Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 72

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 72
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201872 Ódýr aðferð að koma sér upp skógarlundi Nú er rétti tíminn fyrir þá sem áhuga hafa fyrir að koma sér upp skógarlundi að safna könglum af barrtrjám. Víða um land eru þjóðskógar þar sem víða má safna sér efnivið til skógræktar. Á höfuðborgarsvæðinu er t.d. Heiðmörk og mörg önnur skógræktarsvæði þar sem öllum er frjáls för. Þegar könglum af barrtrjám er safnað þarf að gæta að ýmsu. Nota þarf góða vinnuvettlinga til að taka könglana af greinum einkum stafafuru en þeir eru nokkuð hrjúfir viðkomu. Þeir geta verið nokkuð fastir á greinunum og þarf þá að slíta þá eða snúa þá af greinunum. Best er að taka köngla sem efst eftir því sem tök eru á og þá í allþéttvöxnum lundum. Stök tré sem vaxa ein sér hafa oft köngla með fræjum sem spíra illa og jafnvel alls ekki því þá hafa fræflurnar ekki frjófgast eins og æskilegast er. Könglana á að taka alveg heila og einungis þá sem eru alveg lokaðir. Best er að tína þá í strigapoka eða bréfpoka svo vel lofti um þá. Rétt er að taka brúna alveg lokaða köngla. Síðan eru þeir lagðir í þunnt lag í pappaöskjur eða bakka sem fá má með bjór í vínbúðum. Þeir eru mjög hentugir til þessa enda mjög auðvelt að raða þeim og jafnvel stafla. Nú er mikilvægt að könglarnir þorni á þurrum stað og gjarnan við stofuhita. Smám saman opnast þeir og fræin koma í ljós. Má jafnvel sjá árangur innan við viku! Mikilvægt er að hvergi sé möguleiki á að mygla myndist en þá má væntanlega gleyma þessu verkefni. Í einum köngli leynast tugir jafnvel nokkur hundruð fræja sem mörg hver gætu orðið að trjám síðar ef allt gengur að óskum. Öðru hverju þarf að taka til í könglabökkunum og gæta vel að vel lofti um og ekki komi neins staðar raki að því þá er hætta á myglu. Fræjunum er gott að varðveita í lokuðu íláti og geyma á fremur köldum og þurrum stað við 2-4C. Við þessar aðstæður geta fræin varðveist um nokkur ár. Að vori er rétt að huga að sáningu. Æskilegt er að vanda sem best svæðið þar sem vaxtarskilyrði eru góð. Umfram allt þarf að friða landið fyrir búsmala því ungar trjáplöntur eru eðlilega mjög viðkvæmar fyrir traðki og beit. Ekki er vænlegt að sá í gróna jörð heldur jafnvel mel þar sem frosthreyfing og rof er ekki til staðar. Þegar sáð er í land með þessu móti geta liðið nokkur tími uns árangurs verði vart. En trjáplöntur eru seigar og þegar þær hafa náð að festa rætur þá geta þær spjarað sig ótrúlega vel. Skógræktarfélag Íslands hefur gefið út undanfarin ár fræðslurit þar sem mjög stutt en gott yfirlit er um einstaka þætti trjá- og skógræktar. Heimasíðan er www.skog.is Á heimasíðunni má sjá „Útgáfa“ og þar má finna yfirlit um Frækornið. Í 9. Heftinu er sérstaklega fjallað um söfnun og sáning barrtrjáafræs. Trjárækt er ákaflega skemmtilegt og áhugavert tómsundastarf sem gefur auk þess ekki einungis gleði og ánægju heldur einnig gagn. Skógarskjólið er okkur í þessu næðingssama landi mjög mikilvægt. Það gefur okkur einnig tækifæri að bæta umhverfi okkar og gerir einnig skepnunum mikið gagn. Mig langar til að segja frá eigin reynslu Snemm sumars 2002 keypti ég nokkra bakka af stafafuru (pinus contorta) og gróðursetti í spildu sem ég og fjölskylda mín á í Borgarfirði. