Bændablaðið - 09.05.2018, Side 37

Bændablaðið - 09.05.2018, Side 37
37Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 tveir til þrír sentímetrar í ummál, rauð, brún og gul að lit. Fræið í aldininu tveir til þrír sentímetrar að lengd og sex til átta millimetrar í þvermál. Fræin spíra auðveldlega en það tekur sjö til tíu ár fyrir fræ- plöntur að mynda æt aldin. Langstærstur hluti döðlupálma í ræktun er ræktaður af græðlingum enda plöntur af græðlingum fljótari að gefa af sér aldin en fræplöntur. Aldingæfar plöntur við góð skilyrði gefa af sér allt að 140 kíló af aldinum yfir vaxtartímann. Döðlupálmar í ræktun kjósa vel framræstan, kalkríkan og sendinn jarðveg með pH 8 til 11. Líftími döðlupálma er 200 og 300 ár og plantan getur gefið af sér aldin í hátt í 200 ár. Alls konar döðlur Döðlupálmar eins og við þekkjum þá í dag finnast ekki villtir í náttúrunni og upprunalegur vaxtarstaður fyrstu döðlupálmanna er óþekktur en flest bendir til að hann hafi verið í frjósama hálfmánanum milli Egyptalands og Mesópótamíu. Einnig hafa verið leiddar að því líkur að döðlupálmar séu ræktunarafbrigði P. sylvestris sem vex villtur og er ræktaður á Indlandi. Í dag eru döðlupálmar ræktaðir á pálmabeltinu sem liggur frá Norður-Afríku um Mið-Austurlönd til Suður-Asíu og í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Döðlum er skipt í þrjár meginræktunargerðir eftir mýkt og sætleika. Mjúkar döðlur, 'Barhee', 'Halawy', 'Khadrawy' og 'Medjool', hálfþurrar 'Dayri', 'Deglet Noor', 'Zahdi', og þurrar 'Thoory'. Skiptingin fer eftir innihaldi aldinsins af sykrum sem gefur 75% af þurrefni þeirra og eru því döðlur dísætar. Ólík kvæmi, afbrigði og staðbrigði döðlupálma skipta þúsundum og hvert þeirra aðlagað sínum vaxtarstað og aldin þeirra ólíkt að stærð, áferð, lögun, lit og bragði. Dæmi um ólíka döðlur eru Aabel sem eru algengar í Líbíu, Amir Hajj frá Írak sem eru þéttar í sér með þunna húð. Barhee eru hnöttóttar, dökkbrúnar að lit og bragðmiklar. Derrie frá suðurhluta Írak eru svartar, langar og mjóar og mjúkar undir tönn. Khastawi, sem einnig koma frá Írak, eru fremur smáar en sætar og þykja góðar sem eftirréttur. Sayer döðlur eru appelsínugular, mjúkar og sætar. Aftur á móti eru Thoory döðlur, sem eru vinsælar í Alsír, rauðbrúnar að lit, krumpaðar og sagðar sætar með hnetukeim. Fræ- eða steinlaus döðluafbrigði þekkjast en þykja lakari að gæðum en aldin með fræi. Fuglinn Fönix Latneska ættkvíslarheitið Phoenix vísar til egypska goðsagna eldfuglsins sem kastar sér í eldinn á 500 ára fresti og rís endurfæddur. Líkt og fuglinn Fönix spretta pálmar auðveldlega upp aftur lendi þeir í bruna. Döðlupálmar eru stundum nefndir Methúsalem-pálmar eftir elsta manni Biblíunnar sem sagt er að hafi orðið 969 ára gamall. Tegundarheitið dactylifera er dregið af gríska orðinu daktulos eða hebreska orðinu dashel sem bæði merkja fingur og vísar til lögunar aldinsins. Það var Svíinn Carl von Linné sem gaf plöntunni latínunafn auk þess sem hann sagði hana prinsinn meðal plantna. Orðið date á ensku á uppruna sinn í frönsku. Á spænsku kallast döðlur fecha de la fruta, data di frutta á ítölsku og dadlar á sænsku. Gömul nytjajurt Steingervingar benda til að frumpálmar hafi vaxið