Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 16

Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201816 Við Íslendingar lítum gjarnan á okkur sem stóra sjávarútvegsþjóð, þótt þess sjáist kannski ekki merki í hinu alþjóðlega samhengi. Við getum alla vega fullyrt að við séum stórir miðað við höfðatölu. Eins og títt er um smáþjóðir erum við Íslendingar talsvert uppteknir af því að bera okkur saman við aðrar þjóðir á öllum hugsanlegum sviðum, ekki síst ef samanburðurinn er okkur hagstæður. Við gleðjumst yfir því að vera í hópi hamingjusömustu þjóða heims, hérlendis mælist spilling minni en víða annars staðar, lífskjörin eru sögð með því besta sem þekkist, og svo framvegis. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið burðarásinn í íslensku efnahagslífi (þótt ferðaþjónusta hafi skotist fram fyrir hann í gjaldeyrisöflun á allra síðustu árum) og íslenskur sjávarútvegur skipar sér í fremstu röð á alþjóðavísu, eins og forsætisráðherrann okkar orðaði það í ræðu í síðustu viku. En hversu stórir og mikilvægir erum við Íslendingar á þessu sviði í samanburði við aðra? Stærstu fiskveiðiþjóðir Nærtækast er að byrja á að skoða hvar í röðinni við erum í hópi stærstu fiskveiðiþjóða miðað við aflamagn (fiskeldi undanskilið). Lengi vel var Ísland í 10.-15. sæti á lista Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) yfir heimsaflann eftir löndum en á árinu 2016 var það komið niður í 19. sæti. Breytingin stafar aðallega af samdrætti í loðnuafla hér við land. Þegar best lét í loðnuveiðum komst heildarfiskafli Íslendinga vel yfir 2 milljónir tonna (svipað og í Noregi). Heildarafli Íslendinga árið 2016 var hins vegar tæplega 1,1 milljón tonna á sama tíma og heimsaflinn var 92 milljónir tonna. Hlutur Íslands var því 1,2% af heimsaflanum þetta tiltekna ár. Kínverjar eru langlangstærsta fiskveiðiþjóð heims með 17,7 milljónir tonna á árinu 2016 sem er 19,6% af heild (sjá töflu). Norðmenn eru 9. mesta fiskveiðiþjóð heims og fengsælastir þjóða í Vestur-Evrópu með 2,3 milljónir tonna árið 2016. Íslendingar koma þar næst á eftir í þeim heimshluta en eru samt aðeins hálfdrættingar á við Norðmenn. Spánverjar eru svo nokkru neðar á listanum og síðan Danir. Aflaverðmæti á mann Íslendingar eru sem sagt önnur stærsta fiskveiðiþjóðin í Vestur- Evrópu sem er hreint ekki svo slæmt. Ef við beitum svo höfðatölureglunni sem okkur er svo töm í svona samanburði kemur í ljós að hvergi eru sköpuð meiri verðmæti í sjávarútvegi á hvern íbúa en á Íslandi, ef Færeyjar eru undanskildar. Aflaverðmæti á Íslandi á árinu 2015 svaraði til 468 þúsund króna á hvert mannsbarn. Í Færeyjum, þar sem allt byggist á fiski en þjóðin er fámenn, var þessi tala 1,1 milljón íslenskra króna. Þessar þjóðir hafa algjöra sérstöðu meðal þjóða í Vestur-Evrópu. Til samanburðar má nefna að aflaverðmæti á hvern Norðmann var 46 þúsund krónur (þ.e. einn tíundi miðað við Ísland), í Danmörku og Írlandi 10 þúsund krónur á hvert mannsbarn í hvoru landi og í Bretlandi aðeins 2 þúsund krónur á mann. Ríkisstyrkir víðast hvar Þetta sýnir auðvitað hversu þungt sjávarútvegur vegur í efnahagnum á Íslandi og í Færeyjum samanborið við hin nágrannalöndin. Þótt Norðmenn veiði tvöfalt meira af fiski en Íslendingar er sjávarútvegur þar í landi ekki sú meginstoð efnahags sem hún er hérlendis. Raunar er hlutverk sjávarútvegsins í Noregi fyrst og fremst það að halda uppi byggð í Norður-Noregi. Í hinum löndunum sem nefnd voru er mikilvægi sjávarútvegs ennþá minna í efnahagslífinu og víða þurfa þessar atvinnugreinar háa opinbera