Bændablaðið - 04.10.2018, Page 12

Bændablaðið - 04.10.2018, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201812 FRÉTTIR Hrútadagur verður haldinn í Faxahöllinni á Raufarhöfn um komandi helgi í þrettánda sinn. Þá verður þessi fornfrægi síldarbær enn á ný miðja alheimsins. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, einn af forsprökkum hátíðarinnar, segir að búast megi við að heimamenn fjölmenni, auk fólks langt utan af landi eins og frá höfuðborgarsvæðinu. Hrútadagurinn er endapunktur á vikulangri hátíð sem ber heitið Menningar- og Hrútadagar á Raufarhöfn 2018. Hófst hátíðin síðastliðinn föstudag, 28. september, og lýkur laugardaginn 6. október með Hrútadeginum eina og sanna. Ingibjörg hefur staðið vaktina frá 2014 og segir dagskrána mjög fjölbreytta. Hápunktur hátíðarinnar er hin árlega hrútasýning og þar verða veitt verðlaun fyrir besta skrokkgæðahrútinn (Búvís hrútinn). Fær eigandi hans í hendur farandbikar sem gefinn er af Búvís og annan grip til eignar sem gefinn er af Hrútadeginum. Fyrir börnin verður haldin fegurðarsamkeppni gimbra. Almennur fíflagangur Þá verður farið í ýmsa leiki og „almennan fíflagang“ eins og segir í dagskrá hátíðarinnar. Fjallalamb býður gestum að smakka á sínum afurðum og einnig gefst fólki kostur á að kaupa ýmsan varning í sölubásum. Þá munu kórarnir í Keldukerfi, Kópaskeri, Langanesbyggð og á Raufarhöfn syngja saman nokkur lög. Rúsínan í pylsuendanum í Faxahöllinni verður svo sala á hrútum sem endað gæti með hrútauppboði. Hundur í óskilum og Trukkarnir á Hrútadagsballi Hrútadeginum lýkur að vanda með veglegu Hrútadagsballi í Hnitbjörgum. Hefst ballið á skemmti kvöldi sem byrjar klukkan 21.00 en húsið verður opnað kl. 20.00. Þar mun „stórsveitin“ Hundur í óskilum án efa fá gesti til að emja af hlátri. Á ballinu sjálfu mun hljómsveitin Trukkarnir úr Húnavatnssýslum, annarri eða báðum, troða upp og skemmta fólki fram eftir nóttu. Annars segir um ballið í kynningarbæklingi: „Þá er ekkert eftir nema að skella sér í gúmmara, lopapeysuna, fylla á pelann og arka á ball. Hljómsveitin Trukkarnir leika fyrir dansi og er ekki búist við öðru en argandi skemmtilegheitum á ballinu. Aldurstakmark 16 ár.“ Alvöru sveitaball Tekið er fram að vínveitingasala er EKKI á ballinu og því um alvöru sveitaball að ræða þar sem menn mæta trúlega sumir með bokkuna í buxnastrengnum. Auk Ingibjargar Hönnu í Menningar- og Hrútadaganefnd sitja þau Baldur Stefánsson, Silja Stefánsdóttir, Angela Agnarsdóttir, Margrét Höskuldsdóttir, Ívar Sigþórs son og Nanna Höskuldsdóttir. /HKr. Raufarhöfn er miðja alheimsins á Hrútadegi: Lýkur með balli og argandi skemmtilegheitum – Bara að skella sér í gúmmara, lopapeysuna, fylla á pelann og arka á ball Fjölmenni í Faxahöllinni á Hrútadegi á Raufarhöfn. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir með frumburð sinn, Sigrúnu Helgu, í fanginu. Ljósmyndarinn Mats Wibe Lund er að gefa út bók um lífshlaup sitt sem hann nefnir Frjáls eins og fuglinn. Verður hann af því tilefni með útgáfuteiti í salnum Black Box í kjallara Norræna hússins 16. nóvember og opnar þar einnig ljósmyndasýningu undir sama heiti og bókin. Mats fæddist í Osló 1937 og lýsir í bókinni uppvaxtarárunum í Noregi. Hann upplifði m.a. ungur að árum innrás Þjóðverja þegar hersveitir Hitlers lögðu undir sig Noreg. Varð bergnuminn af Íslandi Stuttu fyrir jól 1953 las Mats í Aftenposten, stærsta dagblaði Noregs, að sumarið eftir ætti lítill hópur stúdenta að sigla til Íslands og taka þátt í fornleifauppgreftri í Skálholti. Skemmst er frá að segja að Mats slóst í þennan hóp og sigldi til Íslands frá Kristiansand með íslenska strandferðaskipinu m/s Heklu með viðkomu í Færeyjum. Leiðinni var svo haldið áfram til Íslands, en um það ritar Mats í bók sinni: „Það var mjög áhrifamikil stund þegar ég sá Öræfajökul rísa úr sæ í kvöldsólinni. Ég býst við að þá hafi ég orðið bergnuminn af landinu sem síðar átti eftir að verða heimili mitt í meira en hálfa öld.