Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 28

Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201828 LÍF&STARF Mynd / einkasafn Svínabændurnir í Laxárdal 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Lífið snýst um svínin, kjötvinnsluna, kornið og Pizzavagninn Laxárdalur er stór fjallajörð í uppsveitum Árnessýslu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem liggur að Stóru-Laxá. Á jörðinni er tvíbýli. Á Laxárdal 1 er búið með kýr en á Laxárdal 2 búa þau Björgvin Þór Harðarson og Petrína Þórunn Jónsdóttir með svínabú, ásamt foreldrum Björgvins, þeim Herði Harðarsyni og Maríu Guðnýju Guðnadóttur, sem bæði eru fædd 1953. Á bænum Laxárdal 2 eru líka nokkrar kindur og hestar ásamt hundum og köttum á báðum bæjunum. Björgvin Þór er fæddur 1975 og Petrína 1974. Börn þeirra eru Auðunn Magni (f. 2003), Guðný Vala (f. 2004) og Sindri Snær (f. 2009). Tvær elstu dæturnar eru fluttar að heiman en það eru þær Hjördís Bára Sigurðardóttir (f. 1992), gift Sindra Snæ Bjarnasyni og Rakel Ósk Sigurðardóttir (f. 1993), gift Berat Bulan. Barnabörn Björgvins og Petrínu eru Heiðdís Björk Sindradóttir, 5 ára og Arnþór Elí Sindrason, 3 ára. Laxárdalur er landmikil jörð sem liggur hátt og undirlendi er ekki mikið. Hver blettur sem hægt er að nýta fyrir tún er slegin. Björgvin Þór og Petrína svöruðu nokkrum spurningum blaðsins. 1.000 dýr í húsunum – Svínabúskapurinn, hvað eru þið með margar gyltur og hvað er mikið í húsunum ykkar þegar allt er tekið með og hvernig er að vera svínabændur í dag? „ Við erum með um 160 gyltur og ætli það séu ekki að jafnaði um 1.000 dýr í húsunum á hverjum tíma, þetta er náttúrlega eins og annar búskapur. Það er heilmikið í kringum þetta, að sinna dýrunum og sjá til þess að allt gangi þar eins og best verður á kosið. Það er alltaf gefandi að vinna með dýrum. Engir tveir dagar eru eins á svona búi. Það er misjafnt hvaða dagur er hvernig vinnan er. Eftirspurn eftir svínakjöti hefur verið vaxandi á undanförnum árum og við svínabændur reynum að mæta því eins og hægt er og aðstæður leyfa,“ segir Petrína. Rækta korn á 230 hekturum – Þið ræktið ykkar eigið fóður ofan í svínin ykkar. Hvað kemur til og hvað erum við að tala um þar? „Já, við byrjuðum að fikra okkur áfram með kornrækt í kringum árið 2000, prófuðum að rækta í Laxárdal og eins að kaupa korn af öðrum. Það var svo 2007 sem við hófum kornrækt í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar er nægt land til staðar og landið liggur mun lægra og staðsetningin hentar vel til kornræktar. Við byrjuðum frekar smátt en jukum við ræktað land nokkuð hratt og höfum oftast verið með í kringum 230 ha. En það er heldur minna núna vegna þess hversu vorið var blautt,“ segir Björgvin og bætir við að allt fóður sem þau framleiða sé þurrkað, þá geymist það vel yfir langan tíma án þess að gæðin rýrni. „En heima á búinu er kornið malað og blandað saman, t.d. hveiti, bygg og repja fer allt í mölun og er svo blandað saman ásamt vítamíni og próteingjafa sem er soja- eða fiskimjöl. Fóðrið fá dýrin annaðhvort þurrt, eins konar mjöl, eða því er blandað saman við vatn og þá er þetta eins og bygggrautur.