Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 19
19Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
World Economic Forum um
„fjórðu iðnbyltinguna“ er líklegast
að eftirfarandi starfsgreinar
verði teknar yfir af vélmennum
innan tveggja ára: Símasölufólk,
starfsfólk sem sinnir fjármálum,
ljósmyndafyrirsætur ásamt leigu-
og strætóbílstjórum.
„Það sem mér finnst mest
spennandi við tæknina og
gervigreind eru framtíðarhorfurnar.
Það eru margir sem eru ekki svo
ákafir í að vinna ef þeir þurfa þess
ekki og þannig verða borgaralaun
kannski fín ný framtíð. Sú
staðreynd að gervigreind geti
hjálpað til við að leysa áskoranir
í heilbrigðisgeiranum og gera
heiminn aðeins grænni gerir mig
bæði bjartsýnan og ákafan yfir
þróuninni,“ segir Lars og bætir við:
„Þegar kemur að landbúnaði
þá verður þróunin ekkert öðruvísi
þar en í öðrum greinum og sjáum
við nú þegar mikla þróun í notkun
vélmenna til notkunar í landbúnaði
og nýja tækni. Bóndinn mun ekki
hverfa en hann mun geta unnið mun
skilvirkara með aðstoð vélmenna
og gervigreindar. Mikið af erfiðu,
skítugu og hættulegu vinnunni
verður hægt að koma yfir á
vélmennin sem er góð þróun, bæði
fyrir bóndann og fyrir þá sem kaupa
landbúnaðarvörur.“
Byltingin er hafin
„Við höfum ákveðinn ramma til að
skilja þróun á tækninni í dag og öll
tækni sem er gerð stafræn fylgir
þessari þróun sem flokkast undir
hin 6 D. Það byrjar með Digitized.
Tækni sem er gerð stafræn skapar
mikið gagnamagn sem hægt er
að deila og greina. Næsta stig
er Deceptive þar sem þróun á
tækninni gerist á ógnarhraða en
byrjar mjög hægt og er þess vegna
lítið sýnileg í byrjun. Sem dæmi
þá er þrívíddarprentun meira en
30 ára gömul tækni. Hún byrjaði
hægt og rólega en stefnir nú í að
bylta framleiðslu á vörum um allan
heim. Þá verða fyrirtæki Disrupted
þegar þau hugsa línulega á meðan
tækniþróunin er á veldishraða. Hinn
mikla mun er hægt að sýna með
því að taka 30 skref. Ef þú tekur 30
línuleg skref, 1-2-3-4-5…, kemst
þú litla 30 metra. Ef þú tekur hins
vegar 30 skref á veldishraða sem
tvöfaldast við hvert skref, 1-2-4-
8-16…, kemst þú 1.073.741.824
metra. Það jafnast á við 26 sinnum
í kringum Ekvador! Flestir skilja
ekki þennan mun og það er ekki svo
skrýtið. Ég lít á það sem verkefni
mitt að hjálpa fólki og fyrirtækjum
að skilja þetta,“ útskýrir Lars og
segir jafnframt:
„Næsta stig er Dematerialize
sem þýðir að við erum á leiðinni
inn í raunveruleika þar sem við
eigum ekki neitt og allt snýst
um þjónustu. Tækni sem verður
stafræn verður að þjónustu.
Hugsaðu um öll öpp sem þú hefur
á snjallsímanum þínum, áður fyrr
voru þetta líkamlegar vörur. Hið
sama mun gerast til dæmis með bíla.
Við notum bílinn í kringum 4% af
tíma dagsins, þar fyrir utan er hann
í kyrrstöðu og verður minna virði
með hverjum degi sem líður. Það
er brjálæði! Bættu við það að sitja
fastur í umferðinni, árekstrum og
óteljandi bílastæðum og þá skilur
maður að eitthvað þarf að gera.
