Bændablaðið - 09.05.2018, Side 14

Bændablaðið - 09.05.2018, Side 14
14 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Frábær veiði á stuttum tíma í Geirlandsá Sjóbirtingsveiðin hefur gengið vel og núna hafa líklega veiðst yfir tvö þúsund á öllu landinu. Best hefur veiðst við Klaustur og þar fyrir austan. Við heyrðum aðeins í veiðimanninum snjalla Jónasi Marteinssyni, sem var í Geirlandsá fyrir skömmu og veiddi vel á stuttum tíma. „Mig langar til að segja þér veiðifréttir úr Geirlandsá. Vorum þar við veiðar fjórir Víðförlafélagar og tveir gestir í blíðskaparveðri, sólríku en frekar svölu veðri. Við komum þarna í byrjun apríl og var farið í Ármótin og niður á Garða og var veitt til sjö um kvöldið en þá fór að frjósa í lykkjunum. Samt náðust sex fiskar og öllum sleppt. Daginn eftir var haldið til veiða um níuleytið og enn fraus í lykkjum og talsvert ísrek var í ánni, sem gerði alla veiði mjög erfiða. Við ákváðum að hætta um ellefu og fara upp í hús og hlýja okkur en við náðum samt sex fiskum. Enn var lagt í veiðina og nú fóru hlutirnir að gerast og er skemmst frá því að segja að við náðum alls 72 stk. á nokkrum klukkutímum og var sá stærsti 12 punda drjóli. Það var gríðarlegt fjör og sérstaklega í Ármótunum og við Brúna og er alveg frábært að lenda í svona veiði- skap. Flestir voru þessir fiskar teknir á flugu og Nest fluguna Skröggur. Flæðimús og svört Snælda flugurn- ar og Lippa, kopar og svartur Toby voru vinsælustu spúnarnir. Það var sjálfhætt um sex því þá fraus allt fast enn eina ferðina. Að sjálfsögðu var mest af þessum fiski sleppt, en nokkrir geldingar lentu í pokum veiðimanna. 72 stk. veiddir á aðeins níu tímum tel ég vera fjandi góða veiði. Því ekkert var farið út síðasta morguninn. Við höfum veitt í mörg ár þarna fyrir austan og það víða og munum við ekki eftir jafn miklum fiski og í ár og á það við um allar sjóbirtingsveiðiár fyrir austan sam- kvæmt sögum annarra veiðimanna og er það ánægjulegt,“ sagði Jónas í lokin. HLUNNINDI&VEIÐI Harpa Hlín Þórðardóttir með hreindýr. ,,Já, við erum að fara utan til veiða en ég er mjög spennt fyrir þessari keppni í Bandaríkjunum í veiði. Keppnin heitir Extreme Huntress sem væri líklega hægt að þýða sem Jaðarveiðikonan,“ segir Harpa Hlín Þórðardóttir er við heyrðum aðeins í henni áður en hún lagði í hann enn eina ferðina til veiða í útlöndum. Harpa hefur stundað stangveiði og skotveiði nokkuð lengi. ,,Ég hitti konu á veiðisýn- ingu erlendis, í Bandaríkjunum, og hvatti hún mig til að taka þátt og ég gerði það enda með mikinn áhuga á veiði og öllum veiðiskap. Keppnin fer þannig fram að konur skrá sig til keppni og úr þeim eru valdar tuttugu sem eru komnar í undanúrslit. Fjórar af þeim eru valdar, með vali dómnefndar og atkvæðum, til að taka þátt í úrslitakeppn- inni í Bandaríkjunum. Þetta er spennandi tækifæri,“ segir Harpa og það eru orð að sönnu. Við sjáum hvernig þetta fer og hverjir verða valdir. Harpa á mikinn séns að komast í keppina. Gott að koma hingað og veiða Vatnaveiðin er byrjuð fyrir alvöru, Elliðavatn, Vífils- staðavatn, Kleifarvatn, Hlíðar- vatn, Meðalfellsvatn og Hrauns- fjörðurinn svo fáir staðir séu tíndir til. Og veiðin hefur farið ágætlega af stað víða. „Það er fátt betra en að koma hingað og reyna, en ég hef ekkert orðið var ennþá enda var ég rétt að byrja,“ sagði Björn Hrafnsson sem við hittum við Elliðavatn fyrir fáum dögum, en nokkrir voru að veiða við vatnið en fisk- urinn hefði mátt taka aðeins betur. „Ég var að pakka niður heima og flytja þess dagana, því er mjög gott að taka sér pásu og koma hingað til að veiða, milli þess sem maður pakkar niður. Það er gaman að veiða,“ sagði Björn og lagaði svartan tóbý á línunni og kastaði aftur, fiskurinn leit ekki við. En það kemur allt. Björn Hrafnsson við Elliðavatn fyrir fáum dögum. Mynd / María Gunnarsdóttir Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Þetta verður mjög spennandi Flest vötn búin að opna fyrir veiði Við heyrðum í Ingimundi Bergssyni hjá Veiðikortinu en flest veiðivötnin innan vébanda Veiðikortsins hafa opnað fyrir veiði. Þrátt fyrir að sumarið hafi byrjað með smá vetrarhörku hafa veiðimenn verið að fá ágætisveiði. Urriðaveiðin í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur verið frekar róleg enda fáir veiði- menn sótt vatnið út af kulda. Nokkrir vel vænir fiskar hafa þó ratað á land. Í Hraunsfirði fór tímabilið ágætlega af stað og nokkrar fallegar bleikjur náðst á land. Nú bíðum við bara eftir sumrinu sem þeir segja að sé á næsta leiti. Með auknum hlýindum kviknar meira líf í vötnunum og þá fer fiskur meira að sýna sig. Þá verður gott að vera klár með veiðistöngina. Veiðin hafin í Þingvallavatni Veiðin er hafin í Þingvallavatni og veiðimenn hafa verið að veiða vel væna fiska. Aðeins má veiða á flugu til að byrja en fisknum virðist vera alveg sama, hann tekur hana grimmt. Á ION svæðinu hefur verið að veiðast vel en þar er mikið um erlenda veiðimenn sem þykir veiðiskapur meiri háttar. Ókeypis veiði í Hafravatni Eina vatnið sem býður upp á ókeypis veiði er Hafravatn í nágrenni Reykjavíkur og þar veiðast mest urriðar og ein og ein bleikja. Þegar hausta tekur kemur laxinn upp í vatnið, en það getur verið erfitt að fá hann til að taka en aðeins veiðst hann nú samt. Meðalfellsvatn aftur á Veiðikortið Veiðikortið er aftur komið með Meðalfellsvatn en félag sumarbústaða við vatnið var með það í fyrra en Veiðikortið þar á undan í nokkur ár. Veiðin er byrjuð í vatninu og hefur eitthvað veiðst af silungi. Það þarf samt að hlýna meira til að fiskur taki betur, eins og víða í vötnunum þessa dagana.Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.