Bændablaðið - 04.10.2018, Page 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201844
Granatepli eru mikilvægur
hluti af fæðu fólks í löndunum
við botn Miðjarðarhafsins og
í Kákasusfjöllunum. Aldinið
kemur víða fram í trúarbrögðum
sem tákn um frjósemi, velsæld og
dauða. Þrátt fyrir að granatepli
sé nefnt í Guðbrandsbiblíu,
fyrstu heildarútgáfu Biblíunnar
á íslensku, fór aldinið ekki að sjást
hér á landi að nokkru ráði fyrr en
um síðustu aldamót.
Heimsframleiðsla á granateplum
árið 2016 er áætluð um þrjú
milljón tonn. Íran var langstærsti
framleiðandinn árið 2016
með um milljón tonn, eða 1/3
heimsframleiðslunnar og notar um
94 þúsund hektara undir ræktunina.
Sama ár var Indland annar stærsti
framleiðandinn. Kína er í þriðja sæti,
Tyrkland í því fjórða og Bandaríki
Norður-Ameríku í því fimmta.
Um 90% af uppskeru granatepla
í Íran fer á heimamarkað en 10%
eru flutt út. Indland er stærsti
útflytjandi granatepla í heiminum
en stærstu innflytjendurnir eru
Evrópusambandið, löndin við
Persaflóa og Rússland.
Ekki fundust upplýsingar um
innflutt magn af granateplum
til landsins. Innflutningurinn er
breytilegur eftir uppskerutíma í
ólíkum löndum en talsvert er flutt
inn af granateplum frá Spáni.
Punica granatum
Einungis tvær tegundir tilheyra
ættkvíslinni Punic. Önnur P.
protopunica er upprunnin á fjórum
eyjum í Indlandshafi út af Jemen
og talin vera þróunarlega forveri
hinnar tegundarinnar í ættkvíslinni,
P. granatum eða granatvið.
Granatviður er þyrnóttur runni
eða lítið marggreinótt tré með
trefjarót og nær allt að tíu metra
hæð. Laufið lensulaga og gagnstætt
á stuttum stilk eins til tíu sentímetra
langt og eins til þriggja sentímetra
breið og leðurkennd viðkomu.
Laufið er langlíft og stundum sagt
að plantan sé bæði lauffellandi og
sígræn í senn. Granatviðarplöntur
eru langlífar og vitað um tré sem
eru yfir tveggja alda gömul. Blómin,
sjálf- og skordýrafrjóvgandi, um
þrír sentímetrar að þvermáli, rauð
og eitt eða upp í fimm í hnapp á
greinaendum. Krónublöðin fimm til
átta, oddmjó og mynda vasa með
með fræflum og frævu.
Aldin hnöttótt og misstór, 5 til 12
sentímetrar í þvermál, eftir yrkjum.
Ung aldin gul en verða rauðleit
við þroska, húðin þykk, hörð og
leðurkennd. Aldin granatepla eru
ber sem myndast í blómbotninum.
Á öðrum enda aldinsins er einskonar
kóróna sem er leifar krónublaðanna.
Að innanverðu skiptist aldinið í hólf
með hvítleitum trefjum og í hverju
hólfi er fjöldi hvítra fræja, 200 til
1400 eftir yrkju, sem þakin eru
rauðu, safaríku og eilítið súru hlaupi.
Fræin og hlaupið eru rúmlega 50%
af þyngd aldinsins.
Til er fjöldi ólíkra yrkja og
landsorta af granateplum sem
eru ólík að stærð, lit og bragði. Í
viðskiptum með aldinið er algengt
að flokka það eftir þyngd og lit í
ofurstór, laus við lýti 750 grömm
og þyngri. King size litfalleg 500
til 700 grömm, queen size fallega
rauð 400 til 500 grömm og prince
size fagurrauð 300 til 400 grömm
að þyngd.
Talið er að um það bil 500 ólík
yrki af granateplum séu í ræktun í
heiminum og langflest er að finna í
Afganistan. Dæmi um ólík afbrigði
má nefna 'Kabul' sem gefur stór
aldin sem eru dökkrauð með gulum
röndum og sætu hlaupi, 'Muscat
Red' gefur aldin í minni kantinum
og sætu hlaupi, 'Spanish Ruby' er
með miðlungsstórt eldrautt aldin og
sætu fræhlaupi og 'Wonderful' sem
gefur mjög stór dökk fjólublá aldin
með einstaklega safaríku hlaupi.
Yrkjum er yfirleitt fjölgað
með græðlingum en fræin spíra
auðveldlega. Yfirleitt tekur aldinið
sex til sjö mánuði að ná fullum
þroska eftir blómgun.
Granatviður þolir vel þurrk en
á svæðum þar sem mikil úrkoma
er þá skemmast ræturnar oft vegna
sveppasýkingar. Plantan kýs
kalkríkan moldarjarðveg en þrífst í
margs konar jarðvegi. Sum yrki þola
frost allt að mínus 10° á Celsíus.
P. granatum var. nana er
dvergafbrigði af P. granatum og
vinsælt sem skrautrunni í kerum eða
að rækta það sem bonsai.
Nafnaspeki
Fyrr á tímum kölluðust granatepli á
ensku og frönsku epli frá Granada
og á spænsku granada. Þau kallast
granatæble, granatæbletræ á dönsku,
granatäpple á sænsku og granataplef
á þýsku og átti heitið að vísa til
uppruna þeirra sem er kolrangt í
heitunum. Í dag kallast granatepli
granade á frönsku en pomegranate
á ensku og er heitið komið úr
Franska heitið granade yfirfærðist
á ensku yfir á handsprengjur eða
grenade.
Hugmyndir eru uppi um að
nafn spænsku borgarinnar Granada
sé dregið af spænska heitinu sem
er granada en aðrir segja að nafn
borgarinnar komi úr tungumáli
ókunnugu.
HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Heimsframleiðsla á granateplum árið 2016 er áætluð um þrjú milljón tonn. Íran var langstærsti framleiðandinn árið 2016 með um milljón tonn eða 1/3 heimsframleiðsluna.
Til er fjöldi ólíkra yrkja og landsorta af granateplum sem eru ólík af stærð,
lit og bragði.
Samkvæmt einni goðsöng eru fræ granateplis 613 eða jafnmörg og boð og
bönn Gamla testamentisins.
Skjaldarmerki Granada á Spáni.