Bændablaðið - 09.05.2018, Side 2
2 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
Lýsing í gróðurhúsum:
Spurning hvor afurðir standi
undir lýsingakostnaðiÍ lok 1. ársfjórðungs 2018 bjuggu alls 350.710 manns á Íslandi,
178.980 karlar og 171.730 konur.
Samkvæmt þessu vantar 7.250
konur á Íslandi svo að jafnræði
sé á milli kynja.
Landsmönnum fjölgaði um 2.120
á ársfjórðungnum eða um 0,6%. Á
höfuðborgarsvæðinu bjuggu 224.000
manns en 126.710 utan þess.
Alls fæddust 970 börn á
1. ársfjórðungi 2018, en 600
einstaklingar létust. Á sama tíma
fluttust 1.740 fleiri einstaklingar
til landsins en frá því. Aðfluttir
einstaklingar með íslenskt ríkisfang
voru 20 umfram brottflutta.
Aðfluttir erlendir ríkisborgarar
voru 1.720 fleiri en þeir sem fluttust
frá landinu. Fleiri karlar en konur
fluttust frá landinu.
Danmörk var helsti áfangastaður
brottfluttra íslenskra ríkisborgara
en þangað fluttust 150 manns á
1. ársfjórðungi 2018. Alls fluttust
560 íslenskir ríkisborgarar frá
landinu og af þeim fluttust 370 til
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar.
Af þeim 810 erlendu ríkisborgurum
sem fluttust frá landinu fóru flestir
til Póllands, 300 manns.
Flestir aðfluttir íslenskir
ríkisborgarar komu frá Danmörku
(190), Noregi (120) og Svíþjóð (90),
samtals 400 manns af 580. Pólland
var upprunaland flestra erlendra
ríkisborgara en þaðan fluttust 770
til landsins af alls 2.530 erlendum
innflytjendum. Litháen (Lietuva)
kom næst, en þaðan fluttust 320
erlendir ríkisborgarar til landsins.
Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu
39.570 erlendir ríkisborgarar á
Íslandi. /VH
Garðyrkjubændur sem nota
lýsingu í gróðurhúsum standa
frammi fyrir þeirra spurningu
hvort afurðaaukningin vegna
lýsingarinnar standi undir
kostnaði.
Í búvörusamningnum er stefnt
að því að endurgreiða bændum
allt að 95% af flutningskostnaði
raforku. Það sem af er þessu ári hefur
endurgreiðslan verið 63%.
Gunnar Þorgeirsson, garðyrkju-
bóndi í Ártanga í Grímsnesi og
formaður Sambands garðyrkju-
bænda, segir að í búvöru-
samningnum sé stefnt að allt að
95% niðurgreiðslu á flutningi á
raforku til garðyrkjubænda vegna
gróðurhúsalísingar. „Á síðasta
ári var niðurgreiðslan 73% af
flutningskostnaðinum og að
hluta til voru það fjármunir sem
áttu að fara til að niðurgreiða
flutningskostnaðinn á þessu ári,
2018. Miðað við fyrstu mánuði þessa
árs er endurgreiðsluhlutfallið ekki
nema 63%.“
Heildarupphæðin til niðurgreiðslu
á flutningskostnaði raforku vegna
gróðurhúsalýsingar garðyrkjubænda
samkvæmt fjárlögum á síðasta ári
var 270 milljónir en af þeirri upphæð
fóru 30 milljónir inn á þetta ár. Eftir
stóðu því 240 milljónir.“
Spurning um kostnað
„Gunnar segir að hver og einn
garðyrkjubóndi verði að meta það
í kostnaðarrekstri hvort það svari
kostnaði að lýsa húsin eða ekki og
ég veit að nokkrir hafa komist að
þeirra niðurstöðu að það borgar sig
alls ekki.
Það er ekki almenn stefna
Sambands garðyrkjubænda að menn
eigi að hætta að lýsa húsin hjá sér en
að sjálfsögðu er umræða um það í
gangi á milli þeirra sem eru að nota
lýsingu.
Vandinn er sá að þegar
endurgreiðsluhlutfallið er komið
niður í 63% þá er orðið spurning
um hvort afurðirnar sem verið
er að framleiða standi undir
lýsingakostnaðinum.“
Föst upphæð samkvæmt
búvörusamningnum
Lýsingakostnaður garðyrkjubænda
hefur verið í umræðunni í mörg ár.
