Bændablaðið - 04.10.2018, Side 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201848
LESENDABÁS
Um úrskurði óbyggðanefndar í Dölum
Hinn 18. febr. 2016 birtust Kröfur
Fjármála- og efnahagsráðherra
fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur
á svæði 9A Dalasýsla. Í framhaldi
af þeim skrifaði ég þrjár greinar
í Bændablaðið 2. og 26. maí og 9.
júní 2016. Voru þar gerðar ýmsar
athugasemdir.
Má nefna, að í Kröfum s.
19 stendur: „Að ráði Steinólfs
heljarskinns, nam ...“. Hér var ruglað
saman Steinólfi lága og Geirmundi
heljarskinn. Eitt af þeim svæðum
sem krafist var, að yrðu þjóðlendur
er Flekkudalur á Fellsströnd, en í
Kröfum stendur um hann (s. 107):
„... sé svæði utan eignarlanda. Ljóst
sé af heimildum um svæðið og
landfræðilegum aðstæðum að svæðið
hafi aldrei verið undirorpið beinum
eignarrétti“. Í Sturlungu (1946 I. 64)
stendur, að húskarl á Staðarfelli hafi
grætt „fé, þar til er hann keypti land
og gerði bú í Flekkudal.“ Húskarlinn
fóstraði son bóndans á Felli, Sturlu
Þórðarson, síðar bónda í Hvammi,
en við hann og afkomendur hans er
kennt heilt tímabil í Íslandssögunni,
Sturlungaöld. Alls voru kröfur um
að 13 svæði í Dölum yrðu gerð að
þjóðlendum.
Sumar kirknaeignir
Flekkudalur er í eigu Staðarfells
og þar var bændakirkja, en eftir að
Kröfur um þjóðlendur í Dölum komu
fram, spurðu margir:
„Af hverju var ekki gerð krafa
um að Villingadalur í eigu Skarðs,
Svínadalur í eigu Sælingsdalstungu
og Skeggjadalur í eigu Hvamms yrðu
gerðir að þjóðlendum?“
Því er til að svara að land þessara
dala, fjalllendis, er ekki skilið frá
öðru landi jarðanna þar sem kirkja
var. Fyrir nokkrum árum athugaði
ég skipulega kirknaeignir á fjalllendi
í Dölum og birtist grein um efnið
í ritgerðasafni mínu Hulin pláss.
Niðurstaðan var um alkirkjur (s.
308), „að 12 af 14 áttu land, fjalldal,
misjafnlega langt í burtu“. Einnig áttu
kirkjur aðrar fasteignir en fjalldali
eins og jarðir og eyjar. Einnig áttu
hálfkirkjur eins og Jörfi fjalllendi
og hálfkirkjan í Galtardalstungu
(Stóru-Tungu) átti daljörðina Litla-
Galtardal, þótt jörðin sjálf eigi
mikið fjalllendi. Það er nokkuð
sérkennilegt að gerðar skuli kröfur
um að sumar kirknaeignir verði
gerðar að þjóðlendum, fjalllendi yrði
þjóðlenda, ef það var fráskilið öðru
landi jarðarinnar, annað ekki.
Falsbréf og fleira
Nú í vor 3. maí 2018 birtist Úrskurður
óbyggðanefndar. Mál nr. 1/2016.
Flekkudalur og Svínadalur. Hinn 28.
júlí 2018 birtust í Morgunblaðinu:
„Staðreyndir um óbyggðanefnd.“
Þar eru lokaorðin: „Niðurstöðum
þjóðlendumála er ætlað að standa
um langa framtíð og þær þurfa
því að standast ýtrustu skoðun.“
Um þetta er rétt að fara fáeinum
orðum. Í nýnefndum Úrskurði er s.
49-50 birt „afrit af gjafabréfi fyrir
Galtardalstungu, ársettu 1559.“
Bréf þetta er prentað í Íslenzku
fornbréfasafni, 13. bindi, s. 401-403
og þar stendur framan við „(falsbréf)“.
Til enn frekari staðfestingar á falsinu
má nefna, að Staðarfell er í bréfinu
kallað Meðalfellsstaður, en fyrir því
eru ekki aðrar heimildir. Einnig er á
s. 120 í Úrskurðinum vitnað í sama
falsbréf. Ekki er síður undrunarefni,
að í framhaldi af falsbréfinu er
samkomulag frá 4. sept. 1921 „um
landamerki á milli jarðanna Stóru-
Tungu og Orrahóls.“ Ekki verður
séð hvernig þau merki ættu að
geta komið Flekkudal við. Með
sama rétti hefði átt að birta dóm
um landamerki milli Orrahóls og
Svínaskógs frá 1922 úr jarðaskjölum
Dalasýslu. Bóndinn á Orrahóli stóð
mjög í landamerkjamálum, en deildi
samt ekki um landamerki uppi á
Tungumúla.
Stóri-Vatnshornsmúli og
Jörfaafréttur
Í lok greinar í Bændablaðinu 9. júní
2016 sagði ég að ekki yrði mögulegt
að á þeim svæðum sem eftir er að taka
til meðferðar, einkum á Vestfjörðum
og Austfjörðum, yrði hægt að
krefjast að stór svæði yrðu gerð að
þjóðlendum. Því var niðurstaðan
spurningin:
„Myndi slíkt borga sig og væri
ekki affarasælast að segja stopp?“
Það má segja að eftir því hafi að
nokkru verið farið í Úrskurðum
óbyggðanefndar því að aðeins voru
samþykkt tvö svæði af þrettán. Ekki
er ástæða til að hafa mörg orð um lítið
„landsvæði vestan Skothryggs“, sem
úrskurðað er þjóðlenda í fyrrnefndum
Úrskurði óbyggðanefndar s.