Bílar verða sjálfkeyrandi og við
kaupum okkur aðgang að þeim
eins og þjónustu. Þegar líkamlegar
vörur verða að þjónustu þá verða
þær einnig Demonetized, það er, að
kostnaður verður nánast enginn og
hægt er að bjóða vöruna allt að því
ókeypis. Hvað kostar til dæmis fyrir
Spotify að taka inn nýjan notanda
í tónlistarþjónustu sína? Næstum
ekkert.
Við enda rammans finnum við
Democratized sem er jákvætt orð.
Þegar vörur verða að þjónustu
og nánast ókeypis þá verða þær
aðgengilegar fyrir alla jarðarbúa
fyrir sama verð og sömu gæði.
Það hefur aldrei gerst áður. Þetta
mun eiga við um menntun, heilsu,
upplýsingar og svo framvegis.
Þeir þrír milljarðar manna sem
hafa ekki nettengingu í dag munu
á næstu 4–5 árum tengjast í
gegnum risaverkefni sem Google,
Amazon og Facebook eru með
í gangi á þessu sviði. Þá getur
maður til dæmis greint heilbrigði
sitt í gegnum gervigreindarlausnir
í skýinu með sömu gæðum og fyrir
sama lága verð hvort sem maður
situr í Úganda eða á Manhattan.
Þetta er bylting fyrir alla jarðarbúa,
bylting sem er nú þegar hafin.“„Stjórnmálamenn vilja lítið ræða þessa þróun, annaðhvort af því að þeir hafa ekki áttað sig á henni eða
af því að það kemur sér ekki vel fyrir þá í næstu kosningum. Þetta er stórt lýðræðislegt vandamál,“ segir
Lars um innrás vélmenna á atvinnumarkaði um allan heim.
LANDSINS MESTA
ÚRVAL AF S ÍUM!
250AH Neyslugeymir
Hentar vel fyrir
handfærarúllur og fleira.
Á AÐEINS KR. 44.950,-
110AH Neyslugeymir
Hentar vel í ferðavagna
og fleira.
Á AÐEINS KR. 19.960,-
SÍUR Í ALLAR GERÐIR BÍLA &
VINNUVÉLA Á FRÁBÆRU
VERÐI !
SUMARTILBOÐ Á
NEYSLUGEYMUM
www.n1.is facebook.com/enneinn
Alltaf til staðar
Tork pappír 510MTR W1
Vnr. 6487 130040
Tork Wiping Plus W1, tvöföld stór rúlla.
510 metrar á rúllu, 1500 blöð.
2 laga pappír.
Dunlop Purofort stígvél
Vnr. 9655 D460933
Dunlop Purofort professional stígvél eru létt
á fæti og með höggdeyfi í sóla.
Litur: Grænn. Stærðir: 37-48.
Fristads samfestingur
Vnr. 9613 P154880
Vasar á lærum, mjög endingargóðar buxur.
Litur: Svartur, kóngablár, navyblár og grár.
Stærðir: XS-2XL.
Mobilfluid 426, 20 l
Vnr. 706 472120
Drif- og vökvakerfisolía fyrir traktora
og vinnuvélar. Fæst í 20 og 208 l umbúðum.
Mobil delvac MX 15W-40, 20 l
Vnr. 706 4382820
Mínerölsk olía fyrir flutningabíla
og vinnuvélar. Fæst í 4, 20 og
208 lítra umbúðum.
Portwest samfestingur fyrir börn
Vnr. 9657 C890
Endingargóður galli fyrir kröftuga krakka.
Litur: Dökkblár.
Stærðir: 4/5 - 6/7 - 8/9 - 10/11 - 12/13 - 14/15.
Búðu þig vel undir vorverkin
Verslanir N1 um land allt
Akureyri s. 440 1420 • Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574
Klettagarðar s. 440 1330 • Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245
Reyðarfjörður s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
7
8
9
4
RAG - import export ∙ Helluhraun 4 220-Hafnarfjörður
Tel + 354 565-2727 ∙ Mobile + 354 892 7502 ∙ Email: rafn@rag.is
We are Fliegl.
Meira rými,
meiri afköst.