Bændablaðið - 04.10.2018, Síða 30

Bændablaðið - 04.10.2018, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201830 LÍF&STARF Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur „Það vantar tilfinnanlega hús- næði í sveitarfélaginu. Hér hefur sáralítið verið byggt af íbúðar- húsnæði í áraraðir,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitar stjóri í Hörg- ár sveit. Tveir þéttbýlis kjarnar eru í Hörgársveit, á Hjalteyri og við Lónsbakka, og stendur til að byggja ný íbúðarhús á báðum stöðum í nánustu framtíð. Rúmlega 600 íbúar eru búsettir í Hörgársveit, sem er næsta sveitarfélag norðan Akureyrar, teygir sig norður að Fagraskógi við mörkin að Dalvíkurbyggð og innan þess eru Öxnadalur og Hörgárdalur þar sem mörk sveitarfélagsins eru á móti Akrahreppi við Grjótá á Öxnadalsheiði. Hörgársveit varð til árið 2010 þegar Arnarneshreppur sameinaðist Hörgárbyggð, en það sveitarfélag varð til með sameiningu þriggja hreppa, Glæsibæjarhrepps, Arnarneshrepps og Skriðuhrepps árið 2001. Hörgársveit er að stærstum hluta dreifbýli þar sem stundaður er hefðbundinn búskapur. Líflegt á Hjalteyri Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að gefinn verði 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi samkvæmt gildandi gjaldskrá á 10 lausum einbýlishúsalóðum við Brekkuhús á Hjalteyri. Þær lóðir eru í brekkunni ofan við eyrina. Snorri segir að til viðbótar standi til að byggja þrjú hús á eyrinni sjálfri, hús sem hefðu yfir sér „gamaldags“ yfirbragð í takt við þann tíðaranda sem ríkti þegar hús voru byggð á Hjalteyri á liðinni öld. „Við eigum einnig lausar fjórar lóðir undir frístundahús á þessu svæði við Hjalteyri og þær hafa notið vinsælda,“ segir Snorri. „Staðan í sveitarfélaginu er góð hvað varðar lausar lóðir, framboðið er nægt og það er skortur á húsnæði. Við hlökkum til að sjá hver viðbrögð verða við auglýsingu um þessar lausu lóðir og væntum þess að þau verði góð,“ segir hann. „Við reynum ævinlega að hafa tiltækar byggingarhæfar lóðir fyrir þá sem vilja byggja.“ Nýtt hverfi reist á Lónsbakka Í hinum þéttbýliskjarna sveitar- félagsins, á Lónsbakka, stendur einnig til að taka til hendinni og reisa ný hús við götu sem hlotið hefur nafnið Reynihlíð. Fyrir eru á svæðinu hús við tvær götur, Birkihlíð og Skógarhlíð, og þar er ein laus lóð. Um þessar mundir er sveitarfélagið að óska tilboða í gatnagerð og veitulagnir og verða þau opnuð upp úr miðjum september. „Við gerum ráð fyrir að unnið verði við þessa jarðvegsvinnu í vetur og að næsta vor verði í boði fyrstu byggingarhæfu lóðirnar í nýju hverfi,“ segir Snorri. Í fyrsta áfanga þess er gert ráð fyrir að reisa 7 rað- og parhús, með alls 16 íbúðum og einnig þrjú fjölbýlishús. Þau verða misstór, frá fjórum og upp í 12 íbúðir í hverju. Íbúar um 400 þegar hverfið verður fullbyggt Snorri segir að uppbyggingu í Reynihlíðarhverfinu verði skipt upp í alls þrjá áfanga. Fullbyggt verða 90 íbúðir í hverfinu og íbúar í kringum 400 talsins í Lónsbakkahverfinu í heild. „Það kemur í ljós innan tíðar hver viðbrögð verða, við byrjum á að kanna þau áður en hafist verður handa við næstu skref, en í næsta áfanga er t.d. gert ráð fyrir smærri íbúðum sem ákveðin eftirspurn er eftir. Þetta verður því fjölbreytt hverfi, blanda af smærri íbúðum í fjölbýli, rað- og parhús og einnig einbýlishús,“ segir Snorri. Samstarf við leigufélög er fýsilegt Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur einnig samþykkt að huga að því að auka framboð af leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Það á nú þrjár íbúðir í útleigu sem fyrst og fremst eru fyrir starfsmenn Þelamerkurskóla. Bæði á að skoða hvort sveitarfélagið geti ýtt undir aukið framboð með beinni þátttöku eða með öðrum leiðum, svo sem í samstarfi við aðra. Snorri segir að leigufélög, m.a. Búfesti, hafi sýnt áhuga á að reisa íbúðir í sveitarfélaginu og að þau mál séu á vinnslustigi. „Sveitarfélagið sjálft er í sjálfu sér ekki á þeim buxununum að reisa húsnæði til útleigu á eigin vegum, en okkur gæti þótt fýsilegur kostur að eiga samvinnu um slíkt verkefni við félög sem starfa á því sviði,“ segir hann. Byggja upp iðnaðarsvæði Iðnaðarhverfi hefur undanfarin misseri verið í uppbyggingu á svæði skammt norðan við Húsasmiðjuna. Tvö hús eru þegar risin á því svæði, búið að úthluta tveimur lóðum sem eru tilbúnar en framkvæmdir enn ekki hafnar á þeim. Þá eru að sögn Snorra enn til tvær lausar lóðir á því svæði. Hann segir að margs konar starfsemi sé í gangi á hinu nýja iðnaðarsvæði, bílaviðgerðir, vélaverkstæði, þar sé flutnings- og vörubílaþjónusta, jarðverktaki og ökuskóli. „Það eru þarna m.a. fyrirtæki sem þurfa gott pláss fyrir sína starfsemi og sjá sér hag í að koma sér fyrir á þessu nýja iðnaðarsvæði okkar,“ segir hann. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, á nýju byggingasvæði þéttbýliskjarnans á Lónsbakka. Verkefninu verður skipt upp í þrjá áfanga, fullbyggðar verða þar 90 íbúðir og um 400 íbúar. Svæðið er alls tæplega 27 alls 16 íbúðum og einnig þrjú fjölbýlishús. Myndir / MÞÞ Húsnæði skortir í Hörgársveit og hefur sáralítið verið byggt af íbúðarhúsnæði þar í áraraðir. Hér er þó eitt í byggingu, við Skógarhlíð á Lónsbakka. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Uppbygging á döfinni í þremur byggðakjörnum í Hörgársveit við Eyjafjörð: Ný 90 íbúða stækkun Lónsbakkahverfis – Tíu einbýlishúsalóðir auglýstar á Hjalteyri og samþykkt að gefa þar 50% afslátt af gatnagerðargjöldum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.