Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
Skeifudagurinn, keppni nemenda í
reiðmennsku II við LbhÍ, fór fram á Mið-
Fossum í Skorradal fyrsta dag sumars.
Að hátíðinni stendur Hestamannafélagið
Grani á Hvanneyri og fór dagurinn fram
eins og best er á kosið.
Nemendur á Hvanneyri hófu daginn með
fánareið ásamt kennara og hélt Sæmundur
Sveinsson, rektor LbhÍ, stutta ræðu.
Töltgrúbba, sem telur 30 konar búsettar á
Vesturlandi, voru með glæsilegt atriði og
þá sýndu nemendur á Hvanneyri hvað þeir
hafa verið að læra um veturinn.
Nemendur í Reiðmanninum kepptu um
Reynisbikarinn.
Að lokinni dagskrá á Mið-Fossum var
kaffihlaðboð í Ásgarði á Hvanneyri þar sem
hið vinsæla folatollahappdrætti fór fram þar
sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa
að leiða hryssu sína undir hina ýmsu
stóðhesta og búa til framtíðargæðinga.
Um 200 miðar seldust enda til mikils að
vinna fyrir áhugasamt hestafólk.
Aðstandendur að keppninni voru
ánægðir með daginn en í ár er hann
haldinn í 62. sinn. Forseti Íslands, Guðni
Th. Jóhannesson, mætti á hátíðina ásamt
börnum sínum og veitti m.a. sigurvegurum
verðlaunin.
Gunnarsbikarinn er gefinn til minn-
ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrverandi
hrossaræktarráðunaut, en nemendur keppa
í fjórgangi. Úrslit voru eftirfarandi:
1. Heiðar Árni Baldursson
2. Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir
3. Ágúst Gestur Guðbjargarson
4. Daníel Atli Stefánsson
5. Dagrún Kristinsdóttir
Félag tamningamanna gaf verðlaun
þeim nemanda sem þykir sitja hest sinn
best og þau verðlaun hlaut Heiðar Árni
Baldursson.
Eiðfaxabikarinn hlaut Rebekka Rún
Helgadóttir en hann er veittur þeim
nemanda sem hlýtur hæstu einkunn í
bóklegum áfanga (hestafræði).
Framfaraverðlaun Reynis eru veitt
þeim nemanda sem sýnt hefur hvað mest-
an áhuga, ástundun og tekið hvað mestum
framförum í reiðmennsku. Þau verðlaun hlaut
Daníel Atli Stefánsson.
Morgunblaðsskeifuna hlaut Gunnhildur
Birna Björnsdóttir en önnur sæti skipuðu:
2. Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir
3. Heiðar Árni Baldursson
4. Dagrún Kristinsdóttir
5. Ágúst Gestur Guðbjargarson
Reiðmannsnemendur keppa um Reynis-
bikarinn sem gefinn er af fjölskyldu
Reynis Aðalsteinssonar, upphafsmanns
Reiðmannsnámskeiðsins. Úrslitin fóru þannig:
1. Sigurður Halldórsson
2. Ágústa Rut Haraldsdóttir
3. Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
4. Elfa Hrund Sigurðardóttir
5. Bragi Birgisson
Skeifudagurinn 2018 á Mið-Fossum
Í þessum vísnaþætti verður gripið til gamalla vísna. Ýmsir muna eftir spurningaþáttunum „Sýslurnar svara“.
Hagyrðingar voru þar á palli ásamt
keppendum. Auðunn Bragi Sveinsson
var meðal hagyrðinga:
Eg er kominn upp á svið
ofurlítið smeykur,
þó skal reyna að þumbast við,
þetta er bara leikur.
Eftir Benedikt Bjarnason, bónda í
Sandfellshaga, eru næstu tvær stökur:
Strjálast gróður, stækkar svið,
streymir móða að Unni,
tekur hljóða heiðin við,
hrekkur ljóð af munni.
Drottinn þá hin duldu mögn
draumabláu sala,
heyra má í heiðaþögn
hvernig stráin tala.
Í áþekkum anda er þessi vísa Benedikts
Valdemarssonar frá Þröm:
Styttist heiðin bungubreið,
byltist skeið við ögur.
Leið um sneiðing gerist greið,
grundin beið mín fögur.
Hagyrðingar hafa skemmt sér við að botna
alþekktar vísur upp á ný. Friðjón Ólafsson
prjónaði svo neðan við:
„Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi“.
Þá var amma ekki dauð
og allt í himnalagi.
.
Og Helgi Sæmundsson botnaði þannig
hina alþekktu vísu sem flestir eigna Árna
Böðvarssyni:
„Ætti ég ekki vífa val
von á þínum fundi“,
gæti ég lesið Gunnar Dal
og Guðrúnu frá Lundi.
Endalaust má finna gullkorn Bjarna frá Gröf.
Vísurnar verða hans það sem eftir lifir þáttar:
Ég er ekki eins og þú
aurasjúkur talinn.
Kommúnista tók ég trú
til að dýrka Stalin.
Vanti skjól á veginn þinn
veðrið hátt þá dynur,
guðaðu á gluggann minn
gamli æskuvinur.
Þessa orti Bjarni um konu eina sem giftist
frönskum manni:
Gudda fékk sér franskan titt,
fór hann vel á maga,
betri engan hafði hitt
hún um sína daga.
Æskudaga endurskin
oft ég hljóður kanna,
heyri í fjaska hófadyn
horfnu kynslóðanna.
Vanalega vísan hálf
verður illa kveðin,
ef hún kemur ekki sjálf
eins og hjartagleðin.
Þeir sem horfa alltaf á
annarra manna lesti,
þeim er ekki sælt að sjá
sína eigin bresti.
Fyrir þá sem reyna að rota
réttlæti og dómgreind manns,
móðins er það nú að nota
nýju fötin keisarans.
Þó mörgum finnist lífið ljótt,
lánið flesta svíki,
vilja ósköp fáir fljótt
fara í himnaríki.
Úr því geðið eldast fer
allt er séð til baka.
Forna gleði færir mér
fallega kveðin staka.
Fánareið nemenda á Skeifudegi nemenda í reiðmennsku II við LbhÍ á fyrsta degi sumars. Myndir / Árdís H. Jónsdóttir
LÍF&STARF
Allir nemendur í reiðmennskuáfanga búfræðibrautar ásamt Heiðu Dís Fjeldstedt reiðkennara
sínum.
Gunnhildur Birna Björnsdóttir, vann Morgun-
-
laun í 61 ár.
Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunaut.
Aðalsteinssonar, upphafsmanns Reiðmannsins við LbhÍ.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
MÆLT AF
MUNNI FRAM