Bændablaðið - 09.05.2018, Side 12
12 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
FRÉTTIR
Undanfarna mánuði hefur
komið í ljós að þúsundir tonna
af skemmdum matvælum
og matvælum með röngum
uppruna merkingum er að finna
í verslunum í Evrópu og víðar
um heim. Samstarfshópur Euro-
pol og Interpol, sem kallast
OPSON VI, vinnur að rannsókn
matvælaglæpa.
Evrópulögreglan Europol, hefur
undanfarna mánuði, í samvinnu
við alþjóðalögregluna Interpol,
unnið umfangsmiklar rannsóknir á
glæpum sem tengjast framleiðslu,
merkingum, dreifingu og sölu á
matvælum um allan heim.
Í yfirlýsingu frá Europol segir
að glæpastarfsemi sem tengist mat-
vælum fari vaxandi í Evrópu og
heiminum öllum. Þar segir einnig
að vitað sé um nálega 50 skipu-
lögð glæpasamtök sem sérhæfa
sig í framleiðslu, dreifingu og sölu
á sviknum mat- og drykkjarvörum
með röngum upprunamerkingum.
Rannsókn í 67 löndum
Frá því í desember á síðasta ári
hefur OPSON VI rannsakað mál
í 67 löndum og lagt hönd á 9,8
þúsund tonn, 26,4 milljón lítra og
13 milljón eintök af matvörum
og drykkjarföngum í verslunum,
á mörkuðum, á flugvöllum, á
veitingahúsum og hjá framleiðendum
sem ekki standast lágmarkskröfur
um gæði eða merkingar.
Mikið af handlögðu matvörunum
eru taldar óhæfar og jafnvel
hættulegar til neyslu.
Dæmi um svikavörur eru áfengi,
vatn á flöskum, krydd, fiskur,
ólífuolía og kavíar. Auk þess sem
víða fannst kjöt í sölu sem var komið
vel yfir síðasta leyfilega söludag og
jafnvel farið að slá í og kjöt sem ekki
var það sem það var sagt vera. Til
dæmis hrossakjöt sem selt var sem
nautakjöt.
Vel á áttunda hundrað manns
hafa verið handteknir í tengslum við
rannsóknina og verðgildi handlögðu
matvælanna er áætlað 230 milljónir
evra, sem jafngildir rúmlega 28
milljörðum í íslenskum krónum.
Neysla á sviknum matvælum
hættuleg
Rannsókn OPSON VI staðfestir að
glæpir sem tengjast svikinni mat- og
drykkjarvöru séu til staðar á öllum
sviðum matvælageirans. Hvort
sem það er framleiðsla, merkingar,
dreifing og sala og að glæpastarfsemi
tengd mat- og drykkjavörum er
stunduð um allan heim.
Françoise Dorcier, sérfræðingur
hjá þeirri deild Interpol
sem rannsakar vörusvik og
heilbrigðismál, segir að rannsóknin
sýni að skipulögð glæpasamtök
hiki ekki við að selja svikna mat-
og drykkjarvöru í ágóðaskyni án
tillits til afleiðinganna og hvaða
áhrif þær kunni að hafa á heilsu
fólks.
Mikið magn af sviknum
matvælum í umferð
Frjáls verslun með matvæli milli
landa og minna tollaeftirlit gerir
glæpasamtökunum auðveldara
fyrir. Daoming Zhang, yfirmaður
markaðsglæpa hjá Interpol,
segir að magn svikinna matvæla
og matvæla sem ekki standist
gæðakröfur á markaði ætti að
minna neytendur á að hafa varann
á þegar kemur að innkaupum.
Endanleg skýrsla OPSON VI
væntanleg í maí
Þrátt fyrir að endanleg skýrsla
OPSON VI vegna rannsóknanna
verði birt í maí má finna eftirfarandi
dæmi um nýleg matvælasvik á
heimasíðu Europol.
Litaður túnfiskur frá Noregi
Noregur er meðal þeirra landa sem
hafa mátt þola rannsókn og beinist
athyglin þar að auka- og litarefnum
í túnfiski. Í mörgum sýnum
reyndist magn þeirra efna langt yfir
viðmiðunarmörkum.
Samkvæmt upplýsingum Europol
er um fimm milljón túnfiskmáltíða
neytt í viku hverri í Evrópu, eða um
25 þúsund tonn á ári. Talið er að svik
sem tengjast sölu á túnfiski í álfunni
jafngildi um 25 milljörðum íslenskra
króna á ári.