styrki til þess að halda sér gangandi. Fram hefur komið að íslenskur sjávarútvegur sé sá eini í OECD-löndunum sem greiðir veiðigjöld. Færeyingar hafa nú einnig tekið upp veiðigjöld á ákveðnar fisktegundir en aðrar ekki. Nánast alls staðar annars staðar er sjávarútvegur ríkisstyrktur. Samherji í 40. sæti En hversu stór eru stærstu í s l e n s k u sjávar útvegs- f y r i r t æ k i n í alþjóðlegum samanburði? Hér á landi er gjarnan talað um þau stærstu, eins og Samherja, sem sjávarútvegsrisa og vissulega má það til sanns vegar færa á íslenskan mælikvarða. Á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) kemur fram að Samherji sé eina íslenska fyrirtækið á lista yfir 100 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki heims og skipi þar 40. sætið. Rétt er þó að minna á í þessu sambandi að stór hluti af starfsemi Samherja felst í útgerð og fiskvinnslu erlendis. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja námu um 77 milljörðum króna í fyrra. Þótt Samherji sé stór í okkar augum bliknar hann þó í samanburði við allra stærstu sjávarútvegsfyrirtæki heims sem eru m.a. frá Japan, Taílandi, Noregi, Spáni, Kína, Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Stærstu risarnir Þrettán stærstu sjávarútvegs_ fyrirtæki heims ráða yfir 11-16% heimsaflans eða 9-13 milljónum tonna, að því er fram kemur í skýrslu Arion banka sem unnin var í samvinnu við Sjávarklasann árið 2015. Stærst þessara fyrirtækja, Maruha Nichiro, er með yfir 100 starfsstöðvar í fimm heimsálfum. Árstekjur þess árið 2014 námu yfir 1.000 milljörðum íslenskra króna og starfsmenn voru ríflega 12.000 talsins. Til samanburðar má nefna að um 8.000 manns starfa í fiskveiðum og fiskvinnslu hérlendis og útflutningsvermæti greinar- innar nam tæpum 200 milljörðum króna á síðasta ári. Tekjur þessa eina fyrirtækis nema sem sagt fimm sinnum hærri upphæð en tekjur allra sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi samanlagt. Hvergi ráðandi afl Þótt Íslendingar séu að sönnu ekki umsvifamiklir í sölu sjávarafurða á heimsmarkaði með sín 1% af sölunni samanborið við Japani með 39%, Bandaríkjamenn með 12% og Norðmenn með 10% (að meðtöldum eldisfiski) er hlutur Íslands í ákveðnum tegundum og á ákveðnum mörkuðum umtalsverður. Þetta á til dæmis við um frystan og ferskan þorsk í Bretlandi og Frakklandi og saltfisk á Spáni. Ekki er þó þar með sagt að Íslendingar séu ráðandi afl í verðlagningu þessara afurða því verðið ræðst af framboði og eftirspurn á þessum mörkuðum. Ekki aðeins eru þessar vörur í samkeppni við samsvarandi afurðir frá öðrum löndum heldur keppa þær einnig við aðrar fisktegundir og aðrar matvörur um hylli neytenda. Stór þótt lítil sé Á einu sviði má þó segja að Ísland, þótt lítið sé, hafi vakið á sér athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi. Þótt Íslendingar sjálfir deili hart um ágæti íslenska fisksveiðistjórnunarkerfisins og margir finni á því stóra galla verður ekki horft framhjá því að erlendis er gjarnan litið á kerfið sem fyrirmynd að góðum stjórnunarháttum í fiskveiðum. Hér er nýting fiskistofnanna sjálfbær og ráðamenn fara nánast undantekningarlaust að veiðiráðgjöf fiskifræðinga. Kvótakerfið hefur stuðlað að hagræðingu og aukinni arðsemi með fækkun fiskiskipa og vinnslustöðva, þrátt fyrir svipaðan afla og fyrr. Sjávarútvegurinn hefur fætt af sér hátæknifyrirtæki sem framleiða vélar og búnað sem leitt hafa til stóraukinnar sjálfvirkni sem aftur hefur skilað sér í aukinni hráefnisnýtingu og arðsemi. Nýjasta skrefið er svo líftækniiðnaður sem vinnur