Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Svínabændur ósáttir við framkvæmd breytinga á Bjargráðasjóði: Formaður bindur vonir við að farsæl lausn fáist Á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands í fyrri viku var samþykkt að breyta nafni félagsins í Félag svínabænda. Í skýrslu Ingva Stefánssonar, formanns kom fram hörð gagnrýni á niðurlagningu búnaðardeildar Bjargráðasjóðs og fyrirhugaðar úthlutarreglur í nýjum Velferðarsjóði BÍ. Telur formaður að svínabændur muni tapa þar 40 milljónum af framlagi sínu í Bjargráðasjóð. „Mig langar að byrja á að koma inn á samskipti okkar við BÍ. Því miður verður það að segjast eins og er að þau þyrftu að vera í betri farvegi. Nýjasta dæmið sem mig langar að upplýsa fundinn um er hvernig staðið var að því að leggja niður búnaðardeild Bjargráðasjóðs. Inni í sjóðnum voru um 115 milljónir sem bændur í viðkomandi búgreinum höfðu greitt til að bæta fyrirsjáanlegt búfjártjón. Þar af var hlutur svínabænda rúmar 40 milljónir, eða 35% af heildarfé, eða langt umfram allar aðrar búgreinar.” Að mestu tapað fé „Ákveðið hefur verið að stofna svokallaðan Velferðarsjóð BÍ sem mun fá þessa fjármuni til sín. Því miður láðist í öllu þessu ferli að upplýsa okkur um þá miklu fjármuni sem við áttum þarna inni. Ljóst má vera m.v. hvernig til stendur að ráðstafa fjármunum úr þessum nýja sjóði að þetta er að mestu tapað fé sem svínabændur greiddu sannanlega inn til Bjargráðasjóðs á sínum tíma. En í lögum um Bjargráðasjóð segir m.a. „Við niðurlagningu búnaðar- deildar Bjargráðasjóðs er heimilt að ráðstafa eignum deildarinnar til Bændasamtaka Íslands. Ráðstöfunin er bundin því skilyrði að Bændasamtökin nýti fjármunina í sama tilgangi og áður fólst í hlutverki búnaðardeildar.“ Einnig kemur fram í samþykktum Velferðarsjóðs að „Æðsta vald í málefnum Velferðarsjóðsins er stjórn Bændasamtaka Íslands. Reglum þessum má breyta fyrirvaralaust af stjórn Bænda- samtakanna.“ Því var óskað eftir að fjármunir yrðu endurgreiddir til búgreinafélaga í hlutfalli við inneign þeirra. Því hefur nú verið hafnað af hálfu stjórnar BÍ. Að mínu mati er tvennt sem stendur upp úr í þessu ferli. Það fyrra er að lög verða brotin af hálfu BÍ m.v. hvernig til stendur að úthluta úr hinum nýja sjóði. Hitt er að ef vilji er til staðar getur stjórn BÍ auðveldlega skilað þessum fjármunum til þeirra sem greiddu þá á sínum tíma. En viljinn þarf að vera til staðar.“ Bindur vonir við farsæla lausn „Ég var tvístígandi með að fara með þetta mál inn á fundinn en vissi að mér bæri skylda til að upplýsa ykkur um þessa stöðu. Innbyrðis ágreiningur á milli BÍ og einstakra búgreinafélaga er það sem við þurfum síst á að halda þessi misserin. Ég bind eftir sem áður vonir við að farsæl lausn fáist í þessu máli.“ Mikilvægt að hafa öflug regnhlífarsamtök Það er okkur svo mikilvægt að hafa öflug regnhlífarsamtök fyrir landbúnaðinn sem talar einni röddu fyrir okkur öll. Það er því líka ánægjulegt að segja frá því að BÍ í samstarfi við mörg búgreinafélög þ.m.t. okkar er að láta óháða aðila meta hvaða áhrif hráakjötsdómurinn svokallaði komi til með að hafa á innlendan landbúnað. Þar hef ég skynjað mikinn samtakamátt og að allir séu að stefna í sömu átt. Það er freistandi hér í þessum hópi að kenna forystu BÍ um flest það sem okkur finnst fara aflaga í samskiptum okkar á milli. Við þurfum samt að líta okkur nær og sjá hvað við getum gert til að bæta samskiptin. Traust þarf að vera til staðar og vonandi kemur það til með aukast á milli aðila.“ /HKr. Á aðalfundi Svínaræktar félags Íslands kom fram í ræðu for- manns að óskað hafi verið eftir því á síðastliðnu sumri við eggja- og kjúklingabændur að þessi búgreinafélög ásamt svínabænd- um myndu ráða sér sameigin- legan framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri yrði jafn framt talsmaður þessara búgreina. Sú vinna hafi að mati formanns gengið hægar en vonir stóðu til en nú væri loks að sjást til lands í því. „Vonandi getum við auglýst eftir starfsmanni strax í næsta mánuði,“ sagði Ingvi Stefánsson. /HKr. Svína-, eggja- og kjúklingabændur: Ráða sameiginlegan framkvæmdastjóra FRÉTTIR Frá aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands sem fær nú nafnið Félag svínabænda. Mynd / HKr. Íslensk svínarækt með metnaðarfyllstu löggjöf í heimi og líklega sú eina í Evrópu sem er enn laus við ofurbakteríur: Geldingar í svínarækt nær aflagðar á Íslandi – líklega einsdæmi í heiminum Ingva Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir neytendur ekki nógu upplýsta um að geldingar á grísum séu nánast aflagðar á Íslandi. Þá séu dýrin laus við fjölónæmar bakteríur og