199. Aftur á móti verður rætt um
Úrskurð óbyggðanefndar. Mál
nr. 2/2016 Haukadalshreppur og
Miðdalahreppur austan Miðár. Þar eru
Stóri-Vatnshornsmúli og Jörfaafréttur
úrskurðaðar þjóðlendur. Um Stóra-
Vatnshornsmúla segir (s. 315): „telur
óbyggðanefnd að ekki hafi verið í ljós
leitt að á Stóra-Vatnshornsmúla hafi
stofnast til eignarlands með námi“.
Um Jörfaafrétt segir (s. 349):
„Eins og áður er getið verður
ekki ráðið af fyrirliggjandi
landnámslýs ingum hvor t
ágreiningssvæðið hafi verið numið,
en staðhættir og fjarlægðir mæla því
þó ekki í mót.“
Hér leggur óbyggðanefnd mikið
upp úr Landnámu um upphaf
byggðar. Staðfræði hennar hefur mest
og nákvæmast rannsakað Haraldur
Matthíasson, ferðaðist hann um allt
land og birtust niðurstöður hans í
bókinni Landið og Landnáma 1982,
þ. e. allmörgum árum áður en orðið
„þjóðlenda“ var búið til. Haraldur
sagði s. 52:
„Allvíða á landinu hagar þannig
til, að ekki er mjög mikil óbyggð
að baki byggðar, svo að auðsætt
virðist, að landnám ná þar saman.
Þannig er t. d. um Snæfellsnes,
Dali, Vestfjörðu, Skaga, hálendið
milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar,
Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu,
Tjörnes, Melrakkasléttu, Austfjörðu
og víðar. Þarna hljóta landnámin að
hafa náð saman uppi á hálendinu,
land verið numið milli fjalls og fjöru,
einnig þar sem háfjöll eða jöklar
eru skammt að baki byggðar, t. d.
í Austur-Skaftafellssýslu og undir
Eyjafjöllum.“
Niðurstaðan af þessum viðamiklu
rannsóknum Haralds Matthíassonar
er, að ekki neitt landssvæði í Dölum
og miklu víðar hefur verið ónumið
eftir landnám. Reyndar sýnist það
augljóslega stangast á við heilbrigða
skynsemi, að Stóri-Vatnshornsmúli
og Jörfaafréttur hafi getað verið undir
annars konar eignarrétti en önnur
landssvæði þar í kring.
Þorleifsstaðir og byggð til fjalla
Í Jarðabók Árna og Páls (VI. s. 54)
segir: „Í afrjettinni þar hjá, í þeim
parti, sem Jörfa hálfkirkju tilheyrir, er
sagt verið skuli hafa í gamaldaga bær,
kallaður Þorleifsstader.“ Í Úrskurði
stendur um þetta (s. 348) „... útilokað
... að slá nokkru föstu um hvort þar
hafi verið búseta.“ Síðar segir (s. 349)
„... útilokað að fallast á kröfu um
beinan eignarrétt á ágreiningssvæðinu
á grundnvelli munnmæla sem ekki
voru skráð fyrr en löngu eftir að hinni
ætluðu búsetu á að hafa verið lokið.“
Því er hér til að svara að á mörgum
stöðum í Dölum eru öruggar heimildir
um að byggð hefur verið á svæðum
þar sem líkt hagar til. Má þar nefna
Flekkudal, Vatns-Þverdal, Villingadal
á Skarðsströnd, land Hvols á
Svínadal. Liggur beint við að ætla
að sama hafi átt við um Þorleifsstaði.
Í raun er ákaflega sérkennilegt, frá
leikmannssjónarmiði í lögum, að
ríkið skuli njóta vafans en ekki sá
aðili, sem alltaf hefur talið sig vera
eiganda svæðisins.
Byggð var til fjalla og langt
inn til landsins snemma. Sigurður
Þórarinsson sagði 1976 í greininni
„Gjóskulög og gamlar rústir“ í
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
(s. 35): „Svo virðist sem byggð
hafi allvíða snemma, eða á tíundu
öld og sumstaðar jafnvel þegar á
landnámsöld náð að teygja sig lengra
inn í landið en hún hefur nokkru sinni
síðar gert“. Í greininni „The Reykholt
Shieling Project: Some Preliminary
Results“ í bókinni Viking Settlements
and Viking Society 2011 (s. 172)
segir Guðrún Sveinbjarnardóttir,
að samkvæmt fornleifarannsóknum
í Geitlandi hafi hafist þar byggð á
níundu öld, en í Reykholti ekki fyrr
en um 1000. Allar aðrar rannsóknir
benda í sömu átt.
Afréttareign
Í úrskurðarorðum (s. 384) stendur að
bæði svæðin, Stóri-Vatnshornsmúli
Umrætt svæði í Flekkudal í Dölum sem markað er bláum línum og litla svæðið vestan Skothryggjar sem markað
er rauðum útlínum.
Einar G. Pétursson. Hundadalur.