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma voru afföllin engin! Allar þessar örlitlu plöntur hafa vaxið og dafnað þessi 16 sumur sem liðin eru frá því þeim var plantað. Nú eru þessi „smákríli“ orðin að trjám sem hafa vaxið okkur mannfólkinu langt yfir höfuð því mörg hver eru að nálgast 5 metra! Og síðustu árin hafa þau reynt að fjölga sér eftir eðli sínu. Nú er rétti tíminn að taka köngla af stafafurunni og nú síðustu helgina í nóvember tíndi ég töluvert magn á örfáum klukkutímum. Þessi fræ munu mörg hver spíra og vaxa og þessar stafafurur munu eignast aftur afkvæmi í framtíðinni og bæta landið þar sem þær munu ná að vaxa og tímgast. – Góðar stundir! Guðjón Jensson leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ Þegar könglum af barrtrjám er safnað þarf að gæta að ýmsu. Könglana á að taka alveg heila og einungis þá sem eru alveg lokaðir. Best er að tína þá í strigapoka eða bréfpoka svo vel lofti um þá. Rétt er að taka brúna alveg lokaða köngla. Síðan eru þeir lagðir í þunnt lag í pappaöskjur eða bakka sem fá má með bjór í vínbúðum. Þeir eru mjög hentugir til þessa enda mjög auðvelt að raða þeim og jafnvel þorni á þurrum stað og gjarnan við stofuhita. Smám saman opnast þeir og fræin koma í ljós. LESENDABÁS Nú á jólaföstu, þegar verið er að sæða nær tíundu hverja á í landinu og tilhleypingar eru að hefjast á hinum árstíðabundna fengitíma, er tímabært að hugleiða nokkur atriði sem skipt geta máli á fjárbúum, stórum sem smáum. Bráðþroska lömb og frjósamt fé Á meðal einkenna íslenska fjárins er bráður kynþroski lamba af báðum kynjum. Þannig verða lambgimbrarnar kynþroska um sjö mánaða aldur þegar þær hafa náð 55–65% af fullorðinsþunga og lambhrútarnir þegar þeir eru um fjögurra mánaða gamlir við 40–50% af fullorðinsþunga, all löngu fyrir fengitímann. Þessir frjósemiseiginleikar skipta vissulega máli þegar verið er að auka afurðir eftir hverja vetrarfóðraða kind. Nú er svo komið að hleypt er til um 90% ásetningsgimbranna í landinu. Þótt fanghlutfallið sé breytilegt eftir árum og búum, og lægra en hjá ám, er það samt talið vera um 86% að meðaltali og lítið vantar á að hver lembdur gemlingur skili einu lambi. Önnur veruleg breyting frá fyrri tíð er vaxandi notkun lambhrúta á fengitíma þannig að nú er áætlað að um 30% áa og lambgimbra í landinu fái við lambhrútum. Mælt er með enn meiri notkun þeirra til að stytta ættliðabilið og hraða erfðaframförum. Árstíðabundinn fengitími áa og lambgimbra Þótt fengitíminn hér á landi tengist mjög skammdeginu, enda undir stjórn dagsbirtu, og flestar ærnar og lambgimbrarnar séu látnar fá fang um það leyti sem dagurinn er stystur, er hinn eðlislægi fengitími mun lengri. Rannsóknir hafa sýnt að séu ær ekki látnar fá fang eða hafi misst fóstur geta þær verið að ganga fram í maí. Því er það í sjálfu sér ekkert undrunarefni þegar stöku ær bera fyrir eða um réttaleytið á haustin hafi hrútum verið sleppt í þær fanglausar og geldar í kring um sumarmál. Sjaldgæft er að ær sinni hrútum á tímabilinu frá júní til ágúst en það kemur þó fyrir stöku sinnum og reyndar eru þekktir burðir einstöku áa í öllum mánuðum ársins. Athyglisvert er að það eru fremur mislitar en hvítar ær sem fá fang og bera á óvenjulegum árstímum. Af þessum sökum eru dæmi þess að ær beri tvisvar á einu ári, t.d. í ágúst/ september og aftur í apríl/maí. Hvað með hrútana? Þótt fram hafi komið árstíðabundnar breytingar á eistnastærð íslenskra hrúta er eitt víst að þeir geta lembt ær á öllum tímum árs, standi það til boða. Þeir eru ekki aðeins virkir á hinum hefðbundna fengitíma frá jólaföstu og fram yfir áramót. Þarna hefur dagsbirtan áhrif þótt minni séu en hjá ánum. Þannig hafa þvermálsmælingar á pungi, sem endurspegla vel eistnaþunga, sýnt, að eistun eru smæst á vorin, fara stækkandi á sumrin og eru stærst á haustin, þ.e.a.s. skömmu fyrir fengitíma, þegar sáðfrumumyndunin er örust. Samkvæmt þessum mælingum voru eistun 15% stærri á haustin