íslenskir svínabændur hafi verið að innleiða ásamt Norðmönnum metnaðarfyllstu löggjöf í heimi þegar kemur að velferð svína. Ingvi sagði á aðalfundi Svínaræktarfélagsins nýverið að svína bændur kvörtuðu gjarnan undan óvæginni umræðu í sinn garð og finnist ómaklega að þeim vegið í opinberri umræðu. „Við verðum hins að viðurkenna að á sama tíma höfum við ekki staðið okkur í því að upplýsa fyrir hvað við stöndum. Það er nefnilega svo ótrúlega margt jákvætt við okkar framleiðslu sem við gleymum að segja frá,“ sagði Ingvi. „Nýjasta dæmið eru upplýsingar frá Matvælastofnun þar sem enn og aftur er staðfest eftir sýnatökur í sláturhúsum í byrjun þessa árs að fjölónæma bakterían MRSA, eða MÓSA upp á okkar ylhýra, finnst ekki í íslenskri svínarækt. Erum við kannski eina landið í Evrópu sem er laust við þessa bakteríu í okkar búgrein? Hvað höfum við gert til að upplýsa neytendur um að við séum að taka upp metnaðarfyllstu löggjöf í heimi – ásamt Norðmönnum – þegar kemur að velferð svína? Geldingar aflagðar á Íslandi - líklega einsdæmi í heiminum „Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum, að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa batnað verulega að undanförnu.“ Neytendur hafa staðið með íslenskum svínabændum „Og síðast en ekki síst, neytendur. Þeir hafa nú aldeilis reynst okkur vel í gegnum tíðina. Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar og innfluttar hafa neytendur alltaf staðið með okkur í verki. Það hafa þeir gert með því að velja íslenskt svínakjöt í síauknum mæli síðustu áratugi. Vissulega hefur innflutningur á svínakjöti aukist mjög mikið á síðustu árum, en af hverju er það? Við höfum einfaldlega ekki annað eftirspurn. Það er því fyrst og síðast okkar að halda áfram að þjónusta neytendur þ.a. þeir geti haldið áfram að velja okkar vöru, því það vilja þeir svo sannarlega. Því endurtek ég: Það er svo ótrúlega margt jákvætt við okkar framleiðslu sem við gleymum að segja frá. Því er ég sannfærður um að ef okkur tekst að upplýsa neytendur um fyrir hvað við stöndum sé framtíðin björt,“ sagði Ingvi Stefánsson. /HKr. Ingvi Stefánsson í ræðustól á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands. „Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar Mynd / HKr. Undir yfirborðinu er ný íslensk heimildarmynd sem fjallar um sjókvíaeldi á laxi, á Íslandi og víðar í heiminum. Hún verður sýnd á RÚV sunnudaginn 13. maí klukkan 20.15. ,,Ástæðan fyrir því að þessi mynd er gerð er fyrst og fremst sú að það er gríðarlega mikilvægt að skýra út fyrir fólki hvers vegna laxeldi í opnum sjókvíum er svona hættulegt fyrir náttúru Íslands,“ segir Þorsteinn J., leikstjóri myndarinnar. ,,Það er í sjálfu sér enginn á móti laxeldi. Það er mengunin sem kemur frá fóðri og úrgangi frá laxinum sem er stórmál og svo sú staðreynd að það er norskur eldislax í kvíunum. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur ályktað að þessi norski lax sé skaðræði í íslenskri náttúru, framandi tegund og hvetur til þess að þetta sé stöðvað tafarlaust.“ Í Undir yfirborðinu er dregin upp skýr mynd af sjókvíaeldi og áhrifum þess á umhverfið og villta laxastofna. Það er rætt við fólk í fimm löndum, Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Íslandi, um reynslu þessara þjóða af sjókvíaeldi á laxi. ,,Það er merkilegt að allir segja nánast sömu söguna. Laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið stundað síðan 1970 í Noregi, með þeim afleiðingum að tveir þriðju villtra laxastofna hafa orðið fyrir verulegum skaða. Nýverið var laxeldi í opnum sjókvíum bannað í Seattle frá og með 2022. Sjókvíaeldi á laxi er á útleið og stóru laxeldisfyrirtækin eru að leita annarra leiða, annaðhvort að færa kvíarnar út á rúmsjó eða í kvíar á landi. Það sem hefur líka alveg gleymst í allri umræðu um þetta mál á Íslandi eru þær 1500 fjölskyldur á landinu sem eiga lax og silungsveiðirétt. Veiðin er stór hluti af tekjum bænda og alveg furðulegt að þeir skuli ekki hafa neina aðkomu að málinu. Laxeldi í opnum sjókvíum er raunverulega tifandi tímasprengja, það er verið að taka stórkostlega áhættu á því að skaða lífríki fjarðanna og villta laxastofna á Íslandi. Rétti tíminn til að staldra við og móta alvöru reglur um þessa starfsemi er núna. Svo ég vitni í orð sjónvarpsmannsins Jeremy Paxman hjá BBC sem er í viðtali í myndinni: ,,Ef þið Íslendingar leyfið erlendum fiskeldisfyrirtækjum að koma með þessa mengandi starfsemi sem sjókvíaeldi á laxi er til Íslands, þá eruð þið kjánar.“ Undir yfirborðinu – ný íslensk heimildarmynd: „Laxeldi í sjókvíum er tifandi tímasprengja“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.