Bændablaðið - 09.05.2018, Page 46

Bændablaðið - 09.05.2018, Page 46
46 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Í síðasta mánuði frumsýndi Hekla nýja gerð af Mitsubishi sem nefnist Eclipse Cross. Bíllinn er fáanlegur í fimm mismunandi undirtegundum og í 7 mismunandi litum, ýmist fjórhjóladrifinn eða bara með drif á framhjólunum. Ég prófaði næstdýrasta bílinn, sem nefnist Mitsubishi Eclipse Instyle og er framhjóladrifinn, sjálfskiptur bensínbíll með 163 hestafla vél. Afar hljóðlátur og þægilegur til ferðalaga á bundnu slitlagi Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu lítið heyrðist í vélinni og umhverfishljóðum inn í bílinn þegar ég var í umferðinni á bundnu slitlagi. Sætin í bílnum voru leð- urklædd og aldrei þessu vant var ég ánægður með þau, og ég hef alltaf verið mótfallinn leðursæt- um. Það var einfaldlega eitthvað óskýranlegt við þessi sæti sem skapaði vellíðan, bæði framsæti og aftursætin. Ég er vanur að reyna að keyra prufubíla í kringum 100 km en þennan bíl var svo gott að keyra að prufuaksturinn endaði í 230 km. Í lok prufuakstursins var ekinn grófur 5 km malarvegur, en þar fannst mér bíllinn vera með of stífa fjöðrun og dekkin gefa lítið eftir. Mikið lagt upp úr þægindum og öryggi Fyrir nokkrum árum var það nýlunda að bílar væru með akreina- lesara sem varaði ökumenn við þegar ekið var yfir málaðar línur á malbikuðum vegum, þessi búnaður er orðinn staðalbúnaður í flestum bílum í dag og er í þessum bíl. Hann er einnig með fjarlægða- tengdan hraðastilli (ACC: Adaptive Cruse Control) sem virkar þannig að ef hraðastillirinn er stilltur á 90 og bíllinn fyrir framan hægir á sér hægir MM. Eclipse Cross líka á sér. Þegar bíllinn fyrir framan eykur ferðina gerir hann það líka. Á upplýsingaskjáinn, þar sem bakkmyndavélin er, er hægt að fá upp margar myndir og m.a. þegar bakkað er sýnir lítil mynd allt umhverfi bílsins svipað og mynd væri tekin ofan á bílinn úr smá hæð og fyrir mér er þessi sýn svolítið ný. Í Eclipse Cross er stjórnunin á þessum skjá með öðrum hætti en ég hef séð áður, en skjánum er stjórnað með litlum snertifleti á milli sætanna svipað og í fartölvum og því þarf ekkert að teygja sig að skjánum. Plúsar: Útlit og hönnun er til fyrirmynd- ar, en í mörgum jepplingum svipuðum og þessum er frekar þröngt fyrir aftursætisfarþega, en í þessum bíl sem ég prófaði er gott að sitja í aftursætunum, hiti í sætunum, rými mikið og gluggar tiltölulega stórir með gott útsýni. Tvær topplúgur eru í bílnum sem gefa góða birtu inn í bílinn í veðri eins og var þegar bíllinn var prófaður (lágskýjað og ausandi rigning), ættu að gefa farþegum fallega norðurljósasýn upp um topplúgurnar þegar svoleiðis er í boði. Hliðarspeglarnir eru stórir og sýna vel aftur fyrir bíl. Eyðslan er ekki mikil, en í langkeyrslu var ég að eyða 6,9 lítrum af bensíni og í innanbæj- arakstrinum var mín eyðsla 8,4 lítrar. Það er ekkert óeðlilegt að vera aðeins fyrir ofan uppgefna eyðslu miðað við veðuraðstæður og að vera ekki að keyra á Eco stillingunni. Uppgefin eyðsla er 6,0 samkvæmt bæklingi (geri ráð fyrir að það sé á Eco still- ingunni). Verðið á Mitsubishi Eclipse Cross er frá 3.990.000 og upp í 5.290.000 (bíllinn sem prófaður var kostar 4.990.000). Mínusar: Á malarvegi fannst mér bíll- inn frekar harður enda ekki mikla fjöðrun að fá út úr lágum dekkjunum sem eru af stærðinni 225/55/18. Ekkert varadekk er í bíln- um og eru svona lág dekk því sífellt í hættu á að skemmast. Auðveldlega væri hægt að setja 17 tommu felgur á bílinn og vera með 225/60/17 dekk sem gefa mun betri fjöðrun og er þá minni hætta á að höggva hliðina úr dekkjunum á almennt lélegu vegakerfi Íslands. Munurinn á að keyra bílinn á Eco stillingunni og venjulegri stillingu var mikill og hafði ég litla þolinmæði að keyra á Eco stillingunni. Þyngd 2.150 kg Hæð 1.685 mm Breidd 1.805 mm Lengd 4.405 mm Dráttargeta 1.600 kg Helstu mál og upplýsingar É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Það var ekki hlaupið að því að ná birtingarhæfri mynd af Mitsubishi Eclipse Cross í rigningunni. Myndir /HLJ Með því að kveikja ljósin og hafa þau alltaf kveikt (ekki slökkva ljósin þótt mælaborðið segi þér að gera það þegar drepið er á), afturljósin sem eru Bakkmyndavélin sýnir nýja sýn, en hægri myndin sýnir ofan á bílinn og Þessi bíll er með einhverja bestu hliðarspegla sem ég hef séð og ekið með. Topplúgurnar tvær hljóta að vera skemmtilegar þegar norðurljósagangur er á himni. Ég er aldrei sáttur þegar ég verð þess áskynja að ekkert varadekk er í bíl sem ég ek. Mín skoðun er að varadekkslausa bíla eigi að banna með lögum. Snertiflöturinn til að stjórna upplýsingarskjánum er vel staðsettur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.