Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 36

Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 36
36 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Döðlur hafa í aldaraðir verið undirstöðufæða íbúa í löndunum við botn Miðjarðarhafs og tengjast eflaust í huga margra ævintýrunum í Þúsund og einni nótt. Döðlur eru orkuríkar og um leið einstaklega losandi. Árið 1962 var heimsframleiðsla á döðlum áætluð tæp 1,8 milljón tonn, 2005 er hún rúm 6,9 milljón tonn og árið 2016 er heimsframleiðslan talin vera rúm 8,4 milljón tonn. Samkvæmt tölum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, eru Egyptar stórtækastir þegar kemur að ræktun daðla og framleiddu rétt tæplega 1,7 milljón tonn árið 2016. Það ár framleiddi Íran rúm milljón tonn og Alsír svipað magn en aðeins minna. Í Sádi-Arabíu var framleiðslan rúm 960 þúsund, tonn, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 670 þúsund tonn, 615 þúsund tonn í Írak og tæp 500 þúsund tonn í Pakistan. Framleiðslan í Súdan var 440 þúsund tonn, 340 þúsund tonn í Óman og 241 þúsund tonn í Súdan árið 2016. Egyptaland er stærsti útflytjandi daðla í heiminum og flytja þeir mest út til Marokkó, Indónesíu og Malasíu. Íran flytur megnið af sinni framleiðslu til Indlands, Malasíu og Rússlands en Sádi-Arabía til Jórdan, Jemen og Kúveit. Samkvæmt vef Hagstofu Íslands voru árið 2016 flutt inn tæp 59 tonn af ferskum döðlum til landsins og þar af mest frá Túnis, rúm 19 tonn, og tæp 19 tonn frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Innflutningur á þurrkuðum döðlum var sama ár 191 tonn. Mest frá Íran, 146 tonn. Alls 205 tonn af döðlum fyrir utan það sem er flutt inn í tilbúnum réttum eða annars konar varningi. Ættkvíslinni Phoenix Milli 12 og 19 tegundir pálma tilheyra ættkvíslinni Phoenix. Náttúruleg heimkynni þeirra eru á Kanaríeyjum í vestri, meðfram norðurströnd Afríku á eyjum í Miðjarðarhafinu, í Tyrklandi og við botn Miðjarðarhafsins um Litlu Asíu til Kíma og Malasíu. Kjörlendi þeirra er fjölbreytt og nær yfir eyðimerkur, fenjasvæði og niður að sjó. Eyðimerkurpálmar vaxa aðallega þar sem grunnvatnsstaða er há við vinjar eða við uppsprettur í eyðimörkinni. Tegundir innan ættkvíslarinnar eru frá því að vera dvergvaxnar í nokkurra metra há tré með allt að sex metra löng blöð. Margar tegundir Phoenix eru þekktar sem skrautplöntur, bæði innan dyra og utan. Allir pálmar eru einkímblöðungar. Tegundin P. dactylifera kallast döðlupálmi og gefur af sér döðlur. Döðlupálmar Döðlupálmar eru sígrænir og ræktað- ir vegna ávaxtanna sem kallast döðlur. Plantan er með víðfeðma og stundum djúpvaxandi trefjarót. Ein- eða margstofna og getur náð allt að 40 metrum að hæð. Stofninn er jafn- breiður, um metri í þvermál, frá rót og upp í krónu og hrjúfur viðkomu Blöðin margskipt, fjórir til átta metrar að lengd á löngum stilk með löngum og mislægum þyrnum. Hvert blað skiptist í um 150 smáblöð, 15 til 100 sentímetra að lengd og tveir til sex sentímetra breitt. Líftími blaða er þrjú til sjö ár. Í blöðunum eru langar trefjar. Pálmar eru einkynja og ber því hver planta annaðhvort karl- eða kvenkynsblóm. Einstaka plöntur geta verið tvíkynja en það er sjaldgæft. Blómin eru lítil og mynda nokkur þúsund saman stóran, hvítan eða gulan vönd. Vindfrjóvgandi. Eitt aldin myndast af hverri frjóvgaðri frævu og þroskast þau saman í hnapp. Aldinið er ber með einu fræi. Í ræktun eru karlplönturnar einungis notaðar til frjóvgunar og í sumum tilfellum eru karlplöntur aðfluttar þegar kvenplönturnar blómstra. Frjóvgun fer þá fram með hjálp vindvéla eða þá að frjóið er penslað á frævurnar með höndum þjálfaðra frjómeistara. Stærð, litur og bragð þroskaðra aldina er misjafnt eftir kvæmum, afbrigðum og staðbrigðum döð- lupálmanna sem hafa þróast ólíkt í mörg þúsund ár. Lengd aldinanna þrír til sjö sentímetra að lengd og Döðlupálmar eru sígrænir og ræktaðir vegna ávaxtanna sem kallast döðlur. Þeir geta ná allt að 40 metra hæð. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Þroskaðar döðlur á döðlupálma. Áætluð heimsframleiðsla á döðlum árið 2016 er talin vera rúmar 8,4 milljónir tonna. Ferskar döðlur á markaði.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.