Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 20192 FRÉTTIR Könnun Gallup um viðhorf erlendra ferðamanna til íslenska lambakjötsins: Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt – 64% eru fremur eða mjög jákvæðir í garð lambakjöts og 38% þekkja einkennismerki Icelandic lamb Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands, eða 54%, hefur neytt íslensks lambakjöts á ferðum sínum um landið einu sinni eða oftar. Þá eru 64% þeirra jákvæðir eða fremur jákvæðir í garð lambakjöts en einungis 2% neikvæðir og 34% taka ekki afstöðu samkvæmt könnun Gallup. Icelandic lamb hefur á undanförnum árum verið að kynna merki sitt sem einkennir nú um 170 veitingastaði um allt land sem leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðli. S í fe l l t f le i r i veitingastaðir hafa sýnt áhuga á að hafa þetta merki á áberandi stað til að leggja áherslu á að þar sé boðið upp á íslenskt lambakjöt. Einnig er vaxandi áhugi meðal verslana um að fá að nota merkið, einkum þeirra sem sérhæfa sig í sölu á kjöti. Var Kjötkompaníið fyrsta sérverslunin til að festa merkið upp á vegg hjá sér. Sífellt fleiri ferðamenn þekkja merki Icelandic lamb Kannanir Gallup sem gerðar hafa verið frá 2017 sýna að erlendir ferðamenn eru stöðugt að vera meðvitaðri um þetta einkennismerki lambakjötsins hér á landi. Í könnun Gallup frá 2017 kemur fram að 27% erlendra ferðamanna þekktu til merkis Icelandic lamb í veitingahúsum og verslunum. Í könnun sem gerð var í maí 2018 sögðust 29% þekkja merkið og í könnun í nóvember 2018 voru 38% erlendra ferðamanna meðvituð um tilvist merkisins. 54% hafa borðað lambakjöt Rúmlega helm- ingur ferða manna sem hingað koma neytir eða bragðar lambakjöt einu sinni eða oftar á ferð sinni um landið. Undanfarin tvö ár hefur þetta hlutfall haldist nokkuð stöðugt. Þegar ferðamenn voru spurðir um hvort þeir hafi borðað lambakjöt á veitingahúsum og/eða keypt það í verslunum í dvöl sinni hér á landi svöruðu 54% ferðamanna því játandi árið 2017. Þar af höfðu 40% fengið lambakjöt á veitingahúsum en 10% höfðu keypt það bæði í verslun og á veitingahúsi, en 4% einungis í verslun. Í maí 2018 svöruðu 49% sömu spurningu játandi. Þar af höfðu 36% keypt það á veitingahúsum en 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 5% einungis í verslunum Í október síðastliðnum voru þeir sem neytt höfðu íslensks lambakjöts 54%. Þar af 38% á veitingahúsum og 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 3% höfðu neytt lambakjöts sem einungis var keypt í verslun. /HKr. Sauðfjárrækt: Opinn fagráðs- fundur 1. mars Fagráð í sauðfjárrækt stefnir á að halda fræðslu- og umræðufund um ræktunarstarfið í sauðfjárrækt í Bændahöllinni föstudaginn 1. mars. Fundurinn er hugsaður sem vettvangur til að ræða stefnur og strauma í sauðfjárræktinni, kynna starfsemi fagráðs og kynna niðurstöður úr rannsóknum. Nánari dagskrá veður auglýst þegar nær dregur, en upplagt er fyrir þá sem láta sig þessi mál varða að taka daginn frá. /Fagráð Orkan er dýr í dreifbýlinu – Algengur kyndingarkostnaður heimila í Vestmannaeyjum er um 150 þúsund króna hærri á ári en á Seltjarnarnesi Þegar litið er á orkukostnað heimila þá getur verið ansi dýr reskturinn á landsbyggðinni. Í dreifbýli þar sem kynda þarf hús með rafmagni getur sá kostnaður hæglega verið þrefalt til fjórfalt hærri en lægst gerist hjá íbúum á höfuðborgarsvæðinu. Hæst er algengt verð á raforku til húshitunar hjá HS veitum í Vestmannaeyjum, eða 209.635 krónur á ári. Þar er lægsta mögulega orkuverð til húshitunar hins vegar142.568 krónur. Lægst er algengt orkuverð hins vegar frá hitaveitu Seltjarnar ness, eða 59.924 krónur á ári, og munar þar nærri 150 þúsund krónum á ári á algengu verði i Vestmannaeyjum. Útreikningar Orkustofnunar Í skýrslu Byggðastofnunar, sem kom út á bóndadaginn 25. janúar síðastliðinn, um samanburð á orkukostnaði heimila á Íslandi 2018 er miðað við útreikninga sem Orkustofnun gerði fyrir Byggðastofnun á raforku- og húshitunarkostnaði yfir heilt ár. Miðað var við sams konar fasteign á nokkum stöðum bæði í þéttbýli og dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3. Þá er miðað við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kílówattstundir (kWst) við húshitun. Notendur í dreifbýlinu borga meira Þegar skoðaður er heildarorku- kostnaður miðað við lægsta mögulega verð frá öllum veitum 2018 eru íbúar í dreifbýli á veitusvæði Orkubús Vestfjarða að borga mest. Er þá miðað við íbúa sem ekki njóta hitaveitu. Notendur í dreifbýli á veitusvæði RARIK án hitaveitu og hjá Veitum ohf. voru í svipaðri stöðu á síðasta