Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
Unnið hefur verið að ljósleiðara-
væðingu Leiðarljóss ehf. í
Kjósar hreppi samfara umfangs-
miklum hitaveitu framkvæmdum
í gegnum Kjósarveitur ehf. sem
stofnaðar voru 2015. Hefur
ljósleiðaravæðingin þó tafist
m.a. vegna heimsmeistaramótsins
í knattspyrnu sem fram fer í
Rússlandi.
Samhliða lagningu á
hitaveitulögnum sem hófust
vorið 2016 var áveðið að leggja
rör í jörðu fyrir ljósleiðara. Það
verkefni er á vegum Leiðarljóss
ehf. sem stofnað var 2016 og er í
eigu sveitarfélagsins. Er hugsunin
að íbúar sveitarfélagins, fyrirtæki
og gestir, geti notið aðgangs að
nútímatækni í fjarskiptum. Einnig
samskiptum í gegnum ljósleiðara
ásamt aðgengi að sjónvarpsefni og
þar með beinum útsendingum af
knattspyrnuleikjum.
Tuðruspark tefur
ljósleiðaravæðingu
Guðmundur Davíðsson, bóndi í
Miðdal, er oddviti Kjósarhrepps
og formaður stjórnar Leiðarljóss
ehf. Hann staðfestir að
heimsmeistaramótið í knattspyrnu
sem hefst í Rússlandi í júní, hafi
haft áhrif á ljósleiðaravæðingu í
hreppnum.
„Við ætluðum að vera búnir
að leggja ljósleiðarann fyrir
heimsmeistaramótið, en það
er öruggt að það næst ekki. Á
síðastliðnu hausti var alheimsskortur
á ljósleiðaraefni. Var það m.a. talið
stafa af því að Rússar hafi keypt
upp alla ljósleiðarastrengi vegna
heimsmeistaramótsins. Því tafðist
það að við fengjum strengina til
okkar.“
Ljósleiðarinn kominn
Í nýjasta fréttabréfi Kjósar hrepps er
greint frá því að ljósleiðarastrengirnir
væru loks komnir í hús og hefja ætti
blástur þeirra í rörin um leið og frost
færi úr jörðu. Búist er við að það taki
um mánuð að draga ljósleiðarann
í rörin.
Kjósarhreppur hefur þegar lagt
til ljósleiðaraframkvæmdanna um
85 milljónir króna en verkefnið
hefur verið styrkt af ríkinu og
nemur þegar fenginn styrkur um 28
milljónum króna. Sótt hefur verið
um frekari styrki vegna verkefnisins
og má gera ráð fyrir því að frekari
styrkur af hálfu ríkis verði um 30
milljónir króna sem greiðist við
verklok.
Beðið niðurstöðu í samningum
við borgina
Samningar hafa staðið yfir við
Reykjavíkurborg um tengingu
ljósleiðarans við lagnakerfið á
Kjalarnesi. Til að fá ljósið um
strenginn í Kjósina þarf að leggja
um 11 km streng frá Kiðafelli að
Fólkvangi (Klébergi) á Kjalarnesi í
gegnum lendur Reykjavíkurborgar
og Reykvíkinga. Afstaða
borgarinnar til málsins liggur enn
ekki fyrir svo áfram ríkir nokkur
óvissa um hvenær Kjósarbúar
fái mögulega samband í gegnum
ljósleiðara. Segist Guðmundur
þó vonast til að það mál fari að
klárast.
Guðmundur segir að reiknað sé
með að allir íbúar Kjósar hrepps óski
eftir að tengjast ljósleiðaranum. Um
100 umsóknir eru þegar komnar frá
sumarhúsaeigendum og aðrar 100
umsóknir frá íbúum.
