Bændablaðið - 04.10.2018, Side 8

Bændablaðið - 04.10.2018, Side 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 20188 FRÉTTIR Sláturhús Vesturlands í Borgarnesi: Stefnt að rekstri allt árið Slátrun hjá Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi hófst í síðustu viku. Nokkrir bændur á Vesturlandi tóku við rekstri sláturhússins fyrir rúmu ári síðan, ráku það í síðustu sláturvertíð til áramóta sem þjónustusláturhús og stefna nú að heilsársrekstri. Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er í forsvari fyrir þá fjóra bændur sem ætla að halda starfseminni áfram og segir hann að þeir séu komnir með langtímaleigusamning. „Við gerum ráð fyrir að byggja þarna upp heilsárs starfsemi, einkum í stórgripaslátrun fyrir hross, nautgripi og svín eftir þörfum. Eingöngu er slátrað í verktöku, að minnsta kosti til að byrja með, en við gerum ráð fyrir að byggja upp einhverja sölustarfsemi sem þjónar þeim bændum sem skipta við sláturhúsið. Við vonumst til að fleiri bændur komi að rekstrinum og stefnum á að stofna félag utan um hann.“ Sláturkostnaður er 5.000 krónur á dilk Sláturkostnaður í haust er, að sögn Þorvaldar, 5.000 krónur á dilk og 6.000 krónur fyrir fullorðið fé. Hægt er að slátra að minnsta kosti 80 dilkum á dag hjá Sláturhúsi Vesturlands, en um 1.400 fjár var slátrað í síðustu sláturtíð frá um 65 bændum. Bændur þurfa sjálfir að koma með gripina að sláturhúsinu. /smh Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Mynd / smh Íslenski kjötmarkaðurinn: Hlutdeild innflutts kjöts fer vaxandi Innflutningur á kjöti og unnum kjötvörum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þegar skoðuð eru síðustu 3 ár sést aukning á öllum vörum öðrum en nautakjöti en þar hefur innlend framleiðsla aukist eftir slakt ár 2015. Nær allur innflutningur á kjöti og kjötvörum er af úrbeinuðu kjöti. Ef sá innflutningur er umreiknaður í kjöt með beini til samræmis við hvernig innlendar framleiðslu- og sölutölur eru settar fram, skýrist myndin enn frekar. Hér á eftir er notast við sömu umreikniaðferðir og notaðar voru í skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá desember 2014. Hlutdeild innflutnings í alifuglakjötssölu, svínakjötssölu og nautakjötssölu, þegar búið er að umreikna innflutning í kjöt með beini eftir þessum aðferðum, hefur þróast eins og sést á mefylgjandi töflum. Þannig var hlutdeild innflutts alifuglakjöts á síðasta ári 19% og var orðið 13% á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018. Í svínakjötinu var hlutfall innflutts kjöts umreiknað með beini 27% á árinu 2017. Var það hlutfall komið í 24% eftis fyrstu sjö mánuðina 2018. Í nautakjötinu var hlutfallið 22% í fyrra og var komið í 21% á fyrstu sjö mánuðum yfirstandandi árs. Margfaldur innflutningur miðað við tollkvóta ESB og WTO Rétt er að undirstrika að inn- flutningur þessara kjöttegunda er margfaldur í magni á við það sem tollkvótar í samningum við ESB og WTO kveða á um. Stórfelldur innflutningur, einkum á svína- og nautakjöti, er á lægri tollum sem opnað er fyrir þegar skilgreindur er skortur á markaði samkvæmt XII kafla búvörulaga. /EB 2015 2016 2017 Tonn Tonn Tonn Nautakjöt 1.048 674 796 Svínakjöt 559 976 1.361 Alifuglakjöt 920 1.183 1.308 Reykt og saltað kjöt 138 175 189 Ostar 266 327 487 Pylsur 49 62 146 Unnar kjötvörur 255 225 476 Innflutningur helstu tollkvótavara Alifuglakjöt tölur í tonnum Sala á Heildarsala Innfl. Ár Innlendu Innfluttningur með beini % af heild 2015 16% 2016 18% 2017 19% 2018* 13% Svínakjöt tölur í tonnum Sala á Heildarsala Innfl. Ár Innlendu Innfluttningur með beini % af heild 2015 13% 2016 21% 2017 27% 2018* 24% Nautakjöt tölur í tonnum Sala á Heildarsala Innfl. Ár Innlendu Innfluttningur með beini % af heild 2015 33% 2016 20% 2017 22% 2018* 21% Innfl. Tollkvóti Innfl. Tollkvóti Innfl. Tollkvóti Nautakjöt 1.048 195 674 195 796 195 Svínakjöt 559 264 976 264 1.361 264 Alifuglakjöt 920 259 1.183 259 1.308 259 Reykt og saltað kjöt 138 60 175 60 189 60 Ostar 266 234 327 234 487 234 Pylsur 49 50 62 50 146 50 Unnar kjötvörur 255 136 225 136 476 136 2015 2016 2017 Nýsköpunarstefna mótuð fyrir Ísland Ráðherra nýsköpunarmála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur skipað stýrihóp um mótun heild stæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, en stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí 2019. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá skrifstofu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kemur fram að í stýrihópnum sitji fulltrúar atvinnulífs, háskóla- og vísindasamfélags, tækni- og sprotasamfélags og þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi. Verkefnisstjórn annast daglega vinnu Fyrirspurn var lögð fyrir skrifstofu nýsköpunarráðherra, þar sem spurst var fyrir um forsendur tilnefninga fulltrúa í hópinn og hvers vegna fulltrúum landbúnaðarins hefði ekki verið boðið að borðinu. Í svarinu kemur fram að hlutverk stýrihópsins sé fyrst og fremst að skilgreina meginstoðir nýsköpunar fyrir Ísland, en útfæra ekki tilteknar hugmyndir. „Stýrihópurinn mun þannig einblína á umhverfi nýsköpunar almennt. Hins vegar mun sérstök verkefnisstjórn annast daglega vinnu við stefnumótunina þar sem aðal áhersla verður lögð á að halda utan um og skipuleggja starf faghópa á mismunandi sviðum – og þar á meðal til dæmis í matvælaiðnaði og landbúnaði. Aðkoma að þeirri vinnu verður mjög opin fyrir alla þá sem hafa áhuga á að leggja þar eitthvað af mörkum,“ segir enn fremur í svarinu frá skrifstofu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Formaður verkefnastjórnarinnar er Þórlindur Kjartansson og Sigríður Valgeirsdóttir er verkefnisstjóri. Stýrihópinn skipa eftirfarandi fulltrúar: • Guðmundur Hafsteinsson, formaður, tilnefndur af ráðherra • Ari Kristinn Jónsson, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokks • Davíð Helgason, án tilnefningar (frumkvöðull) • Eyjólfur Guðmundsson, tilnefndur af Vísinda- og tækniráði • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins • Helga Valfells, án tilnefningar (Crowberry Capital) • Hjálmar Gíslason, tilnefndur af þingflokki Pírata • Inga Sæland, tilnefnd af þingflokki Flokks fólksins • Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, tilnefnd af þingflokki Samfylkingar • Jón Steindór Valdimarsson, tilnefndur af þingflokki Viðreisnar • Kristján Hall, tilnefndur af þingflokki Miðflokks • Líneik Anna Sævarsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokks • María Bragadóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins • Ólafur Þór Gunnarsson, tilnefndur af þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs • Ragnheiður Magnúsdóttir, tilnefnd af Vísinda- og tækniráði • Sigurður Hannesson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins • Steinunn Gestsdóttir, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins • Tryggvi Hjaltason, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins. /smh Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.