„Allt þar til við gerðum síðustu
búvörusamninga þurftu garðyrkju-
bændur að semja við fjárlaganefnd
um endur greiðsluupphæðina á
hverju ári.
Samkvæmt núgildandi búvöru-
samningi er um að ræða fasta
krónutölu, 280 milljónir, sem
á að fara til niðurgreiðslu á
flutningskostnaði raforkunnar og
eftir því sem lýsingin eykst lækkar
endurgreiðsluhlutfallið.
Ekki hjálpar heldur til þegar
búið er að eyða hluta fjármagnsins
fyrirfram,“ segir Gunnar.
Flutningskostnaður á raforku
hefur hækkað umtalsvert
„Hvað verð á raforku varðar hefur
í mörg ár verið reynt að semja við
raforkusala um að garðyrkjan fái raf-
orkuna á sama verði og aðrir stór-
kaupendur. Því miður er sú umræða
gersamlega strand sem stendur í
gjaldskrá rafveitnanna og ekki vilji
hjá þeim að koma til móts við garð-
yrkjubændur um lækkun hennar.
Flutningur á raforku hefur einnig
hækkað umtalsvert á síðustu árum
og langt umfram annað verðlag og
sérstaklega gjaldskrá Landsnets.
Það segir sig sjálft að þegar
flutningskostnaðurinn hækkar á móti
fastri tölu endurgreiðsluhlutfallsins
verður minna til skiptanna,“ segir
Gunnar Þorsteinsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda, að
lokum. /VH
Hagstofa Íslands:
Skortur á
konum
Raforkumál garðyrkjunnar:
Iðnaðarráðherra skipar starfshóp
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
skipaði nýverið starfshóp sem
ætlað er að fara yfir raforkumál
garðyrkjunnar.
Samkvæmt skipunarbréfinu er
hlutverk starfshópsins að kortleggja
þróun framleiðslukostnaðar
garðyrkju bænda og hlut raforku
í honum, kortleggja þróun
gjaldskrárbreytinga, taxta og
niðurgreiðslna vegna raforku-
notkunar garðyrkjubænda og
bera saman við nágrannalönd.
Kanna möguleika til aukinnar
nýsköpunar, þróunarverkefna og
samstarfs sem byggir á sérstöðu
garðyrkju, sem m.a. geti leitt til
lægri framleiðslukostnaðar, (til
dæmis orkusparnað með innleiðingu
LED lýsingar) Einnig að kanna
hvaða möguleikar og verðmæti
kunni að felast í kolefnisfótspori
garðyrkjunnar, eða öðrum
loftslagstengdum áherslum. Til
dæmis þátt upprunaábyrgða í því
samhengi og kostnað af þeim ef
einhver er.
Starfshópinn skipa
Starfshópinn skipa Ásmundur
Friðriksson, alþingismaður, formaður,
Knútur Rafn Ármann, tilnefndur af
Sambandi garðyrkju bænda, Gunnar
Þorgeirsson, tilnefndur af Sambandi
sunn lenskra sveitarfélaga, dr.
Guðbjörg Óskarsdóttir, tilnefnd af
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Pétur
E. Þórðarson, tilnefndur af RARIK.
Bakgrunnsupplýsingar fyrir
starfshópinn
Í skipunarbréfi starfshópsins kemur
fram að raforkumál garðyrkjubænda
hafa um langt skeið verið til
umræðu og skoðunar, enda raforka
stór þáttur í rekstrarkostnaði hjá
garðyrkjubændum.
Garðyrkjubændur hafa frá árinu
2005 haft samning við stjórnvöld um
að ríkisvaldið greiði niður flutning
og dreifingu á raforku til lýsingar
í ylrækt. Í reynd hefur þetta verið
þannig að garðyrkjubændur greiða
fyrir notkun orkunnar en ríkið hefur
greitt flutning og dreifingu niður um
95%. Fjárlagaliðurinn heyrir undir
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
og hefur atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið áskilið sér rétt til að breyta
hlutfalli niðurgreiðslna til samræmis
við fjárveitingar á Alþingi hverju
sinni.
Upphaflega var niðurgreiðslu-
hlutfallið 95% en fór lækkandi og
var árið 2013 komið í 76% í þéttbýli
og 84% í dreifbýli. Árið 2014
voru niðurgreiðslurnar auknar á
fjárlögum og fór hlutfallið þá í 87%
í þéttbýli og 92% í dreifbýli. Árið
2017 var hlutfallið 86% í þéttbýli
og 91% í dreifbýli. Í lok árs 2017
var garðyrkjubændum tilkynnt að
niðurgreiðsluhlutfall í þéttbýli verði
64,8% og dreifbýli 69,2% frá 1.
janúar 2018.