Fjárfesting vegna ljósleiðarans
hefur að mestu leyti þegar farið fram
en eftir er að greiða fyrir hönnun,
blástur og kostnaðinn við að ná í
ljósið niður á Kjalarnes. Engar
lántökur frá lánastofnunum hafa
átt sér stað hjá sveitarfélaginu eða
einkahlutafélaginu Leiðarljósi ehf.
vegna ljósleiðaraframkvæmdanna.
/HKr.
Tuðrusparksmót í Rússlandi tefur
ljósleiðaravæðingu í Kjósarhreppi
– Oddviti segir að ekki muni nást að tengja ljósleiðarann fyrir heimsmeistaramótið eins og stefnt var að í upphafi
FRÉTTIR
Á aðalfundi Svínaræktarfélags
Íslands lýsti formaður samstarfi
íslenskra svínabænda við
TopigsNorsvin í Noregi þaðan
sem allt erfðaefni kemur fyrir
íslenska svínarækt. Þar kom
fram að í Hollandi virðist það
vera viðtekin venja að beita
hormónagjöfum í svínaræktinni.
„Það er óhætt að segja að öll
umgjörð og rekstur hafi gjörbreyst
eftir að Hollendingar og Norðmenn
sameinuðust með þessa starfsemi
fyrir fáum árum síðan. Öll
samskipti eru með formlegri hætti
og sú tíð er liðin að hægt væri að
bera sig illa til að fá afslátt að
erfðaefni,“ sagði Ingvi Stefánsson,
formaður félagsins.
Okrað á þröngri stöðu
íslenskrar svínaræktar
„Eins og við öll vitum er
regluverkið okkar þ.a. einungis
er heimilt að flytja inn erfðaefni
frá einni kynbótastöð í heiminum
sem er staðsett í Hamar í Noregi.
Þetta vita kollegar okkar erlendis
og hafa nýtt sér við endurnýjun
samninga. Strax á þessu ári verður
áskriftargjaldið hækkað um 50%
og á árinu 2020 verður búið að
tvöfalda það. Ég bý ekki yfir þeim
orðaforða að geta lýst því hvað það
er sérstök tilfinning að búa við þetta
fyrirkomulag. Vitandi að á sama
tíma styttist í að innflutningur á
hráu kjöti frá allri Evrópu verði
heimilaður til landsins.
Við getum einungis flutt inn
djúpfryst svínasæði frá einni
kynbótastöð í Noregi sem fer í 30
daga einangrun áður en það fer inn
á bú til bænda. Á sama tíma styttist
í að hægt verði að flytja inn hrátt
svínakjöt frá löndum einsog Spáni,
Grikklandi og Þýskalandi þar sem
sýklalyfjanotkun er tugfalt meiri
en hér á landi og heilnæmi afurða
almennt lakari. Auðvitað viljum
við ekki slaka á kröfum varðandi
innflutt erfðaefni, en við viljum
heldur ekki keppa með báðar
hendur bundnar fyrir aftan bak.“
Fullorðin dýr meðhöndluð með
hormónagjöfum í Hollandi
„Hópur svínabænda fór í boði
Topigs Norsvin til Hollands í
október þar sem tækifæri gafst m.a.
til að fara inn á tvö svínabú. Það var
mjög áhugavert að sjá hvernig hægt
var að stilla vinnutíma starfsfólks af
eftir skrifstofutíma, já 8 til 4. Þetta
gera þeir með því að meðhöndla
fullorðin dýr með hormónum bæði
fyrir got og fyrir beiðsli. Það virðist
viðtekin venja. Það þótti ekki einu
sinni feimnismál að sýna okkur
þetta. Er þetta framtíðin í íslenskri
svínarækt, viljum við þetta?“
Endurskoðun búvörusamninga
„Um mitt síðasta ár tók ég sæti í
samráðshópi um endurskoðun
búvörusamninga og sat eina fjóra
fundi. Ég tel að það hafi verið
skynsamlegt að leysa þennan hóp
upp og skipa nýjan. Það er reyndar
til marks um hvað stjórnmálin hafa
verið í miklum ógöngum síðustu
árin að þetta er þriðji hópurinn sem
tekur til starfa. En ég tel hann vel
skipaðan og undir forystu Haraldar
Benediktssonar og Brynhildar
Pétursdóttur næst vonandi víðtæk
sátt um umgjörð landbúnaðarins,
full þörf er á.“ /HKr.
