Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 14

Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201814 Vantar fleiri unga veiðimenn „Auðvitað þarf miklu fleiri unga veiðimenn og gefa þeim tækifæri til að renna fyrir fisk, það er heila málið,“ sagði veiðimaður sem ég hitti um daginn og þetta voru orð að sönnu. Fyrir skömmu fékk ég mér labbitúr úti á golfvelli og þar voru ungir golfspilarar að æfa sig, mjög ungir, kannski 7 til 8 ára, og þeir lifðu sig inn í æfinguna. Þeir vönduðu sig við að hitta kúluna og gekk vel. Þetta vantar í veiði, fleiri unga veiðimenn sem fá tækifæri til að renna fyrir fisk. Fátt er skemmtilegra en að vera úti og veiða, renna fyrir fisk og fá hann til taka agnið. Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur boðið upp á þennan veiðiskap í Elliðaánum nokkrum sinnum á sumri og færri komist að en vilja. Þetta eykur áhugann hjá veiðimönnum, svona þarf að gera miklu meira. Þá fáum við fleiri unga veiðimenn snúna frá tölunum og fara út að gera eitthvað sem skiptir máli. Veiðimaður einn fór núna á haustmánuðum á veiðislóð til að reyna að ná sér í lax því ekki hafði hann náð neinum í allt sumar. Sama hvað hann hafði reynt og reynt til að fá fisk. Hann byrjaði að renna og veiða, tíminn leið en enginn fiskur vildi bíða á hjá vininum. Það var undir kvöld og ekkert var að gerast, enginn fiskur. Allt í neinu sér hann hreyfingu ofarlega í hylnum þar sem hann renndi og var fljótur til að kanna hvað þetta væri. Þetta var ekki lax, eins og hann hafði vonað, heldur dauð önd sem flaut niður ána. Hann var fljótur að stinga fengnum í poka og hélt síðan heim til sín laxlaus en með annan feng. Konan hans var ekki heima og hann kom veiðinni fyrir í vaskinum. Hann fór upp í og sofnaði fljótt. Þegar hann vaknaði um morguninn var konan frekar skrítin á svipinn og sagði fátt. En sagði þetta; „er fiskurinn kominn með vængi?“ og sagði ekki meira. Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is BÍLAR Kæli- & frystibúnaður frá Carrier í miklu úrvali. Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum. HURÐIR Hentar afar vel fyrirtækjum í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. fyrir kæla KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! HLUNNINDI&VEIÐI Kaldur heiðagæsamorgun í Víðidal. „Nesið er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni alltaf að fara þangað 2–3 sinnum á sumri,“ segir Ómar Gunnarsson er hann rifjar aðeins sumarið upp fyrir okkur. „Þar er einhver kyngimögnuð orka sem hefur góð áhrif á mig og veiðisvæðin eru einstök. Náttúran og litbrigði hennar og fuglalífið þar er engu líkt. Hvar annars staðar mætir maður uglu á leið sinni í hyljina og sér fálka sveima yfir ánni og í bland við allar andategundir? Ég kem alltaf endurnærður á líkama og sál úr Nesinu. Ég nota mikið af flugum frá Pétri Steingríms í Laxárnesi og finnst gaman að spá og spekúlera saman litaharmoníu náttúrunnar og vatnsins við flugunnar. Ein af mínum uppáhaldsflugum er t.d. Green Condrad en ég landaði fyrir um fjórum árum síðan 101 cm fiski á einkrækju nr. 12 á Stíflunni. Þegar maður ber Green Conrad við litatóna umhverfisins á Stíflunni þá smellpassar eitthvað saman í mínum huga. Hún fer alltaf undir hjá mér þegar ég fer þangað og hef oft reist fiska á henni í tregfiskeríi. Ég var núna að koma úr minni þriðju ferð í sumar fyrir skömmu á Nesið í Aðaldal. Veiðin var frekar treg, en ég náði að landa einum brjáluðum 87 cm hæng á Suðureyri á Low water Night Hawk flugu frá Pétri Steingríms. Laxinn var almennt tregur að taka og því setti ég Low water-útgáfuna undir og náði að festa í fiskinum. Annars virkuðu betur í þessari ferð flugur með gulu ívafi því vatnið var þörungaríkt og grænn undirtónn í því.