Þrenns konar kostnaðarþættir
Raforkuverð til garðyrkjubænda
samanstendur af þremur þáttum,
flutningi, dreifingu og sjálfri
orkunni. Flutningskostnaður er
eins fyrir alla. Það sem hefur verið
til skoðunar er hvernig unnt sé
að lækka kostnað við dreifingu
raforkunnar.
Til þess hafa í grunninn verið
tvær leiðir. Önnur er sú að auka
framangreindar niðurgreiðslur með
viðbótarframlagi úr ríkissjóði. Hin
leiðin er sú að reyna að hafa áhrif
á gjaldskrársetningu dreifiveitna,
til dæmis með því að breyta
reglugerðum.
Með reglugerðarbreytingu nr.
259/2012 var komið til móts við
óskir garðyrkjubænda varðandi
skilgreiningar á þéttbýli og
dreifbýli, sem leiddi til aukins
möguleika garðyrkjubænda að vera
á hagstæðari gjaldskrá dreifiveitna.
Frekari hugmyndir um
reglugerðarbreytingar hafa verið
ræddar en hafa ber í huga að
jafnræðissjónarmið raforkulaga
setja ákveðnar skorður í þessu
sambandi og erfitt út frá
almennum jafnræðisreglum,
og raforkutilskipunum ESB, að
heimila sér gjaldskrá fyrir einn hóp
raforkunotenda.
Aðrar leiðir
Um nokkurt skeið hafa verið til
skoðunar aðrar leiðir en auknar
niðurgreiðslur eða sérsniðnar
reglugerðarbreytingar, til að
mæta þörfum og sjónarmiðum
garðyrkjubænda. Bent hefur verið
á að til lengri tíma er óheppilegt
að þessi atvinnugrein sé háð
árlegum ákvörðunum Alþingis um
niðurgreiðslur og að sama skapi eru
lagaleg takmörk fyrir því hversu
mikið hægt er að sérsmíða regluverk
gjaldskrármála dreifiveitna fyrir
einn viðskiptavinahóp. Hafa ber
í huga að dreifiveitur eru háðar
tekjumörkum sem þeim eru settar
af sjálfstæðu raforkueftirliti
Orkustofnunar og hefur ráðuneytið
enga aðkomu að því ferli. /VH
FRÉTTIR
Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnesi og formaður Sambands garðyrkjubænda.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ásmundur Friðriksson alþingis-
maður, formaður starfshóps um
raforkumál garðyrkjunnar.
Þessa dagana
berast bændum
reikningar vegna
notkunar á
forritum Bænda-
s a m t a k a n n a .
Athygli er
vakin á því að
til þess að njóta
afsláttarkjara á
hugbúnaði þurfa bændur að hafa
borgað félagsgjöld í BÍ.
Búið er að senda út reikninga
vegna árgjalds á Dk-Búbót og
tveggja mánaða af hýsingu en
fljótlega fá notendur Jarðar, Huppu,
Fjárvís og Heiðrúnar reikninga í sinn
heimabanka.
Þeir bændur, sem hafa ekki
ennþá gert upp félagsgjöldin, eru
hvattir til þess. Nýjum félögum
er bent á að skrá sig á bondi.
is eða hafa samband símleiðis.
Þjónustufulltrúar Bændasamtakanna
svara fyrirspurnum í netfangið
bondi@bondi.is og í síma 563-0300.
Félagsmenn
BÍ fá afslátt
Umboðsmaður Alþingis hefur
lagt fram álit um að ráðning
erlendra dýralækna af hálfu
Matvælastofnunar til starfa í
opinberri þjónustu fullnægi ekki
skilyrði laga um að þeir hafi vald
á íslenskri tungu.
Hlutfall erlendra dýralækna í
störfum hjá stofnuninni hefur aukist
á undanförnum árum þar sem ekki
hefur tekist að ráða íslenskumælandi
dýralækna í tiltekin störf. Það
er mat MAST að án ráðningar
erlendra dýralækna geti hún ekki
sinnt skyldum sínum og án viðveru
opinbers dýralæknis geti sláturhús
ekki starfað. Bregðast þurfi við og
skoða leiðir til úrbóta.
Erlendir dýralæknar