Bændablaðið - 04.10.2018, Side 43

Bændablaðið - 04.10.2018, Side 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 43 Að búa til ofurlítinn skemmtigarð fjallar um sögu og þróun íslenskrar garðhönnunar eða landslagsarkitektúrs. Í bókinni er umhverfismótun sett í samhengi við rætur íslenskrar menningar og tengd alþjóðlegum straumum og stefnum. Höfundur er Einar E. Sæmundsson landslagsarkitekt. Í bókinni er fjallað um sögu garða á Íslandi frá elstu tímum en einkum um tímabilið frá þéttbýlismyndun þegar almenningsgarðar og útivistar- svæði urðu hluti af skipulags- gerðinni. Höfundur gengur um ýmsa kunna garða og miður þekkta, og fjallar sérstaklega um feril tveggja frumkvöðla í stétt landslags- arkitekta. Garðsagan er áhugaverð Einar segir að tilurð bókarinnar sé áhugi hans sem landslagsarkitekts á landmótun og sögu hennar hér á landi. „Garðsaga er að mínu mati áhugaverð og ég hef viðað að mér efni henni tengdri í gegnum tímann. Í bókinni eru einnig stiklur inn í nútímann og nútíma garða. Ég hóf kennslu í lands lags arkitektúr við Land bún aðar há skólann á Hvanneyri 2002 og tók saman ásamt öðrum kennslu hefti sem er á vissan hátt en samt ekki grunnurinn að bókinni þar sem ég kenndi íslenska garðsögu. Smám saman varð til þokkalegt handrit og eftir að ég hætti kennslu sótti ég um styrk til að vinna það áfram og sú vinna hefur staðið með hléum frá 2013.“ Að sögn Einars rekur hann sig í gegnum a l d i r n a r. „Í bókinni er meðal annars sagt frá ósýnilegu görðunum og trúar- görðum eins og kirkju- og klaust- ur görðum og frá því þegar land- búnaðarbyltingin hefst á Íslandi um 1750. Með stofnun kaupstaðanna verða svo til þorpsgarðar og íbúar þorpanna fara að láta sig garðrækt varða. Þaðan held ég svo inn í nútímann og lýk bókinni á því að segja frá tveimur fyrstu landslags- arkitektunum hér á landi og fer í gegnum þeirra starf. Undirtónn bókarinnar er því landslagsarkitekta tengdur en um leið saga garðræktar á Íslandi og þróun hennar fram undir 1980.“ Útgefandi Hið íslenska bókmenntafélag Einar E. Sæmundsen er landslagsarkitekt og einn stofnenda te iknis tofunnar L a n d m ó t u n a r , hann var um hríð garðyrkjustjóri hjá Kópavogsbæ og dósent í hlutastarfi við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri þar sem hann hefur kennt landslagsarkitektúr, garðhönnun og umhverfisskipulag. Bókin kemur út á 40 ára afmæli Félags íslenskra landslagsarkitekta. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. /VH EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður NÝR DEKKJAVEFUR! www.jeppadekk.is Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Réttu græjurnar! Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði. Hugaðu að heyrninni, hún er mikilvæg! Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Fyrir börnin Í skotveiðina Bluetooth Áföst á hjálmi Hefðbundin Fyrir samskipti MENNING&LISTIR Íslensk garðsaga: Að búa til ofurlítinn skemmtigarð Einar E. Sæmundsson lands- lags arkitekt og höf undur nýrra bókar um íslenska garðsögu. Einar Helgason garð- yrkju maður er einn þeirra manna sem mest áhrif höfðu til eflingar garðyrkju á fyrsta þriðjungi 20. aldar. Hann var garðyrkjunemi hjá Schierbeck árið 1890 og stundaði nám við garðyrkjuskólann í Vilvorde á Sjálandi í Danmörku 1894–1898. Frá árinu 1899 til 1920 rak hann garðplöntustöð og tilraunabú, Gróðrar- stöðina í Reykjavík, með tilstyrk ríkisins. Frá 1920 fram til dauðadags árið 1935 rak hann eigin garðplöntustöð á sama stað. Hákon Bjarnason, síðar skógræktarstjóri, ólst upp við Laufásveginn í nágrenni við Gróðrarstöðina, og segir um Einar: „Þegar horft er um öxl og litið yfir ævi Einars vekur það furðu hve mikið hann skrifaði um garðyrkju og ræktunarmál í blöð og fjölda rita ... samhliða umfangsmiklu starfi í gróðrarstöðinni.“ Einar skrifaði nokkrar garðyrkjubækur, þar á meðal Bjarkir frá 1914, sem fjallar um skrúðgarða. Þar lýsir Einar því stuttlega hvernig skipuleggja skuli garða og leggur fram þrjár tillögur að skipulagi. Hann greinir á milli tveggja höfuðgarðstíla, franska stílsins og enska eða náttúrulega stílsins. Þessi skipting á uppruna sinn í mismun barokkgarðsins og rómantíska garðsins, sem oft hafa verið kenndir við Frakkland og England. Hann segir franska stílinn einkennast af beinum línum, hringmyndunum og reglulegum sporbaugum. Aftur á móti einkennist enski garðurinn af óreglulegum, bogadregnum línum sem eigi að líkja eftir því sem kemur fyrir í náttúrunni. Hann segir franska stílinn henta betur fyrir litla húsagarða en í stærri görðum megi blanda þessum stíltegundum saman. Franski stíllinn fari þá betur næst húsinu og sá enski fjær. Hann telur jafnframt að meiri listræna þekkingu þurfi til að takast vel upp með enska stílinn. Sé garðurinn er samansettur af skrúðgarði og matjurtagarði leggur Einar til að garðhlutarnir séu aðskildir með rifsberjarunna. Þetta varð útbreidd uppskrift í mörgum fyrstu húsagörðunum. Húsið við Suðurgötu 12 var fyrsta stóra „villan“ sem byggð var í Reykjavík. Húsið var reist 1899 og í hallanum að götunni var skrúðgarður. Brot úr Íslenskri garðsögu: EINAR HELGASON OG GARÐASTÍLTEGUNDIR

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.