Bændablaðið - 09.05.2018, Page 28

Bændablaðið - 09.05.2018, Page 28
28 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Garðyrkjustöðin Espiflöt við Reykholt í Biskupstungum 70 ára: Fjölskyldufyrirtæki sem ræktar blóm af ástríðu og mikilli alúð – Nýtir íslenska orku, hreint vatn og leggur áherslu á umhverfismál og lífrænar varnir gegn sníkjudýrum Garðyrkjustöðin Espiflöt við Reykholt í Biskupstungum átti 70 ára afmæli þann 1. maí. Var þeim tímamótum fagnað er eigendur og starfsfólk buðu gestum til veislu. Grunnur að garðyrkjustöðinni Espiflöt var lagður þann 1. maí 1948, þegar hjónin Eiríkur og Hulda Sæland fluttust búferlum úr Hafnarfirði og settust að í Reykholti til að stofna þar garðyrkjubýli. Nafn garðyrkjubýlisins var raun- ar Sjónarhóll allt fram til 1958, þegar því var breytt í Espiflöt. Fram undir 1965 var eingöngu ræktað grænmeti á Espiflöt en á árunum 1965–1977 var blönduð ræktun blóma og grænmetis. Á þessum árum var garðyrkjustöðin um 1300 m2 að flatarmáli. Kaflaskil 1977 Árið 1977 hófst nýr kafli í rekstrin- um er synir þeirra, Stígur og Sveinn, ásamt eiginkonum þeirra, Aðalbjörgu og Áslaugu, stofnuðu með þeim Félagsbúið Espiflöt sf. Ákveðið var að sérhæfa sig í ræktun afskorinna blóma þar sem blandaða ræktunin gafst ekki vel, m.a. með tilliti til notkunar varn- arefna. Garðyrkjustöðin var stækkuð og endurnýjuð á næstu árum samhliða því að leigja garðyrkjustöðvarn- ar Friðheima og seinna Birkilund fyrstu sex árin. Árið 1987 urðu enn þáttaskil í starfseminni þegar Stígur og Aðalbjörg stofnuðu sína eigin garð- yrkjustöð á lóð Espiflatar og hurfu úr rekstrinum. Stofnendur Espiflatar drógu sig í hlé 1998 Þann 1. maí 1998, eða nákvæmlega eftir 50 ára búsetu, hættu Eiríkur og Hulda þátttöku í rekstrinum og fluttu á Selfoss eftir langt og farsælt starf. Hjónin Sveinn A. Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir eignuð- ust þá stöðina að fullu og ráku hana áfram undir nafninu Espiflöt ehf. Axel og Heiða Pálrún urðu meirihlutaeigendur 2013 Árið 2006 flutti sonurinn Axel Sæland, sem er menntaður íþrótta- og garðyrkjufræðingur, og kona hans, Heiða Pálrún Leifsdóttir hjúkr- unarfræðingur heim á Espiflöt og komu þá smám saman inn í rekstur- inn. Var síðan haldið upp á það 1. maí 2013 að þau hafa eignast ráðandi hlut í stöðinni, eða 51%. Þá var rækt- unarflatarmál garðyrkjustöðvarinnar rúmlega 6.300 fermetrar auk véla-, kæli- og pökkunarrými. Nú er enn búið að bæta við vinnslurýmið með 480 m2 fer- metra nýbyggingu sem ber heitið Smiðjan að uppástungu Margrétar Sverrisdóttir sem á lengstan starfs- aldur af starfsmönnum stöðvarinn- ar. Grunnur var steyptur í snjó og frosti á haustdögum 2017. Byrjað var að reisa húsið 8. desember og var búið að loka byggingunni á Þorláksmessu, 23. desember. Tvöfaldar nýja byggingin pökkunar- og frágangsrými stöðvarinnar. Hafa allar byggingar á svæðinu ýmist verið endurnýjaðar eða byggðar frá grunni eftir 1979. Áhersla á lífrænar varnir gegn sníkjudýrum Í ræðu sem Axel Sæland hélt á 70 ára afmælinu lagði hann m.a. áherslu á lífræna nálgun í öllum þáttum framleiðslunnar. Þannig nýti þau lífrænar varnir til að halda niðri sníkjudýrum í stað eiturefna eins og áður var algengt. Þar hafa eigend- ur Espiflatar verið í fararbroddi og fyrirmynd annarra garðyrkjustöðva sem fetað hafa í sömu spor. Einn vandinn við ræktun matjurta og blóma er að margvísleg sníkjudýr, flugur og bjöllur sækja í hinar ýmsu tegundir og geta oft valdið miklum skaða. Lengi vel þótti þægilegast og öruggast að bregðast við ásókn skordýra með lyfjum og ýmsum varnarefnum. Á síðari árum hafa viðhorfin gagnvart slíkri efnanotkun verið að breytast mjög hratt enda aukin vitund um Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.