Buffalóaostur úr kúamjólk í
Danmörku
Dæmi um rangar merkingar er
parmaskinka sem seld á veitinga-
húsum í Danmörku sem ítölsk en er
framleidd í Danmörku og buffalóa-
ostur sem framleiddur er úr kúa-
mjólk. Einnig kom í ljós að mikið
af ólífuolíu á markaði í Danmörku
er ranglega merkt sem jómfrúarolía
en var það ekki. Við nánari skoðun
kom í ljós að talsvert af ólífuolíunni
var þynnt út með annars konar og
ódýrari matarolíum.
Hnetusvik í Þýskalandi
Rannsókn í Þýskalandi sýndi að víða
var ábótavant þegar kom að merk-
ingu á innihaldi hvað hnetur varðar
en slíkt getur verið hættulegt fyrir
fólk með hnetuofnæmi. Einnig kom
í ljós að mikið magn af ristuðum
möluðum heslihnetum í sölu voru
að stórum hluta jarðhnetur.
Úldið kjöt í Belgíu
Í Belgíu var stórri kjötvinnslu
lokað og matvöruverslanir þurftu
að taka mikið magn af markaði
eftir að í ljós kom að talsvert af
þeim afurðum sem vinnslan sendi
frá sér var hreinlega skemmt og
jafnvel úldið. Svikin komu í
ljós við eftirlit heilbrigðisyfir-
valda hjá kjötvinnslunni. Við
eftirlit kom í ljós að uppsópuðu,
skemmdu, jafnvel úldnu kjöti,
sem ætlað var sem dýrafóður, var
blandað í unnar kjötvörur til að
drýgja þær.
Sviknir súputeningar í Frakklandi
Tollayfirvöld í Frakklandi lögðu
hald á yfir 179 þúsund súputeninga
sem búið var að pakka í sams konar
umbúðir og frægt vörumerki notar.
Fölsuðu súputeningarnir fundust í
vöruhúsi í París þar sem þeir biðu
þess að vera fluttir úr landi.
Sem stendur er verið að rannsaka
fyrri sendingar frá fyrirtækinu sem
framleiddi fölsuðu súputeningana og
hvert þeir voru seldir.
300 þúsund dósir af túnfiski
gerðar upptækar
Matvælaeftirlitið og lögregla í
Portúgal kom upp um verksmiðju
í Portúgal þar sem verið var að
sjóða niður túnfisk og sardínur við
aðstæður sem voru langt fyrir neðan
öll heilbrigðisviðmið. Auk þess sem
verksmiðjan hafði ekki leyfi til að
vinna matvæli.
Við nánari rannsókn kom í ljós að
verið var að sjóða niður sardínur sem
höfðu verið soðnar niður áður og
komnar vel umfram leyfilegan sölu-
dag og í sumum tilfellum skemmd-
ar. Til að leyna skemmdunum voru
sardínurnar soðnar niður í tómatlegi
í seinna skiptið.
Vatn og vín á Ítalíu
Yfirvöld á Ítalíu hafa lagt hönd á
ríflega 266 þúsund lítra af vatni
í flösku. Rannsókn leiddi í ljós
að kranavatni hafði verið tappað
á sams konar flöskur og frægt
vatnsölufyrirtæki notar og selt undir
nafni þess. Aðilarnir sem töppuðu
vatninu á flöskurnar höfðu ekki leyfi
heilbrigðisyfirvalda til starfseminnar
né stóðust kröfur þeirra.
Annað dæmi frá Ítalíu fól í sér
að lággæða rauðvíni var tappað á
flöskur með merkingu sem gæðavín
frá þekktum vínræktarhéruðum.
Svikna vínið var bæði selt á markaði
á Ítalíu og flutt úr landi.
Skelfiskur á Spáni
Á Spáni var lagt hald á skelfisk
sem var óhæfur til manneldis vegna
slæmrar meðferðar og geymslu.
Fyrirtækið sem seldi skelfiskinn
upprunamerkti hann vísvitandi
rangt.
Skemmt kjöt á Írlandi
Lögreglan á Írlandi handlagði
meðan á rannsókninni stóð talsvert
magn af kjöti sem hvorki var
geymt við aðstæður sem stóðust
heilbrigðiskröfur né kröfu um
merkingar. /VH
Aukning í skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi tengdri matvælum:
Útþynnt ólífuolía, úldið kjöt og aukaefni í fiski
OPSON VI er samstarfshópur Euro- og Interpol sem rannsakar glæpi tengd-
um matvælum og matvælaframleiðslu.
