Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 29

Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 29
29Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 skaðsemi þeirra á heilsu manna. Eru fluttar inn ákveðnar tegundir af flug- um, bjöllum og maurum til að sinna því hlutverki að halda óæskilegum sníkjudýrum í skefjum. Síðastliðin 17 ár hafa eingöngu verið notaðar lífrænar varnir á Espiflöt í ákveðnum tegundum og hafa eigendur verið að þróa sig í þá átt líkt og grænmetisframleiðendur, en þar eru nú einnig nær eingöngu notast við lífrænar varnir. Mikill metnaður fyrir gæðaframleiðslu „Okkar metnaður verður alltaf að skaffa eins mikil gæði og við mögulega getum. Einnig gott úrval og að vera á tánum gagnvart nýjungum. Þarna teljum við okkur vera á réttri leið inn í okkar framtíð. Umhverfismál er hlutur sem skiptir okkur alltaf meira og meira máli og fólk hugsar sífellt meira um. Þar erum við að sjálfsögðu alltaf að hugsa um hvað við getum gert betur. Lífrænar varnir teljum við okkur vera svolitla brautryðjendur í og margir hafa tekið upp. Í dag myndi ég segja að við séum að 99% hluta í lífrænum vörnum.“ Sérstaða Íslands og endurvinnsla á vatni Feðgarnir Sveinn og Axel lögðu báðir áherslu á þá sérstöðu sem Ísland býður upp á með raforku frá endurnýjanlegum auðlindum, jarðhitavatni og hreinu íslensku vatni sem enn er gnægð af. Axel sagði að þrátt fyrir að mikið sé til af vatni, þá leggi þau áherslu á að næstu stóru skref garðyrkjustöðvarinnar séu að hreinsa og endurnýta allt vatn sem fer í gegnum stöðina. „Við höfum verið með það á tilraunastigi í sex ár að endur- vinna vatnið í hluta garðyrkju- stöðvarinnar. Allt vatn sem plönturnar skila frá sér getum við tekið til baka og notað aftur. Í nýja húsinu skapast ný tækifæri til þess. Það er bæði umhverfis- lega og sparnaðarlega mjög stórt skref,“ segir Axel. Vilja losa sig við plast við pökkun blóma Notkun á plasti við pökkun á blóm- um er þó sá þáttur sem Axel sagði að þau skömmuðust sín fyrir. Það væri þó sá veruleiki sem þau þyrftu að búa við þar til aðrar lausnir finnast. „Við erum svolítið strand í þessum efnum, þannig að öll góð ráð eru vel þegin, því við höfum engar töfralausnir varðandi þetta eins og er.“ Garðyrkjan nýtur ekki ívilnunar í magnviðskipum með raforku Gróðurhúsaræktun tekur til sín mikla orku og þá aðallega varðandi lýsingu í húsunum. Sveinn segir að garðyrkjustöðin Espiflöt sé alls ekki stærst hvað raforkukaup til lýsingar varðar. Á 65 ára afmælinu fyrir fimm árum sagði Sveinn að Espiflöt væri að kaupa hátt í fjórar milljónir kílówattstunda. Það væri um 15 til 20% af rekstrarkostnaði. Raforkukos tnaður vær i því verulegur þegar meðal kílówattstund kostaði tæpar 6 krónur. Sagðist hann á þeim tímamótum bera þá von í brjósti að það kæmi hér til valda fólk sem hafi meiri skilning á því að garðyrkjan sem heild fengi að njóta magnkaupa á raforku. „Þessi grein er að kaupa ríflega 70 milljónir kílówattstunda á ári og á bak við þessi kaup eru innan við 30 framleiðendur á mjög afmörkuðum svæðum. Okkur þykir því hart að fá ekki að njóta stærðaráhrifanna betur en í dag. Sem dæmi þá eru þrjár garðyrkjustöðvar hér í Reykholti sem eru að nota álíka mikla raforku og öll heimili á Árborgarsvæðinu,“ sagði Sveinn fyrir fimm árum. Vegna þessarar stöðu fengu garðyrkjubændur verkfræðistofu til að skoða arðsemi af uppsetningu á eigin dreifikerfi garðyrkjunnar á svæðinu í kringum Laugarás, Flúðir og Reykholt. Niðurstaðan var sú að slík veita myndi borga sig upp á fimm til sjö árum þannig að augljóst væri að RARIK myndi missa þar drjúgan spón úr aski sínum. Frá því það var sagt hafa fjórar ríkisstjórnir setið við völd, raforkuverð hefur ekki lækkað, en búið að auka mikið við starfsemina í garðyrkjunni. Búið er að byggja við víða m.a. með um 7.000 fermetra nýbyggingu hjá gróðrarstöð Lambhaga í Reykjavík og um 2.000 fermetra á Hveravöllum sunnan við Húsavík. Mikil aukning hefur því orðið á orkunotkun garðyrkjunnar á Íslandi samfara aukinni erlendri samkeppni. Lítið virðist hins vegar enn vera að frétta af auknum skilningi á þeirri ósk garðyrkjubænda að garðyrkjan fái notið magninnkaupa á raforku. Raforkudreifingin hefur að vísu verið greidd niður en með fastri krónutölu. Með auknum umsvifum og fjölgun í greininni eru hins vegar fleiri um hituna og hefur hlutfall niðurgreiðslunnar á dreifingu því lækkað að mati Axels Sæland, eða úr hátt í 90% í um 67%. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins munu einhverjir grænmetisframleiðendur hafa íhugað að draga úr lýsingu í gróðurhúsum yfir vetrartímann til að mæta auknum rekstrarkostnaði. Það gæti þýtt mikinn samdrátt í innlendri framleiðslu og aukinn innflutning með tilheyrandi gjaldeyrissóun fyrir þjóðarbúið. /HKr. Gunnar Þorgeirsson, bóndi í Ártanga í Grímsnesi og formaður Sambands garðyrkjubænda, kom færandi hendi og afhenti Axel forláta klukku í tilefni afmælisins. Sagði hann það mikla áskorun fyrir garðyrkjubændur að keppa - mundardóttir og Knútur Rafn Ármann í Friðheimum engin undantekning. Nýbyggingin er 480 m2 og tvöfaldar pökkunar- og frágangsrými stöðvarinnar. Blóm segja oft meira en mörg orð. Rósirnar gerast ekki mikið fallegri.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.