Íslenskir svínabændur vilja ekki slaka á kröfum varðandi innflutt erfðaefni en segjast samt líða fyrir það í viðskiptum:
„Við viljum heldur ekki keppa með báðar
hendur bundnar fyrir aftan bak“
– segir formaðurinn og bendir á að þeir séu í harðri samkeppni við erlenda bændur sem noti bæði sýklalyf og hormónagjafir
Ingvi Stefánsson, formaður félagsins, í pontu á aðalfundi Svínaræktarfélags
Íslands, sem fær nú nafnið „Félag svínabænda“. Mynd / HKr.
Byrjað var að leggja hitaveitulagnir
í Kjósinni 2016 og voru rör fyrir
ljósleiðara lögð samhliða.
Ljósleiðarastrengirnir loksins
komnir í hús eftir tafir á afgreiðslu
í haust.
Ingvi Stefánsson, formaður
Svínaræktarfélags Íslands, sagði
í ræðu sinni á aðalfundi félagsins
að stjórn þess hafi farið á fund
landbúnaðarráðherra í febrúar
ásamt lögmanni með ábendingar
um stuðning við greinina en enn
væri beðið eftir viðbrögðum.
„Við ræddum sérstaklega
annmarka við útfærslu á því sem
snýr að fjármunum sem ætlaðir
eru í fjárfestingastuðning og
úreldingabætur í okkar búgrein. Í
framhaldi af því hefur lögmaður
okkar sent inn ábendingar í
ráðuneytið og óskað eftir úrbótum.“
Þegar aðalfundurinn var haldinn
27. apríl höfðu viðbrögð enn ekki
borist úr ráðuneytinu og heldur ekki
þegar blaðið fór í prentun 8. maí.
Á fundinum með ráðhera var
einnig farið yfir hráakjötsdóminn
og tollasamning við ESB sem kom
til framkvæmda 1. maí. /HKr.
Svínabændur lögðu tillögur fyrir ráðherra í febrúar:
Enn beðið eftir viðbrögðum
Frá aðalfundi svínabænda.
Ný skýrsla hefur verið gerð um
afleiðingar loftslagsbreytinga á
náttúru og samfélag á Íslandi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
óskaði eftir því að skýrslan yrði
unnin og fól Veðurstofu Íslands
að leiða það verkefni.
Að auki unnu við gerð
skýrslunnar sérfræðingar frá
Hafrannsóknastofnun, Háskóla
Íslands, Landbúnaðarháskóla
Íslands og Náttúrufræðistofnun, en
hún byggir einnig á efni frá öðrum
stofnunum og vísindamönnum.
Í skýrslunni segir meðal annars
að lofthjúpurinn og heimshöfin
hafi hlýnað, að dregið
hefur úr magni og
útbreiðslu snævar
og íss, auk þess sem
sjávarborð hefur
hækkað og styrkur
gróðurhúsalofttegunda
aukist.
Veruleg hlýnun
Þar segir einnig frá því
að samfelldar veður-
mælingar hófust hér á
landi fyrir miðbik 19.
aldar og hafi hlýnað
verulega a
landinu. Hlýn-
unin nemur um
0,8°C á öld sem
er sambærilegt
við hnattræna
hlýnun á sama
tíma.
Enn fremur
hefur sýrustig
sjávar lækkað
um 0.1 pH stig
frá iðnbyltingu
og ummerki þess
á lífríki eru þegar
merkjanleg. /VH
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið:
Miklar veðurfarsbreytingar og ör súrnun sjávar