Ragnhildur Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá Matís:
Eftirlit með matvælasvindli bæði flókið og erfitt
Ragnhildur Friðriksdóttir,
sérfræðingur hjá Matís, hélt
fyrirlestur á ráðstefnunni
Strandbúnaður þar sem hún
fjallaði um matvælasvindl
og þá aðallega tengt
sjávarafurðum og verslun með
þær, en Matís er þátttakandi
í nokkrum alþjóðlegum
rannsóknarverkefnum er snúa
að matvælasvindli.
FAO, alþjóðlega landbúnaðar-
og matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna, var að senda frá sér
skýrslu fyrir stuttu þar sem fjallað
er um svindl í viðskiptum með
sjávarafurðir.
Í þeirri skýrslu kemur meðal
annars fram að eftirlit með
matvælasvindli, og þá sérstaklega
tengdum sjávarafurðum, sé mjög
erfitt viðureignar vegna þess að
svindlið sé svo margþætt og flókið.
Ragnhildur nefnir að ekki sé til
einhver ein alþjóðleg skilgreining
sem nær yfir matarsvindl, því það
eru til svo fjölmargar leiðir til að
svindla, sem getur komið inn á svo
marga ólíka þætti.
Flókið að ná utan um
matvælasvindl
Ragnhildur segir eftirlitið flókið vegna
þess að í flestum tilfellum er engin ein
stofnun, eftirlitsaðili eða reglugerð
sem nær utan um alla þá fjölmörgu
þætti sem geta falist í matvælasvindli.
„Spurningin er því hvar ábyrgðin
liggur og hver á að hafa eftirlitið
á sinni könnu. Þetta er ekki bara
vandamál hér á Íslandi, heldur er það
sama upp á teningnum meira og minna
um allan heim og því einnig erfitt að
samþætta eftirlitið milli landa.
Alþjóðavæðing í viðskiptum með
matvæli flækir einnig málið og eftir
því sem flutningur á matvælum milli
landa eykst, því fleiri tækifæri geta
leynst til að svindla og erfiðara að
halda utan um eftirlitið.“
Ógegnsæir flutningsferlar og
takmarkaður rekjanleiki
„Ef horft er til sjávarafurða, kjöts
og reyndar margs konar annarra
matvæla sem eru alþjóðleg
söluvara sem fara stundum
margoft yfir landamæri áður en
þau komast á áfangastað og á disk
neytenda; þá er oft um að ræða
langar, ógegnsæjar og flóknar
virðiskeðjur. Rekjanleikakerfin
eru gjarnan þannig að gögn flæða
ekki nægilega vel milli hlekkja í
keðjunni, auk þess sem þau byggja
oft á pappírsgögnum sem auðvelt
er að falsa. Auk þess getur afurðin
skipt um form á leið sinni á disk
neytandans, frá fisk í flak, og úr
flaki í fiskifingur eða tilbúna rétti.
Sama gerist í kjötinu þar sem
tugur lokaafurða geta komið
frá sama sláturdýrinu. Það
er því augljóst að erfitt getur
verið að sannreyna uppruna eða
innihaldið ef merkingar eru ekki
fullnægjandi.“
Gríðarlegt svindl með ólífuolíu
„Ef við tökum ólífuolíu sem dæmi
þá er hún meðal þeirra tíu matvæla
í heiminum sem mest er svindlað
með. Raunin er sú að þrátt fyrir að
allar þær ólífur sem framleiddar
eru í heiminum væru notaðar til
að framleiða ólífuolíu mundu þær
sennilega ekki duga til að framleiða
alla þá ólífuolíu sem seld er um
heim allan. Mjög algengt er að
ólífuolía sé blönduð með repjuolíu
eða öðrum sams konar ódýrari
olíum í þessum tilgangi.
Sykur selt í stað hunangs
Svipaða sögu er að segja með
hunang, ýmsar mjólkurvörur,
ávaxtasafa, áfengi og lúxusvörur
eins og truffluolíu og saffran. Í stað
hunangs er þá til dæmis stundum
verið að selja sykurblöndur með
litar- og bragðefnum og svo logið
til um bæði uppruna og hreinleika
hunangsins, og mjög algengt er að
truffluolía sé þynnt út með annars
konar olíum,“ segir Ragnhildur
Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá
Matís. /VH
Ragnhildur Friðriksdóttir.
en var það ekki.