Bændablaðið - 04.10.2018, Page 29

Bændablaðið - 04.10.2018, Page 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 29 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 18. október Árnesi.“ Dagskrá vagnsins er gefin út á Facebook-síðu Pizza vagnsins. Óvissan er slæm – Staða íslensks landbúnaðar núna 2018, hvernig líst ykkur á hana og hvernig finnst ykkur málin þróast? „Það sem hefur verið slæmt undanfarin ár er óvissan, sérstaklega í þeim greinum sem ekki eru ríkisreknar. Stjórnmálamenn koma og fara og almennt hafa þeir minni skilning á matvælaframleiðslu og hvað það er sem skiptir máli til að hún geti vaxið og dafnað. Það eru miklar áskoranir í framleiðslu matvæla núna á næstu áratugum og manni finnst að Íslendingar ættu að vera með í því, ekki bara einblína á það að flytja hingað inn ódýra vöru sem stenst ekki samanburð við íslenskar vörur ef tekið er tillit til gæða og kolefnisfótspors. En verðið er kannski lægra í bili. Það verður ekki lengi og mig grunar að næsta sumar þá fari matvælaverð, allavega í Evrópu, að hækka,“ segir Björgvin Þór. 30% innflutt svínakjöt Það er mikið flutt inn af svínakjöti. Er það ekki slæmt fyrir svínabændur eins og ykkur og er eitthvað hægt að gera í þeirri stöðu? Björgvin Þór segir að innflutn- ingur hafi aukist mikið síðustu ár og má segja að öll sú neysluaukning sem orðið hefur á svínakjöti sé borin uppi af innflutningi. Hann segir að 25 til 30% af heildarneyslu á svínakjöti á Íslandi sé innflutt. „Það væri hægt að framleiða þetta allt hér á landi en þá verða stjórnvöld að skapa þær aðstæður að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Þá er ekki hægt að búa við að stjórnmálamenn taki illa ígrundaðar skyndiákvarðanir varðandi tollamál og hafi svo enga langtímastefnu um það hvernig umgjörð á að vera um landbúnað á Íslandi,“ Björgvin Þór segist að sjálfsögðu vona að svínabúskapur verði áfram sterkur á Íslandi og að svínabú verði áfram víða um land. Honum finnst þó alveg eins líklegt að búum fækki og kannski verði bara tvö til þrjú stór bú með allan markaðinn í næstu framtíð. Lífið í Laxárdal – Að lokum eru hjónin spurð út í lífið í Laxárdal, hvernig er hefðbundinn dagur hjá fjölskyldunni? „Þetta er nú í nokkuð föstum skorðum. Foreldrar mínir sjá um svínahúsið að miklu leyti en ég kem þar einnig þegar ekki stendur fyrir dyrum sáning eða þresking. Petrína sinnir kjötvinnslunni og ég aðstoða hana þar einn til tvo daga í viku. Í svínahúsinu er takturinn þannig að gyltur gjóta í annarri hverri viku og þá er vinnuvikan skipulögð í samræmi við það. En ég sé einn um kornræktina og er með einn mann með mér í mestu vinnutörnunum,“ segir Björgvin Þór og vill hafa þessi lokaorð: „Að vinna í landbúnaði þar sem maður hefur tækifæri á að vinna við allt ferlið frá akri í maga er gríðarlega fjölbreytt og margbreytilegt. Eftir að hafa unnið við þetta í þennan tíma þá er hætt við því að manni fyndist „venjuleg“ störf verða ansi einhæf eftir skamman tíma.“ /MHH Sáning á vetrarhveiti 2016, Auðunn Magni Björgvinsson plægir og Björgvin Þór er að sá. Mynd / einkasafn Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 7 0 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Giant D337T HD er sú vél sem við höfum selt mest af. Þessi vél höfðar vel til íslenskra bænda sem og minni verktaka. nn an er ótrúlega duglegur miðað við stærð. Hann getur nánast lyft eigin þyngd, þess vegna er hann kallaður nn Mikil lyftigeta - Aflmiklir - Stöðugir - Úrval aukahluta Nettur en öflugur skotbómulyftari a n a an n a Gunnbjarnarholti, 801 Selfoss Sími 480 5600 Verðum á sýningunni ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 í Laugardalshöll 12. - 14. október

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.