal samkvæmt ákvæðum 4. gr. byggt á verðgrundvelli, sem fenginn er með samkomulagi milli þriggja fulltrúa. sem tilnefndir eru af stjórn Stéttarsambands bænda, og þriggja fulltrúa frá þessum félagssamtökum neytenda: Alþýðusambandi Íslands, Landssambandi iðnaðar manna, Sjómannafélagi Reykjavíkur. Nefndinni til aðstoðar eru hagstofustjóri og formaður búreikninga skrifstofu landbúnaðar- ins. Verði samkomulag með öllum nefndar mönnum, er það bindandi. Af þessu má ráða, að aðkoma verkalýðshreyfingarinnar að verðlagningu mjólkur á sér langa sögu en ef marka má yfirlýsingu launþegahreyfingarinnar frá í maí 2018, hefur hún endanlega sagt sig frá því verkefni að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd búvara. Þar með lýkur vegferð sem staðið hefur í rúmlega 80 ár. Átján ára verðlagsgrundvöllur Núgildandi verðlagsgrundvöllur kúabús tók gildi í ársbyrjun 2001, fyrir réttum átján árum. Leysti hann af hólmi verðlagsgrundvallarbú sem var 22 kýr og framleiddi innan við 80.000 lítra. Forsendur núgildandi grundvallar eru þó eldri en sumarið 1998 hafði einn höfunda þessa pistils þann starfa á bútæknideild RALA sem þá var, að gera vinnumælingar hjá bændum við mjaltir, heyskap og ýmis önnur búverk. Mörg af þeim fjósum sem mælingarnar fóru fram í eru enn í framleiðslu en þeim hefur öllum verið breytt í grundvallaratriðum, með vinnuhagræðingu og aukna gripavelferð að leiðarljósi. Núverandi grundvallarbú framleiðir 188.000 ltr mjólkur og gerir ráð fyrir að til þess þurfi 40 kýr. Þegar grundvöllurinn tók gildi árið 2001 þótti það mjög stórt, en þá var meðalinnlegg kúabúa hér á landi tæpir 110.000 lítrar á ári og meðalársnyt skv. skýrsluhaldi 4.894 kg. Árið 2017 var meðalinnleggið komið í 260.000 lítra og ársnytin var 6.159 kg. Stækkun búanna á tímabilinu er því tæp 140% og afurðaaukningin á hverja kú er 25%. Þegar rýnt er í einstaka liði grundvallarins kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Til dæmis er vinnuliður hans rúmlega 91 kr/ltr, eða meira en sem nemur núgildandi lágmarksverði mjólkur eins og það leggur sig. Við blasir því að kostnaðar- samsetning og aðfanga notkun kúabúa hefur gerbreyst á undanförnum árum, samhliða aukinni tæknivæðingu og mikilli stækkun búanna. Efast má um að núverandi grundvöllur sé lengur „bú af hagkvæmri stærð“ eins og segir í búvörulögunum. Nýkjörinn stjórnarformaður Auðhumlu svf. lýsti þeirri skoðun sinni í viðtali við Bbl. 26. september sl. að mjólkurverð til bænda væri of lágt. Þar segir hann ennfremur „miðað við verðlagsgrundvöll kúabúa þá erum við að fá of lágt verð en hann er tæpar 11 milljónir í mínus miðað við nýjustu útreikninga. Þessar forsendur varðandi grundvallarbúið eru reyndar í endurskoðun og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Aukinn innflutningur er síðan byrjaður að mynda verðþrýsting á ákveðna vöruflokka sem verður krefjandi að glíma við“. Vandséð er hvernig þetta tvennt getur farið saman og þar með hvaða tilgangi endurskoðun verðlagsgrundvallar þjónar í því umhverfi sem þarna er lýst. Hitt er brýnna, að samtök bænda og félög í þeirra eigu geri gangskör að því að afkoma framleiðenda og nýting aðfanga sé vöktuð, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar. Af því að árið 1998 er nefnt hér að framan, má bæta því við að það ár voru sauðfjárafurðir verðlagðar í síðasta skipti samkvæmt þáverandi verðlagsgrundvelli sauðfjárbús, 400 vetrarfóðruðum kindum. Ástæðan var m.a. sú að afurðastöðvar stóðu ekki lengur undir lágmarksverðinu vegna aukinnar samkeppni á kjötmarkaði og breytinga á neysluvenjum landsmanna. Það markaði upphafið að endalokum kvótakerfis í kindakjötsframleiðslu. Dýrt misvægi Ein stærsta áskorun opinberu verðlagningarinnar á ákvörðum lágmarksverðs til bænda, er hið mikla misvægi á neyslu helstu efnaþátta mjólkurinnar, fitu og próteins. Þetta misvægi er nú 15 milljónir