“ Mats fór í fjölmargar ferðir til Íslands eftir þetta og ást hans á landinu endaði með því að hann settist hér að 1966. Alla tíð síðan hefur hann stundað ljósmyndun af landi og þjóð og lagt aðaláherslu á átthagamyndir sem finna má á heimilum manna um allt land. Í bókinni Frjáls eins og fuglinn er að finna 164 ljósmyndir og frásagnir af ýmsum uppákomum í starfi og kynnum af frábæru fólki sem hann segir að hafi hvatt sig til starfa. Á sýningunni í Norræna húsinu birtir hann 50 myndir sem lýsa vel því sem fyrir augu hans hefur borið. „Finnst tímabært að þakka fyrir mig“ „Ég er nú orðinn 81 árs og finnst tímabært að nota þetta tækifæri til að líta um öxl og þakka fyrir mig. Eiginlegum myndastofurekstri hef ég hætt fyrir löngu og hef nú bara smá „greni“ heima hjá mér, þar sem ég sinni safninu og reyni eftir megni að gera vel við menn. Framtak af því tagi sem hér um ræðir kostar auðvitað sitt. Því vonast ég til að þeir sem finnst sig málið varða geti stutt mig,“ segir Mats Wibe Lund. /HKr. Ein af ljósmyndunum sem verða á sýningu Mats í Norræna húsinu í nóv- Frjáls eins og fuglinn – Mats Wibe Lund þakkar fyrir sig með bók og sýningu Stjórn Sambands garðyrkjubænda (SG) kom saman til fundar fimmtudaginn 27. september sl. Þar kom til umræðu að hætt hefði verið við ráðningu skrifstofustjóra matvæla og landbúnaðar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en þar hefur staðið yfir ráðningarferli síðan í júní sl. Þess í stað hefur verið ákveðið að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar við skrifstofu alþjóðamála undir stjórn skrifstofustjóra alþjóða- skrifstofunnar. Stjórn Sambands garðyrkjubænda samþykkti að fela framkvæmdastjóra að koma á framfæri áskorun til þingmanna og ráðherra vegna málsins. Auk þess er áskorunin send til allra landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í áskorun stjórnarinnar segir m.a.: „Stjórn Sambands garðyrkju- bænda skorar hér með á alla þingmenn, ráðherra, sveitarstjórnarmenn og landsmenn alla að standa vörð um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar. Falla þarf þegar í stað frá þeim áformum að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála. Margvísleg verkefni bíða nú úrlausnar á sviði landbúnaðar, s.s. endurskoðun búvörusamninga, endurskoðun ýmissa reglugerða og laga er lúta að starfsumhverfi greinarinnar. Auk þess bíða sífellt ný verkefni og áskoranir er varða landbúnað til framtíðar s.s. á sviði umhverfis- og loftslagsmála, menntunar og rannsókna, vöru- og tækniþróunar og byggða- og búsetuþróunar.” Háleit markmið ríkisstjórnar um landbúnað Bendir stjórnin á að í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnar innar segi eftirfarandi um landbúnað og þar séu markmiðin háleit: ,,Ísland á að vera leiðandi í fram leiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu, auka verðmætasköpun og nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Meginmarkmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð. Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar verður að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma. Samhliða nýrri kynslóð landbúnaðarsamninga verða innleiddir sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita. Með þeim verður rudd braut fyrir bændur til að byggja upp nýjar búgreinar eða hasla sér völl á öðrum sviðum. Slíkir aðlögunarsamningar til búháttabreytinga verða tímabundnir og háðir skilyrðum um byggðafestu, verðmætasköpun og búsetu viðkomandi jarðar og geta stuðlað að nýsköpun, náttúruvernd og nýjum áherslum í rannsóknum og menntun. Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun. Ríkisstjórnin ætlar að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til að þróa lífhagkerfið enn frekar, grænar lausnir og aðferðir til að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með hvötum og stuðningi sem miði meðal annars að kolefnisjöfnun greinarinnar. Efla þarf sérstaklega lífrænan landbúnað.“ Markmiðum ríkistjórnar verður ekki náð í hliðarverkefni Stjórn SG telur að þeim markmiðum sem þarna er lýst verði tæplega náð fram með því að gera málefni matvæla og landbúnaðar að hliðarverkefni annarrar skrifstofu. Nauðsynlegt sé að styrkja enn frekar þekkingu og stjórnsýslulega umgjörð sem landbúnaði er búin í atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu og mikilvægt er að ganga til þess verks án frekari tafa. „Landbúnaður og matvæla- framleiðsla er víða hornsteinn atvinnulífs og búsetu í byggðum landsins. Fjölmörg tækifæri má finna til vöruþróunar og atvinnusköpunar á þeim vettvangi. Nú er lag að blása til sóknar, styrkja stjórnsýslu matvæla og landbúnaðar og búa svo um að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda greiði fyrir framþróun og velferð um land allt,“ segir stjórn SG. /HKr. Stjórn Sambands garðyrkjubænda skorar á þingmenn, ráðherra, sveitarstjórnarmenn og landsmenn: Staðinn verði vörður um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar Sigurðarsonar, fyrrum búnaðarmálastjóra. Mynd / KatrínMaría Andrésdóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.