Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 41
Áttu hugmynd
þar sem mjólk kemur við sögu?
Hér er tækifæri til að fá stuðning
Auðhumla og Matís ætla að vinna saman að því að efla vöruþróun og rannsóknir.
Opið er fyrir allskonar hugmyndir og eina skilyrðið er að kúamjólk gegni lykilhlutverki.
Sérstök áhersla er lögð á að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna
sem fela í sér nýsköpun úr mjólkurpróteinum og/eða sérstöðu íslenskrar mjólkur.
Kostur er ef hugmyndin stuðlar að jákvæðum umhverfisáhrifum og aukinni sjálfbærni.
Hægt er að sækja um tvenns konar styrki, annars vegar að hámarki 3 milljónir fyrir
almenn rannsókna- og þróunarverkefni og hins vegar allt að 8 milljónir króna
fyrir öndvegisverkefni með mikið nýnæmi og tækifæri til verðmætasköpunar.
Styrkur getur verið allt að 80% af heildarkostnaði verkefnisins.
Gert er ráð fyrir að verkefnin séu til eins árs.
Umsóknafrestur er til 12. nóvember 2018
Frekari upplýsingar á www.mimm.is og www.facebook.com/mjolk.i.morgum.myndum
LESENDABÁS
Úr Svarfaðardal.
Hversu mikilvægur er landbúnaður
fyrir sveitarfélagið mitt?
Ein af grunnstoðum íslensks atvinnu-
lífs er landbúnaður. Eyja fjörður er
rótgróið land bún aðar hérað með
blómlegum byggðum og stórum
þjónustu- og úrvinnslufyrirtækjum
á sviði landbúnaðar.
Líta má á nýjar og breyttar
áherslur t.d. tengdar ESB,
niðurfellingu tolla, meiri
sveigjanleika við innflutning á
fersku kjöti o.fl. þætti sem töluverða
ógn við bændur og þeirra starfsemi.
En sú ógn einskorðast alls ekki við
þá sem vinna í frumgreininni og ætla
ég að varpa smá ljósi á mikilvægi
landbúnaðar fyrir sveitarfélagið
mitt, Dalvíkurbyggð.
Í tölum sem Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar tók saman um
landbúnaðarmál byggðum á
Hagstofutölum ársins 2016 kemur
fram að í Dalvíkurbyggð eru 39
rekstraraðilar í landbúnaði og er
ársvelta bújarðanna rúmlega 900
milljónir króna samtals. Ætla má
að hjá hverjum þessara 39 aðila
séu að jafnaði 1–3 störf sem skila
útsvarstekjum inn í sveitarfélagið.
Mörg fyrirtæki í sveitarfélaginu
þjónusta landbúnaðinn t.d. í
byggingariðnaði, vélaverkstæðin
og verslanirnar. Þá kaupa
bændur þjónustu og vöru af
veitum sveitarfélagsins og greiða
fasteignagjöld af byggingum á
jörðunum. Eyjafjarðarsvæðið í
heild nýtur góðs af og mörg stór
úrvinnslufyrirtæki skapa störf og
hafa tekjur af landbúnaði.
En það er svo mikið meira en
tölur og peningaleg áhrif. Á jörð-
unum býr fólk, heldur sín húsdýr og
ræktar sína jörð. Þar eru allt upp í
þrjár kynslóðir á sama bænum að
skapa verðmæti. Og verðmætin
mælast ekki síður í félagslífi,
samvinnu milli bæja og samkennd
með nágrönnunum. Á meðan
jarðirnar haldast í byggð og búskap
er ásýnd sveitanna fögur og áður
nefnd verðmæti til staðar. Það ríkir
bjartsýni og trú á framtíðina. Um
leið og búskapur leggst af og jarðir
fara í eyði eða undir frístundabúsetu
þá er erfiðara fyrir þá sem eftir
standa að halda úti margvíslegum
samfélagsverkefnum. Þess vegna er
svo mikilvægt á landsvísu að standa
vörð um landið og landbúnaðinn
og koma lögum yfir uppkaup
auðmanna á heilu sveitunum.
Við í Dalvíkurbyggð erum
stolt af okkar bændum og þeirra
metnaðarfullu starfsemi sem er
mjög mikilvæg fyrir sveitarfélagið.
Undanfarin ár hefur verið gaman
að fylgjast með hvernig þeir hafa
margir hverjir byggt upp og fært
vinnsluhætti til nútímans. Ég vona
að skilyrði, regluverk og umgjörð
um landbúnaðinn verði með
þeim hætti í framtíðinni að nýjar
kynslóðir sjái áfram tækifæri í
að helga sig þessari grundvallar
atvinnugrein í okkar þjóðfélagi.
Katrín Sigurjónsdóttir
sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri
í Dalvíkurbyggð.
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 18. október
MENNING&LISTIR
Marrið í
stiganum
Eva Björg Ægisdóttir hlaut
spennusagnaverðlaunin Svart-
fuglinn fyrir sögu sína Marrið í
stiganum sem kom út hjá Veröld
í apríl á þessu ári.
Ung kona finnst myrt í fjörunni
við Akranes. Hin látna reynist hafa
búið sem barn í bænum en flutti
skyndilega burt ásamt móður sinni.
Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt
á Skagann, rannsakar málið ásamt
samstarfsmönnum sínum. Upp á
yfirborðið koma ýmis skuggaleg
mál úr fortíðinni en Elma þarf
líka að takast á við atburði í eigin
lífi sem hröktu hana aftur heim á
æskuslóðirnar.
Marrið í stiganum er fyrsta
bók Evu Bjargar Ægisdóttur og
bar handrit hennar sigur úr býtum
í samkeppninni um Svartfuglinn,
glæpasagnaverðlaun sem Yrsa
Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson
stofnuðu til í samvinnu við Veröld.
„Sagan er grípandi og spennandi
samhliða því að veita innsýn í
myrkan og sáran veruleika. Fléttan er
fagmannlega unnin, söguþráðurinn
sterkur og sögulokin koma lesand-
anum á óvart. Spennandi og
átakanleg glæpasaga eftir höfund
sem án nokkurs vafa mun kveða
mikið að í framtíðinni.“ Úr umsögn
dómnefndar
Marrið í stiganum er 384
blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson
braut bókina um og Aðalsteinn
Svanur Sigfússon hannaði kápu.
Bókin er prentuð í Danmörku.