en á vorin. Hvað kynhvöt hrúta varðar er hún sennilega sterkust í skammdeginu en athuganir hafa þó sýnt að hún er óaðfinnanleg utan þess tíma, jafnvel á sumrin. Í athugunum reyndust hrútar sem voru mjög virkir á venjulegum fengitíma að vetrinum það líka þegar sól var hátt á lofti. Hugsanlega eru þó einhver árstíðabreytileiki í sæðismagni og gæðum. Lambhrútar eða fullorðnir hrútar Flestir lambhrútar eru vel virkir og gagnast bæði lambgimbrum og ám skömmu eftir að lífeðlisfræðilegum kynþroska er náð á haustin. Eistun eru þó miklu smærri en hjá veturgömlum og eldri hrútum. Sem dæmi má nefna að októbervigtanir á eistum( hægra + vinstra) gáfu meðatölin 270 gr. hjá lambhrútum, 425 gr. hjá veturgömlum og 500 gr. hjá þeim fullorðnu. Breytileiki innan hvers hóps var verulegur. Sú almenna viðmiðunarregla að ætla lambhrútum 20-30 ær og þeim eldri 30-50 ær á venjulegum þriggja vikna fengitíma er því skynsamleg þótt vitað sé að margir hrútar geti annað fleiri ám með góðu móti. Eftir því sem næst verður komist lækkar hið háa fanghlutfall ánna ekki, og frjósemi þeirra að öðru leyti ekki heldur, þótt lambhrútar fremur en eldri hrútar séu notaðir. Jafnvel hefur komið fram vísbending um að betra sé að nota lambhrúta fyrir jafnöldrur sínar enda er algengt að hafa þann háttinn á. Þetta getur m.a. skýrst af því að fullorðnir hrútar sýna lambgimbrum að jafnaði minni áhuga en ám vegna veikara beiðslis og einnig getur stærðarmunur við pörunina komið við sögu. Aðferð við tilhleypingar Fyrr á árum var algengast að hrútur væru leiddir til ánna einu sinni eða tvisvar á dag þannig að vel var fylgst með því hvaða ær væru að ganga en þær eru blæsma í tvo sólarhringa að jafnaði. Þá er þægilegt að skrá fangdag og reikna síðan út væntanlega burðardag hverrar ær miðað við miðlungs meðgöngutímann 143 daga. Einnig kemur strax í ljós ef hrút tekst ekki að lemba, tímabundið eða jafnvel varanlega. Sums staðar voru þó hrútar látnir ganga stöðugt með ánum allan fengitímann, einkum á beitarhúsum, sérstaklega þar sem fé lá við opið. Enn er slíkt þekkt. Einnig að hleypt sé til áa, hverrar fyrir sig, einkum í sumum smærri hjörðum. Eftir því sem búin hafa stækkað er algengast að hrút sé sleppt í hverja kró/garða, fylgst með því að hann sinni hlutverki sínu með eðlilegum hætti og hann látinn vera með ánum eða gimbrunum allan fengitímann. Oftast gefst þetta vel nema í þeim fáu tilvikum þegar hrúturinn hefur reynst ófrjór þótt hann hafi sýnt óaðfinnaleg tilþrif við pörun. Athugað hefur verið hvort tilhleypingaraðferðin skipti máli. Í tilrauninni var annars vegar hleypt til einu sinni á dag og hverri blæsma gimbur haldið en hins vegar sami tveggja vetra hrútur hafður með samanburðarhópi sex klukkustundir samfellt á dag, án afskipta, og engum haldið. Alls enginn munur kom fram, fanghlutfallið var 92,6 % og að meðaltali fæddist 1,1 lamb um vorið í báðum hópunum. Lokaorð Eftir því sem næst verður komist virðist ekkert mæla því í mót að nota lambhrúta við tilhleypingar í æ ríkari mæli, hvort sem er fyrir lambgimbrar eða ær. Þá virðist aðferð við tilhleypingar ekki skipta máli. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson oldyrm@gmail.com Höfundurinn er áhugamaður um sauðfé og sauðfjárrækt, er sjálfstætt starfandi búvísindamaður og hefur m.a. sinnt ýmsum æxlunarlífræðilegum rannsóknum og athugunum. Fengitími sauðfjár og notkun hrúta Á FAGLEGUM NÓTUM Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Flestir lambhrútar eru vel virkir og gagnast bæði lambgimbrum og ám skömmu eftir að lífeðlisfræðilegum kynþroska er náð á haustin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.