Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 19 Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur harðlega mótmælt boðaðri auka- gjaldtöku í formi 10% hækkunar á heildartekjum útgerðar, sem lögð verði á upp sjávar stofna, umfram aðrar tegundir sjávarfangs, í frumvarpi um veiðigjöld sem nú er í meðförum Alþingis. „Með því að hækka heildartekjur um 10% getur reiknistofn veiðigjalds hækkað allt að 50 til 60% sem þýðir í raun að skattstofn er í raun milli 46 til 66% á uppsjávartegundir en ekki 33% eins og boðað er á aðrar fisktegundir“, segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar. Máttarstólpar sem mikið leggja til samfélagsins Í Fjarðabyggð starfa þrjú stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem fjárfest hafa mikið í uppbyggingu og skipakosti í tengslum við veiðar á uppsjávarafurðum. Þessi fyrirtæki eru máttarstólpar í Fjarðabyggð hvað varðar atvinnu, tekjur og samfélagslega uppbyggingu og leggja mikið til íslensks samfélags í formi skatta og verðmætasköpunar til útflutnings. „Sé það vilji stjórnvalda að leggja á veiðigjöld þá hlýtur það að vera skýlaus krafa að jafnræði sé í slíkri skattlagningu og ekki tekin út ein grein sjávarútvegs og lagt á hana aukin gjöld umfram aðrar að ógleymdu þeirri miklu óvissu sem nú ríkir varðandi stöðu loðnu- og makrílstofnsins,“ segir í bókun bæjarráðs. Uppbygging í uppsjávariðnaði mun dragast saman Telur ráðið að slíkt muni verða til þess að fjárfestingar og frekari uppbygging í uppsjávariðnaði muni dragast saman. Þá minnir bæjarráð á fyrri bókanir sínar um veiðigjöld og þá eðlilegu kröfu að veiðigjöld séu sanngjörn og í takt við afkomu sjávarútvegsins hverju sinni. Einnig ítrekar bæjarráð þá afstöðu sína að viðkomandi sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í veiðigjöldum í ljósi þeirra fjárfestinga sem viðkomandi sveitarfélög hafa lagt út í og hvaðan þessi útflutningsverðmæti koma. /MÞÞ - VERKIN TALA KUHN áramótatilboð gildir til 5. Janúar 2019 FRÉTTIR Bæjarráð Fjarðabyggðar: Mótmæli vegna aukagjaldtöku Þjórsárver: Tuttugu ára afmæli skötuveislunnar Í ár eru 20 ár síðan skötuveisla var fyrst haldin í Þjórsárveri í Flóahreppi á Þorláksmessu og verður því fagnað með gestum og gangandi á Þorláksmessu, 23. desember. Borðhald hefst kl. 12.00 og boðið verður upp á gæða skötu og saltfisk ásamt tilheyrandi meðlæti. Kaffi og konfekt er innifalið í miðaverði. Fullorðnir greiða 2.500 krónur og börn 6–12 ára 500 krónur, yngri börn fá frítt. Skötusveislan er ein stærsta fjáröflunarsamkoma Umf. Þjótanda. /MHH Akranes: Nýr verkefnastjóri atvinnumála Sigríður Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri atvinnumála hjá Akraneskaupstað og hefur störf þann 1. desember næstkomandi. Alls bárust 27 umsóknir um starfið. Sigríður Steinunn er rekstrar verk- fræðingur að mennt frá Danmarks Tekniske Universitet. Hún vann á árunum 2014–2017 hjá Uno-x Smøreolie sem verkefnaráðgjafi. Þar stýrði hún m.a. lánum til viðskiptavina ásamt innleiðingu á rafrænu innheimtukerfi. Síðustu tvö ár hefur Sigríður starfað hjá Falck Global Assistance sem verkefnastjóri og voru verkefni hennar m.a. bestun alþjóðlegu virðiskeðjunnar og endurskoðun ferla með áherslu á kostnað og verðlagningu. Nú síðast hefur Sigríður starfað í tímabundnum verkefnum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga um fýsileika fjárfestingakosta. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.