á jörðinni fyrir að minnsta kosti 50 milljón árum. Fornleifarannsóknir sýna að döðl- ur hafa verið hluti af fæðu fólks í Mið-Austurlöndum og Indusdalnum í þúsundir ára og minjar sýna að þær voru ræktaðar á austanverð- um Arabíuskaga 5500 árum fyrir Kristsburð. Fornleifarannsóknir þar sem í dag er Pakistan benda einnig til ræktunar á döðlupálmun á þeim slóðum fyrir um 7000 árum. Forn-Egyptar brugguðu döðluvín sér til hressingar á meðan þeir voru að byggja pýramídana og fræ döðlupálma voru meðal þess sem fannst í gröf Tutankhamus faraós. Egyptar litu á döðlupálma sem tákn um langlífi. Döðlur geymast vel og því upplögð fæða fyrir kaupmenn sem fóru með úlfaldalestir yfir eyðimörkina. Þar sem döðlufræ spíra auðveldlega við réttar aðstæður er líklegt að þeir hafi sett þau niður við vinjar í eyðimörkinni til að eiga til góða seinna á ferðalögum sínum. Einnig voru fræin notuð sem getnaðarvörn, bæði fyrir konur og úlfaldakýr með því að koma þeim fyrir í leginu og þannig fyrirbyggja getnað. Dísæt getnaðarvörn það. Einnig eru döðlur notaðar sem dýrafóður. Greinar döðlupálma voru sigur- tákn rómverska hersins. Í því ljósi er skiljanlegt að farið hafi um róm- versku landsstjórnina í Gyðingalandi þegar Jesús kom ríðandi á ösnu inn í Jerúsalem á pálmasunnudag í upphafi páskahátíðar Gyðinga og múgurinn lagði fyrir hann pálma- greinar og hrópaði „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“ Lýðurinn sá Jesúm sem veraldlegan sigurvegara sem mundi hrinda hernámi Rómverja. Líklegt er að Márar hafi fluttu hann til Suður-Spánar þar sem hann getur borið aldin. Talið er að Spánverjar hafi flutt með sér fræ döðlupálma til Mið- Ameríku 1765 og að Fransiskan munkar hafi ræktað þá þar sem nú er Kaliforníuríki árið 1770. Pálmi Heródesar Skömmu eftir síðust aldamót tókst grasa- og garðyrkjufræðingum í Ísrael að rækta upp döðlupálma af fræi sem fannst í rústum sumarhallar Heródesar konungs. Fræið hafði varðveist í 2000 ár Á síðasta ári náði pálminn, sem er karlplanta, þriggja metra hæð, blómstraði og gaf af sé frjó. Leitin að döðlunum Árið 1898 var sett á laggirnar sérdeild innan landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna sem ætlað var að leita uppi nýjar ræktunarjurtir fyrir bændur í Bandaríkjunum. Starfsmenn deildarinnar voru sendir út um heim og leituðu uppi áhugaverðar ræktunarplöntur og sendu eða fluttu með sér fræ eða græðlinga til Bandaríkjanna. Meðal nytjajurta sem fluttar voru til Bandaríkjanna vegna starfa þessara manna eru mangó, avókadó og mörg ólík yrki sítrusávaxta og daðla. Grasafræðingurinn David Fairchild var einn þeirra sem sendur var út af örkinni til að leita uppi efnilegar nytjaplöntur í Mið- Austurlöndum. Sagan segir að Fairchild hafi kosið að fara til Mið- Austurlanda vegna þess að hann hafi verið heillaður af ævintýrunum í Þúsund og einni nótt frá því að hann var barn. Fairchild og samstarfsmaður hans, Walter Swingle, kynntu sér döðlurækt í Alsír og komust að þeirri niðurstöðu að döðlur þaðan mundu henta vel til ræktunar á þurrum svæðum í Kaliforníu. Í fyrstu sendu þeir heim fræ en þau spíruðu illa. Næst söfnuðu þeir græðlingum af pálmum og sendu heim. Þeir döfnuðu vel og eru móðurplöntur döðluræktunar í Bandaríkjunum