Bændablaðið - 04.10.2018, Síða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 51
því hvernig eigi að blanda saman
fóðurefnunum sem heilfóðrið er
gert úr. Þannig fá bændurnir ekki
einungis uppskrift sem inniheldur
magn mismunandi hráefna heldur
einnig í hvaða röð eigi að blanda
þeim saman.
Rakt fóður
Þegar bændur búa til samanþjappað
heilfóður er vothey grunnur
blöndunnar og þarf að blanda
það vel þannig að öll stráin séu
í raun laus frá hvert öðru. Óháð
því hvaða öðrum fóðurefnum er
blandað í heilfóðrið, þá þarf að
blanda þeim það vel í fóðrið að
þau „hverfi“ og sé einhvers konar
köggluðu fóðri blandað út í þurfa
allir kögglar að hafa leyst upp. Þá
er afar mikilvægt að blandan sé
vel rök og oft þarf því að blanda
töluvert miklu vatni út í hana.
Þannig eigi að miða við 36-40%
þurrefni eftir því hvaða tegund
af blandara er notaður. Það þarf
að skammta vatnið af mikilli
nákvæmni en sé sett of lítið vatn
næst ekki tilætlaður árangur og
sé sett of mikil vatn fellur átlyst
kúnna!
Vatnið sett fyrst
Sé horft til blöndunaraðferðarinnar
þá á, þegar samanþjappað
heilfóður er búið til, að setja fyrst
vatn blöndunnar í blandarann og þá
það kögglaða fóður sem notað er í
blönduna. Þetta er svo látið liggja
í blandaranum í eina klukkustund
að lágmarki og oftast er þetta látið
standa yfir nótt. Þegar kögglarnir
hafa verið leystir upp að fullu er
steinefnum og vítamínum blandað
út í og síðan votheyinu og öðru
trénisfóðri og blandað í 15–20
mínútur.
Erlendis, þar sem algengt er að
nota maísvothey einnig, er endað
á því að setja það út í blönduna.
Með því að gera þetta í þessari
röð blandast næringarefnin saman
og setjast á strá votheysins og fá
kýrnar þannig jafnari gæði með
hverri tuggu.
Blanda lengi
Danir leggja til að bændur hræri
vel upp í fóðrinu með blöndurum
sínum og að engin hætta felist í
að blanda of lengi sé þessi aðferð
notuð þar sem stubblengdin skipti
ekki höfuðmáli.
Mörg vandamál fylgi því hins
vegar ef blandað er í of stuttan tíma
og einnig hafi komið í ljós að sumir
blandarar ráða ekki almennilega
við hið samanþjappaða heil-
fóður þar sem það er svo fíngert.
Dönsku ráðunautarnir hafa því
þróað einfaldar lausnir sem
henta fyrir alla þekkta blandara á
markaðinum og þannig geta því
allir tekið upp þessa aðferð.
Magnaður árangur
Þeir bændur sem hafa skipt um
aðferð við að blanda sitt heilfóður
við það að fara úr hefðbundinni
aðferð við heilfóðurgerð yfir
í þessa dönsku aðferð hafa náð
mögnuðum árangri. Þannig
sýna tilraunaniðurstöður að nyt
kúa eykst að jafnaði um 1,5 kg
á dag af orkuleiðréttri mjólk.
Þá sýna langtímarannsóknir að
nytaukningin heldur áfram amk.
í tvö ár, þ.e. þessi bú bæta betur
við sig en þau bú sem voru í
samanburðarhópi og notuðu ekki
samanþjappað heilfóður.
Skýringin felst bæði í jafnara
fóðri kúnna og þar með betra
jafnvægi á vambarstarfseminni en
einnig að kýrnar éta mun jafnar
enda læra þær fljótt að það er ekki
eftir neinu að slæðast með því að
leita í fóðrinu – það er allt saman
nákvæmlega eins! Bændurnir tala
einnig um að kýrnar virki saddari
og nefna sem dæmi að þegar
komið er með nýtt fóður þá ryðjist
þær ekki að fóðurganginum eins
og áður, heldur taki því með ró.
Fóðureftirlit mikilvægt
Lykillinn að góðum árangri við
heilfóðurgerð er að viðhafa gott og
reglubundið fóður-eftirlit. Á stærri
búum gera bændur eða starfsmenn
þeirra þetta sjálfir, en líklega er
algengast að fóðurráðgjafar sjái
um þennan þátt. Heilfóðrið er þá
vegið og metið reglulega á búinu
sjálfu, oftast með svokallaðri Penn
State Shaker Box aðferð. Með
þeirri aðferð er heilfóðrinu skipt
niður í grófleikaflokka til þess að
meta blöndunargæði þess. Síðan er
líklega algengast að fóðrið sé metið
með einföldu NIR-tæki (Near
Infrared Reflectance) en tækið
metur gæði fóðursins og bóndinn
getur því fengið upplýsingar á
staðnum um heilfóðrið sem búið
var til og hvort það sé í samræmi
við væntingar.
Það er erfitt að segja
nákvæmlega til um það hve stórt
kúabúið þarf að vera til þess að það
borgi sig að skipta yfir í heilfóður
með öllum þeim stofnkostnaði sem
slíkri fóðurblöndun fylgir. Það er
þó full ástæða fyrir kúabændur
að skoða þennan valkost vel með
rekstrarráðgjafa búsins og reikna
út fyrir viðkomandi kúabú hvort
fjárfesting í heilfóðurbúnaði geti
skilað tilætluðum árangri. Við þá
útreikninga ætti einnig að horfa til
hinnar dönsku heilfóðuraðferðar
enda gæti hún, að því gefnu að
aðferðin hafi sambærileg áhrif á
íslenskar kýr og á erlendar frænkur
þeirra, gjörbreytt niðurstöðum
hagkvæmnisútreikninganna.
Hyrjarhöfði 8 110 Reykjavík
sími: 577-1090
Við
Önnumst
150 db FLAUTA
VERSLUN, VERKSTÆÐI, LEIGA & NÁMSKEIÐ
KRÓKHÁLSI 6 - S: 566-6666 - DRONEFLY.IS
FLAUTAN ER KOMIN!
ilbb . s obcF ea ok