lítra, fitunni í hag og hefur aldrei verið meira. Tilvitnun í ársskýrslu forstjóra MS fyrir árið 2017, þar sem hann sagði m.a. að „MS er í raun að tapa um 790 milljónum króna á síðustu 13 milljón lítrunum sem fyrirtækið kaupir innan greiðslumarks. Ljóst er að MS getur ekki til lengdar tekið á sig þennan kostnað eða hækkað verð á öðrum vörum til neytenda til þess að standa straum af kostnaðinum“ skal hér áréttuð. Þrátt fyrir mikil fundahöld í haust hafa enn ekki komið fram neinar tillögur um hvernig skuli tekið á þessu viðfangsefni þegar þessi pistill er ritaður í fyrstu viku desembermánaðar og eru aðeins nokkrir dagar í að nýtt verðlagsár hefjist. Það rennir stoðum undir þá kenningu að slá eigi þessum vanda enn um sinn á frest. Að fleyta rjómann Annað snúið viðfangsefni fyrir mjólkuriðnaðinn er hið feikilega misræmi í framlegð einstakra vara sem bundnar eru verðlagsákvæðum. Þar eru rjómi og smjör augljósustu dæmin. Opinbert heildsöluverð á rjóma er 918 kr/ltr og í líter af rjóma þarf fitu úr ca. 9-10 lítrum af mjólk. Heildsöluverð á 1 kg af smjöri er 834 kr/kg og í það þarf fitu úr rúmlega 20 lítrum af mjólk. Það kemur því ekki á óvart að nær allir þeir aðilar sem stunda úrvinnslu á mjólk hafa framleitt rjóma en aðeins einn aðili framleiðir smjör. Ostur er dæmi um framlegðarháa vöru en á þeim markaði er fyrirsjáanleg verulega aukin samkeppni með tilkomu tollasamnings Íslands og ESB. Sú samkeppni mun gera það enn snúnara fyrir mjólkuriðnaðinn að standa undir lágmarksverði til bænda en orðið er. Útilokað er að bregðast við aukinni samkeppni á kvikum markaði með slíkt fyrirkomulag verðlagningar á megin þunga afurðanna. Verðlagning óháð afkomu Undanfarna áratugi hefur afurðaverð til kúabænda ekki tekið mið af afkomu þess sem markaðsfærir afurðirnar. Sú mikla hagræðing sem orðið hefur í mjólkuriðnaðinum á undanförnum árum, hefur að miklu leyti skapað það svigrúm sem verið hefur til leiðréttingar á afurðaverði til bænda. Sú hagræðing er að mestu leyti búin og færð hafa verið rök fyrir því að þar hafi að einhverju leyti verið gengið of langt, með því að skerða verulega getu iðnaðarins til nauðsynlegrar endurnýjunar. Tæplega verður undan því vikist öllu lengur að koma á aukinni tengingu milli afkomu mjólkuriðnaðarins og afurðaverðs til bænda. Fyrirmynd úr öðrum greinum Í gildandi samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem undirritaður var 19. febrúar 2016 segir svo um verðlagningu: „Opinber aðili skal setja markaðsráðandi afurðastöð tekjumörk á innlendum markaði. Tekjumörk skulu taka mið af breytilegum og föstum kostnaði auk arðsemi sem skilgreind er af opinberum aðila. Bókhaldslegur aðskilnaður skal vera á innlendri og erlendri starfsemi markaðsráðandi afurðastöðvar“. Slík tekjumörk eiga sér fyrirmynd í öðrum geirum samfélagsins, s.s. raforku og fjarskiptum. Aðalfundur LK 2018 samþykkti áskorun til stjórnar um að ljúka útfærslu tekjumarkaleiðarinnar, á stjórnarfundi Landssambands kúabænda þann 30. maí sl. var samþykkt ályktun og hljóðar sá hluti hennar sem snýr að verðlagningu svo: „Stjórn LK telur ljóst að ójafnvægi í sölu á prótein- og fitugrunni verði ekki mætt öðruvísi en með nokkrum samverkandi aðgerðum. Sem fyrsta skref þarf að útfæra og virkja 12. grein samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar, þar sem kveðið er á um breytt umhverfi verðlagningar. Með því að veita afurðastöðvum heimild til þess að verðleggja vörur sínar út á markað, innan ákveðinna tekjumarka, má ætla að staða iðnaðarins taki miklum breytingum til hins betra. Leggur stjórn LK höfuðáherslu á að þessi leið nái fram að ganga. Samhliða þessu þarf að ráðast í markaðs- og söluátak á próteinríkum vörum.“ Undir þessa LESENDABÁS Verðlagning í vanda Baldur Helgi Benjamínsson. Jóhann Nikulásson. Sigurður Loftsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.