verðmætar lyf- og heilsuvörur úr fiskúrgangi sem áður var fleygt. Því má í vissum skilningi segja að við Íslendingar séum stór sjávarútvegsþjóð, þótt lítil sé. Hversu stórir (litlir) erum við? Á Íslandi hafa fundist og verið skrásettar um 2.000 tegundir sveppa en þá eru fléttur ekki taldar með. Flestir þessara sveppa eru svo smávaxnir að þeir sjást ekki með berum augum. Af þeim ríflega 2.000 tegundum sveppa sem fundist hafa á Íslandi eru milli 30 og 40 stórsveppir taldir hæfir til átu en eru þó miseftirsóknarverðir. Til stórsveppa teljast sveppir sem sjást með berum augum. Stór hluti matsveppa telst til kólfsveppa, t.d. lerkisveppur og kúalabbi. Ef safna á sveppum til átu er mikilvægt að vanda valið og neyta aldrei sveppa sem ekki hafa verið greindir hæfir til neyslu. Þrátt fyrir að hér á landi vaxi fáir eitraðir sveppir er aldrei of varlega farið og óþarfi að fara út í tilraunastarfsemi. Til að greina sveppi er gott að hafa góða bók við höndina. Byrjendum er ráðlagt að læra að þekkja nokkrar algengar tegundir til að byrja með, t.d. kúalubba, furusvepp og gorkúlu, en láta aðra sveppi eiga sig í fyrstu. Smám saman, eftir því sem þekkingin eykst, er svo nýjum tegundum bætt við í söfnunarferðum. Villtir íslenskir matsveppir eru allir hattsveppir en lögun hattsins getur verið mismunandi, til dæmis hvelfdur, flatur eða kúlulaga svo dæmi séu tekin. Ef litið er undir hatt ýmissa stórsveppa eru þar annaðhvort fanir eða pípur og lítið mál er að þekkja þær í sundur. Undir hatti pípusveppa er röð lóðréttra pípa sem minna einna helst á svamp. Fansveppir hafa aftur á móti lóðrétt blöð eða fanir sem liggja undir hattinum. Sveppir skjóta upp kollinum síðsumars í ágúst og fram eftir hausti í september, jafnvel fram í október ef vel viðrar. Mest er um þá í skóglendi og hefur tegundum matsveppa fjölgað með aukinni skógrækt en þeir finnast einnig í mó- og graslendi. Best er að tína sveppi 3 til 4 dögum eftir rigningu og í þurru veðri því annars eru þeir slepjulegir viðkomu. Sveppir eru bestir á meðan þeir eru ungir og óskemmdir af áti snigla eða skordýra. Þegar sveppir eru tíndir skal taka neðst um stafinn, snúa honum varlega og losa þannig frá jarðveginum. Einnig má skera þá lausa með beittum hníf. Ráðlegt er að tína sveppi í ílát sem loftar vel um körfu eða kassa, en aldrei í plastpoka eða plastílát því þá rotna þeir. Gott er að skera neðsta hlutann af stafnum burt. Hreinsa skal allt lauf og óhreinindi af um leið og sveppirnir eru tíndir og er ráðlegt að fjarlægja allar skemmdir strax. Ef til stendur að þurrka sveppina er gott að skera þá í tvennt til að sjá hvort þeir eru maðkaðir. Möðkuðum sveppum verður að henda og er best að gera það á staðnum. Þeir sem safna sveppum ættu að venja sig á að ganga vel um sveppamóinn og hvorki taka upp né sparka um koll sveppum sem ekki er ætlunin að safna. Sveppir eru nauðsynlegur hluti af hringrás náttúrunnar og engin ástæða til að skemma þá að ástæðulausu. /VH Kónguló, kónguló vísaðu mér á sveppamó STEKKUR Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Mynd / HKr. 1. Kína 17.704 2. Indónesía 6.515 3. Bandaríkin 5.077 4. Indland 4.830 5. Rússland 4.527 6. Perú 3.956 7. Japan 3.400 8. Víetnam 2.796 9. Noregur 2.289 10. Filippseyjar 2.079 11. Síle 2.029 12. Mjanmar *1954 13. Tæland 1.678 14. Kórea 1.630 15. Bangladess 1.644 16. Malasía 1.509 17. Mexíkó 1.437 18. Marokkó *1365 20. Tævan 988 21. Spánn *973 22. Danmörk *869 23. Kanada 852 24. Argentína 808 25. Nígería 700 NYTJAR HAFSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.