“ Tók Munre Killer í ljósaskiptunum „Eiður Péturs, veiðifélagi minn, landaði síðan 95 cm hrygnu á Hólmavaðsstíflunni en hún tók Munre Killer í ljósaskiptunum. Það sem var stórkostlegt við þessa veiðiferð var að upplifa gleði 10 ára sonar Eiðs, Guðmundar Inga, sem fékk 85 cm hrygnu á Hólmavaðsstíflunni en það var maríulaxinn hans. Laxinn tók fluguna Skriðuflúð nr. 10 sem Níls Folmer hannaði. Fiskurinn tók rétt ofan við brotið á stíflunni og straujaði fljótlega niður hylinn og fram af brotinu. Þar tekur við nokkuð stíft vatn og ekki gáfulegt að reyna að landa fiski þar fyrr en kemur að dauðu vatni í vík, ca 800 m neðar, þar sem honum var landað. Daginn eftir setti Guðmundur Ingi í 75 cm hæng á Skriðuflúð á fluguna Þokkadís eftir Níls Folmer og landaði þar með sínum öðrum laxi í ferðinni. Við karlarnir stóðum og brostum hringinn og görguðum af gleði með stráknum. Á leið heim úr Nesinu stoppaði ég við í Víðidalnum en þar beið skotveiðifélagi minn, hann Ási málari, sem hafði boðið mér í gæsaveiði, sagðist vera búinn að finna tún sem væri fullt af heiðagæs og ekki í boði annað en að vaða strax í þá veiði, annars væri hætta á að fuglinn færi suður yfir heiðar. Við stilltum upp gervigæsum um kvöldið og lögðum okkur. Vöknuðum síðan kl. 4.30 um nóttina og þegar ég leit út um gluggann var norðan 12–14 m/s, 0°C hiti og slydduhraglandi – maður lætur ekki veðrið hafa áhrif á veiðigleðina, hugsaði ég, og klæddi mig í tvær lopapeysur undir veiðijakkann. Í ljósaskiptunum fengum við gríðarstóran hóp yfir okkur, það var gæs 360° kringum okkur og adrenalínið í botni. Sumar voru í réttri aðflugsstefnu og því í fínu skotfæri en á sekúndubroti vissi maður ekki hvert maður ætti að beina rörinu … upp úr níu lágu 26 heiðagæsir í valnum og morguninn fullkomnaður. Tími til kominn að halda heim á leið og ganga frá laxveiðidótinu sínu,“ sagði Ómar í lokin. Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Víða veitt í sumar á stöng og byssu Hraunsá. Mynd / María Gunnarsdóttir Vantaði heila göngu í veiðiárnar „Við erum að veiða laxa töluvert þótt það sé komið yfirfall á Jökluna, mjög góð veiði bara,“ sagði Þröstur Elliðason er við ræddum við hann um veiði- sumarið. „Hrútafjarðará hefur verið allt í lagi í sumar og það hefur veiðst svipað og í fyrra. Breiðdalsáin er að bæta sig aðeins á milli ára,“ sagði Þröstur enn fremur. Veiðisumarið er að taka enda, Eystri og Ytri Rangárnar eru efstar eftir þetta sumar. Síðan kemur Þverá í Borgarfirði með flotta og jafna veiði. Smálaxinn lét lítið sjá sig á vissum svæðum landsins og það er áhyggjuefni fyrir marga. Þetta á við Norðurlandið og aðeins fyrir austan. Hvað hefur skeð veit enginn, svona er bara veiðin. „Það eru að veiðast vænir laxar hérna í Laxá í Dölum, eftir að öllum fiski var sleppt, og það er verulega jákvætt,“ sagði Haraldur Eiríksson er við hittum hann við Laxá í Dölum fyrir skömmu. Eina sem vantaði var regn í Dölunum en það kom lítið, heldur aðeins kuldi. En svona er bara veiðin, það er ekki á vísan að róa frekar en fyrri daginn. María Gunnarsdóttir rennir fyrir laxa á Vesturlandi fyrr í sumar. Mynd / G.Bender Enginn fiskur, bara önd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.