“ Hollar fitusýrur í svínakjötinu – Er ekki frábært að rækta sín eigin svín með sínu eigin fóðri? „Jú, það er náttúrlega mjög skemmtilegt að geta sagt að kjötið sé alið á íslensku fóðri allt að 70 til 80%. Fyrir nokkru síðan létum við gera könnun á fitusýrusamsetningu okkar kjöts samanborið við annað íslenskt svínakjöt. Út úr því kom að það er meira af ómega 3 fitusýrum í okkar kjöti og líka er meira af fjölómettuðum fitusýrum. En þessar fitusýrur eru hollari en mettaðar. Þetta er vegna þess að við erum að gefa íslenskt fóður og repjan er önnur af líklega bara tveim jurtum sem geta framleitt ómega 3 fitusýrur, annars er það eingöngu í sjávarvangi þar sem hægt er að fá ómega 3,“ segir Petrína. Kjötvinnsla í Árnesi – Þið opnuðuð kjötvinnslu í Árnesi í sumar. Af hverju var ákveðið að fara þá leið og út á hvað gengur starfsemi kjötvinnslunnar? „Eftirspurnin eftir kjöti frá okkur var orðin mikil og við seldum eingöngu í hálfum skrokkum og það hentaði ekki öllum. Neytandinn var oft að leita eftir ákveðnum vörum sem við gátum ekki sinnt þar sem við höfðum ekki aðstöðu til. Einnig er eftirspurn eftir vörum Beint frá býli og vörum sem neytandi getur rakið alla leið að aukast mikið. Við vinnum aðeins lítinn hluta af ræktuninni í kjötvinnslunni. Við reynum eftir fremsta megni að sinna þörfum viðskiptavinarins,“ segir Petrína. Hún segir að kjötvinnslan hafi gengið miklu betur en þau höfðu reiknað með. „Við fáum heilmikið af fólki til okkar sem kemur langa leið. Það mega allir koma og versla í kjötborðinu okkar. Einnig erum við með vörur í Bjarnabúð í Reykholti, Litlu Melabúðinni á Flúðum og í Versluninni Borg í Grímsnesi og í Villt og Alið á Hellu.“ Jólin í undirbúningi Það er meira en nóg að gera í kjötvinnslunni þessa dagana við að undirbúa jólin og græja hamborgarhryggi og taka á móti pöntunum frá fólki. Þá hefur beikonið og skinkan frá Laxárdal slegið í gegn, enda langvinsælustu vörur kjötvinnslunnar. Þær innihalda engan sykur, aðeins salt. „Einnig erum við með kryddaða grísastrimla, snitsel, pepperoni, kótelettur, hnakkasneiðar, bógsteikur, purusteikur og margt fleira. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og prófa okkur áfram. Við framleiðum skinku, pepperoni, beikon og pulled pork fyrir Pizzavagninn, sem er hitt fyrirtækið okkar,“ segir Björgvin Þór. Rekjanleikinn þekktur – Svínakjötið ykkar þykir sérstaklega gott og þið seljið mikið af því. Hverju þakkið þið þetta góða bragð og vinsældir kjötsins? Petrína svarar því. „Ég held að það felist í gæðum kjötsins, vegna þess að dýrin eru alin á íslensku fóðri. Einnig er rekjanleikinn þekktur og fólk veit hvaðan maturinn kemur sem við við eru að bjóða upp á. Til er orðatiltæki á ensku en lauslega þýðist það: „Þú þarft að vita hvaðan maturinn þinn kemur og hvað hann borðar“.“ Pizzavagninn 14 ára gamall – Þið eruð líka með Pizzavagn. Hvenær ákváðuð þið að fara út í slíka starfsemi og hvernig virkar vagninn? „Við opnuðum Pizzavagninn 12. júní 2004 og er hann því orðinn 14 ára. Petrína hafði unnið á pitsustöðum á höfuðborgarsvæðinu og kunni vel til verka. Við erum með súrdeigspitsubotna sem við búum til sjálf, við hættum að nota gerbotna árið 2014 og hefur það gefist mjög vel. Einnig blöndum við sósuna sjálf. Kjötvörurnar eru úr eigin framleiðslu í kjötvinnslunni. Allir ostar, sveppir, paprika, tómatar og klettasalat eru allt úr íslenskri framleiðslu. Markmið okkar hefur alltaf verið að vera sem mest með íslenska framleiðslu,“ segir Björgvin Þór, en þau ferðast með vagninn í uppsveitum Árnessýslu allar helgar. „Við erum á Flúðum, Brautarholti, Borg, Laugarvatni, Reykholti og í Björgvin Þór og Petrína hafa gaman af vinnunni sinni, ekki síst nýju kjötvinnslunni í Árnesi sem gengur ljómandi Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mynd / einkasafn Mynd / einkasafn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.