í dag. Döðlur í trúarbrögðum Döðlupálmar skipa ríkan sess í trúarbrögðum gyðinga, kristinna og múslima og eru nefndir í helgiritum þeirra. Pálmar eru nefndir í bæði Gamla og Nýja testamenti Biblíunnar og í 17 súrum Kóransins. Pálma er víða getið í Biblíunni. Í sjöunda kafla Ljóðaljóðanna þegar fegurð konu er mærð segir meðal annars: „Vöxtur þinn er eins og pálmatré, brjóst þín sem klasarnir“, og í 12. kafla Jóhannesarguðspjalls segir: „Múgur, sem enginn gat tölu á komið, af öllum þjóðum og kynkvíslum, lýðum og tungum, stóð frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddur hvítum skikkjum og hafði pálmagreinar í höndum.“ Sé fylgstu skynsemi gætt má með góðum rökum álykta sem svo að lífsins tré og skilningstréð í paradís Adams og Evu hafi verið döðlupálmi en ekki eplatré. Spámaðurinn Múhameð á að hafa sagt að döðlupálmar væri sú besta eign sem nokkur maður gæti átt og hann hvatti alla múslima til að rækta þá. Döðlupálmi er sú planta sem oftast er getið í Kóraninum. Múhameð ráðlagði múslimum að enda föstur með því að borða döðlur þar sem að þær væru hreinsandi. Samkvæmt Kóraninum eru döðlur ávextir í paradís. Súlur í byggingarlist Egypta, Grikkja og Rómverja byggja á vaxtarlagi pálmatrjáa. Nytjar Daðla er víða getið í fornum ritum sem læknandi, til dæmis við ýmiss konar bólgum, höfuðverk, maga- og lifrarverk. Þær eru einnig losandi eins og margir eldri borgarar og aðrir sem þjást af harðlífi vita. Döðlur eru lostæti hvort sem þær eru borðaðar einar sér sem snakk eða með öðru. Þær eru góðar í salat, brauð, pottrétti, fyllingar, grauta og eftirrétti. Döðlur eru eitt af undirstöðuhráefnunum í HP-sósu. Laufblöðin eru notuð í stráþök og ofin í margs konar nytja- og listmuni eins og hatta, gróft vaðmál, mottur, reipi, körfur og báta. Eftir að aldinin eru tínd af vöndunum sem þau vaxa í eru vendirnir notaðir sem sópar. Döðlufræ sem eru mýkt í vatni eru gefin sem fóður en séu þau þurrkuð eru þau brennd til húshitunar eða nýtt í skrautmuni. Döðlufræ má mylja og sjóða úr þeim döðlukaffi. Safa er tappað úr stofnum döðlupálma og úr honum unninn pálmasykur og pálmasýróp og pálmavín. Döðlur á Íslandi Lítið fer fyrir gömlum frásögnum um döðlur á Íslandi en greinilegt á auglýsingu í tímaritinu Ísafold frá því í nóvember 1892 að þær eru þá þekktar hér. Í auglýsingunni, sem er frá Verslun W. Christensens, segir að nýkomnar séu til landsins með millilandaskipinu Laura miklar birgðir af nauðsynjavörum eins og „ekta schweitzer ostur, meieriostur, spegepölse, kartöflur, laukur stór spanskur, citronur, bananar, epli, vínber, kandíseraðir ávextir, krakmöndlur, confect rúsínur, döðlur, valdhnetur, heslihnetur o. m. fl.“ Fram til þessa hefur úrval af mismunandi döðlum í háum gæðaflokki þótt vera takmarkað hér á landi. Því hefur verið gantast með að þetta væri hálfgert úlfaldafóður. Sagt er að aðalbrandarinn í eyðimörkinni sé því hvort mikið sé um úlfalda á Íslandi. Múslímar enda oft föstur með því að borða döðlur þar sem þær eru sagðar hreinsandi. höndum. Ólík kvæmi, afbrigði og staðbrigði döðlupálma skipta þúsundum og hvert lit og bragði. Undirbúningur fyrir döðluhátíð í Sádi-Arabíu. af pálma.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.