Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 25
25Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
hefur hrapað úr 5 milljónum plantna
niður í ríflega 2 milljónir árlega.
„Á tímabilinu frá 1990 til
2008 lögðu stjórnvöld metnað í
fjárframlög til bændaskógræktar í
landinu og lögðu þar með grunn að
uppbyggingu skógarauðlindarinnar.
Eftir hrun hefur kveðið við annan
tón, fjárveitingar hafa dregist saman
og hefur greinin svo sannarlega
fengið að gjalda fyrir það,“ segir
Jóhann.
Gróðursetning gengur of hægt
„Staðan sem við okkur blasir er
sú að gróðursetning gengur alltof
hægt og fjármagn dugir ekki til að
standa við gerða samninga. Það
hefur verið samið um ræktun skóga
með stuðningi ríkisins á um 650
jörðum hér á landi í um 50 þúsund
hektara lands, en aðeins er búið að
gróðursetja í 22 þúsund hektara,
tæpan helming. Stöðugt bætast við
nýir samningar og það land sem
samið er um stækkar,“ segir Jóhann.
Hann bætir við að markmið
samninga sé að það taki 10 ár að
gróðursetja í land sem samið er um
til skógræktar, en þegar mið er tekið
af fjárveitingum muni það taka um
40 ár að gróðursetja í það land sem
þegar er búið að semja um.
Mikilvægt að grisja á réttum tíma
Jóhann segir grisjun skóga mikilvæga
við uppbyggingu auðlindarinnar og
auki verðmæti hennar.
„Það er mjög víða hér á
Austurlandi sem komið er að fyrstu
grisjun og bíða nú um 3.700 hektarar
grisjunar í fjórðungnum, þetta eru
skógar frá árunum 1990 til 2005.
Á næstu 5 árum verður þetta mjög
aðkallandi verkefni, en staðan er
sú að aðeins er búið að grisja um
einn sjötta af fyrirliggjandi þörf af
nauðsynlegri grisjun og þörfin eykst
stöðugt. Ef grisjunin frestast stöð-
ugt dregur það verulega úr gæðum
skógarins og seinkar nytjum um frá
10 og upp í 60 ár. Grisjun verður líka
dýrari og áhættusamari fyrir skóginn
sem eftir stendur eftir því sem lengra
dregst að farið verði í verkið,“ segir
Jóhann.
Fjárveitingar til skógræktar
lækka ár frá ári
Hann bendir á að fjárveitingar til
skógarbænda nemi á þessu ári 224,9
milljónum króna, á næsta ári er gert
ráð fyrir 222,5 milljónum króna og
220 milljónum árið 2020. Framlög
til skógræktar fari því lækkandi.
„Við erum að benda á að fyrstu
áætlanir um skógrækt á lögbýlum
voru m.a. settar af stað til að mæta
samdrætti í sauðfjárrækt og styrkja
byggð. Okkur þykir því skjóta
skökku við um þessar mundir þegar
verulegur samdráttur er í tekjum
sauðfjárbænda að einnig er dregið
saman í fjárveitingum til skógræktar
á lögbýlum,“ segir Jóhann.
Hliðaráhrif af því að samdráttur
er í fjárveitingum eru að þeir sem
þjónusta skógarbændur með sölu
skógarplantna eða verktakar við
umhirðu og grisjun geta hvorki
byggt upp þekkingu né búnað til
þjónustunnar.
Beltone ™
Enn snjallari
heyrnartæki
HEYRNARSTÖ‹IN
Be
lto
ne
T
ru
st
g
en
gu
r m
eð
iP
ho
ne
X
o
g
el
dr
i g
er
ðu
m
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
fi.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Eftirlitskerfi
t.d fyrir sauðburðinn
Tengist með 4G eða Wifi beint í símann eða tölvuna
Gengur á 12 Vdc eða 240 Vac. Öflug innrauð næturlýsing.
Hægt að setja út á tún, eða girðingarstaur.
Tengja við sólarsellu og/eða rafhlöðu.
Umbreyting á landi með skógrækt. Efri myndina, sem sýnir skóglaust land
á Hrafnkelsstöðum, tók Skúli Björn Gunnarsson 1995. Neðri myndin er tekin
á sama stað af Jóhanni F. Þórhallssyni árið 2010.
Grisjunarmenn og tveir gestir í Víðivallaskógi í mars 2000, frá vinstri Rafn
Óttarr Gíslason, Níels Árni Lund, Þórhallur Jóhannsson, Hallgrímur Þórarins-
son, Helgi Hjálmar Bragason, Hákon Aðalsteinsson og Jón Þór Þorvarðarson.
Myndina tók Jóhann F. Þórhallsson.
Tekin í Víðivallaskógi 1995 þegar haldið var upp á 25 ára afmæli Fljótsdalsá-
ætlunar. Þeir sem standa og syngja frá vinstri: Sigurgeir Þorgeirsson, Hákon
Aðalsteinsson, Jónas Magnússon, Sigurður Blöndal, Gunnar Guttormsson,
Níels Árni Lund og Friðjón Jóhannsson.
iblb . s F obcea ok
Þorlákshöfn – Sími 483 1955 – www.sbskilti.is
Framleiðum allar gerðir af
skiltum fyrir landeigendur
og ferðaþjónustuaðila
ER ALLT KLÁRT
FYRIR SUMARIÐ?