ári og viðskiptavinir OV. Notendur í dreifbýli á Norðurlandi sem njóta hitaveitu eru lítið betur settir. Algengasta verð hæst hjá RARIK Hafa ber í huga að þarna er verið að miða við lægstu verðtaxta svo kostnaður heimila getur í sumum tilfellum verið mun hærri. Þannig er heildarorkukostnaður í dreifbýli þegar miðað er við algengasta verð nokkru hærri hjá RARIK en Orkubúi Vestfjarða, eða 324.967 krónur á móti 315.550 krónum. Þar er það hærra verð RARIK fyrir beina rafhitun sem dregur verðið upp. Þar er RARIK að bjóða 204.906 krónur á ári en OV er með 195.449 krónur. Bæði RARIK og Rafveita Reyðarfjarðar eru þar með hærra algengasta verð en OV. Þá eru HS veitur með hæsta algengasta verðið fyrir beina rafhitun í Vestmannaeyjum, eða 209.634 krónur. Samt er heildarpakki Vestmannaeyinga nærri 100 þúsund krónum lægri yfir árið en hjá RARIK, eða 226.690 krónur. Í þéttbýliskjörnum er algengasta verðið hæst í Grundarfirði. Neskaupstaður, Vopnafjörður, Hólmavík, Reyðarfjörður, Höfn, Seyðisfjörður, Bolungarvík, Ísafjörður og Patreksfjörður fylgja þar fast á eftir. Lægsti heildarorkukostnaður er á Seltjarnarnesi, 138 þúsund, en 315 þúsund á Vestfjörðum Ef horft er til lægsta mögulega verðs heildarorkukostnaðar þá er hann, líkt og undanfarin ár, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða nú kr. 315.179, eða 1,5% hærri en árið 2017. Miðað við þá staði sem nú er horft til er heildarorkukostnaðurinn lægstur á Seltjarnarnesi kr. 138.557. Munurinn er 176.622 krónur og þurfa Vestfirðingar því að greiða rúmlega 227% hærra orkuverð en Seltirningar. Lægsta raforkuverð á höfuðborgarsvæðinu er 79 þúsund en 120 þúsund hjá OV Fram kemur í útreikningunum að lægsta mögulega verð á raforku sem notendum stendur til boða á hverjum stað, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst á Akranesi, í Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, um 79 þúsund krónur. Í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarða bætist 52% við verðið í Reykjavík og borga vestfirsku neytendurnir þá 120 þúsund krónur. Húshitun í dreifbýli á Vestfjörðum 226% hærri en á Seltjarnarnesi Þegar kemur að húshitunarkostnaði er munurinn öllu meiri. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Seltjarnarnesi, kr. 59.924. Þá koma Flúðir með kr. 60.492 og Mosfellsbær með kr. 79.804. Með Seltjarnarnes sem ódýrasta kostinn er munurinn á hæsta og lægsta verði um 226%. Af þeim stöðum sem skoðaðir voru árið 2017 var lægsti húshitunarkostnaðurinn á Seltjarnarnesi, kr. 55.380, á Flúðum kr. 61.628 og í Grindavík kr. 84.632. Fyrir ári síðan var lægsta mögulega verð hæst á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli, hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli, á Hólmavík, í Grundarfirði, í Neskaupstað, á Reyðarfirði og í Vopnafjarðarhreppi kr. 191.666. Hefur sá kostnaður hækkað um tæp 2% og er nú kr. 195.134. Þá voru Bolungarvík, Ísafjörður og Patreksfjörður einnig með hæstan kostnað árið 2017, kr. 191.666 en hefur nú lækkað í kr. 189.996. Notkun varmadælu getur stórlækkað orkukostnað Með notkun varmadæla myndi húshitunarkostnaður, þar sem nú er bein rafhitun, lækka að jafnaði um 50%. Þeir sem eru með beina rafhitun í sínu íbúðarhúsnæði geta sótt um eingreiðslu (styrk) til Orkustofnunar til að setja upp varmadælu. Íbúar sem fá orkuna frá kyntri hitaveitu eða annarri hitaveitu geta ekki fengið slíkan styrk. Þau svæði sem í þessari greiningu eru með beina rafhitun eru eftirfarandi: • Bolungarvík • Grundarfjörður • Hólmavík • Höfn • Ísafjörður • Neskaupstaður • Orkubú Vestfjarða – dreifbýli • Patreksfjörður • RARIK – dreifbýli • Reyðarfjörður • Seyðisfjörður • Vopnafjörður Lækkun á þessum svæðum væri því um kr. 100.000 á heimili á ársgrundvelli. Einnig er íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum með beina rafhitun. Stendur það til bóta með uppsetningu sjóvarmadælu og því geta einstakir notendur í Vestmannaeyjum ekki sótt um slíkan styrk. /HKr./MÞÞ Hagstofa Íslands: Lækkun vísitölu neysluverðs Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2019 er 462,0 stig og lækkar um 0,41% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 394,3 stig og lækkar um 0,73% frá desember 2018. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,4% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 2,6%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í janúar 2019, sem er 462,0 stig, gildir til verðtryggingar í mars 2019. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.122 stig fyrir mars 2019. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.