Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 39 Handboltinn færir okkur Íslend- ingum eina þjóðarsál, gleði og hrifningu. Og hvernig sem það má nú vera þá eigum við landslið aftur og aftur sem slær stórþjóðir út. Við Íslendingar erum í fremstu röð og nú í fótboltanum einnig, á það jafnt við um karla og kvennaliðin. Eða eins og forsetafrúin okkar, hún Dorrit Moussaieff, sagði í hrifningu sinni þegar við unnum silfrið á Ólympíuleikunum í Peking 2008: „Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi.“ Nú er handboltalandsliðið í mikilli endurnýjun og hefur aldrei leikið yngra eins og á HM, þeir voru aðeins 23 ára gamlir að meðaltali. Nú vakti það mikla athygli að Selfyssingar voru margir í liðinu, fjórir talsins ,og þar af þrír þeirra náfrændur, komnir af Hurðarbaksætt. Og enn fremur er spútniklið Selfoss sem Patrekur Jóhannesson þjálfar og leiðir til stórra sigra oft skipað að hálfu strákum af þessari ætt. Haukur Þrastarson sá ungi aðeins sautján ára sem leikstýrði landsliðinu gegn heimsmeisturum Frakka og Teitur Örn Einarsson eru systkinasynir og hinn frábæri Elvar Örn Jónsson náfrændi þeirra og Árni Steinn Steinþórsson markaskorarinn snjalli sem leikur með Selfoss einnig. Í Selfossliðinu hafa einnig leikið þeir Örn Þrastarson, bróðir Hauks og besti þjálfari hans frá barnsaldri, og svo Rúnar Hjálmarsson frá Langsstöðum sem var leikmaður og fyrirliði liðsins. En þessir sex strákar eiga allir sömu formóðurina, Þuríði Árnadóttur frá Hurðarbaki, hennar maður var Guðmundur Kristinn Gíslason. Einstök íþróttagen og afreksfólk í keppnisíþróttum Uppruni þessa fólks er frá Hurðarbaki í Flóa, frá hjónunum Árna Pálssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur. Þau eignuðust tólf börn, níu syni og þrjár dætur. Það fór magnað orð af hreysti og dugnaði þessara systkina, þau eru eftirminnileg öllum þeim sem þeim kynntust og fara af þeim héraðs- og þjóðsögur. Keppnisskap þeirra var orðlagt og drengskapur í leik og starfi. Þessi ættarfylgja erfist kynslóð fram af kynslóð og fáar ættir eru jafn vel búnar til íþróttaafreka og þetta fólk. Fyrrnefnd Þuríður og Guðmundur eignuðust níu börn og út af þeim hefur sprottið afreksfólk sem bar uppi sigra Héraðssambandsins Skarphéðins og gerir enn. Synir Þuríðar og Guðmundar voru tveir, þeir Gísli og Rúnar, fjölhæfir frjálsíþróttamenn, m.a. í glímu, hástökki og köstum. Rúnar glímukóngur Íslands og Gísli vann það sér m.a. til afreka í glímu að leggja ofurmennið Ármann J. Lárusson, sem fáir gerðu. Systur þeirra bræðra á Hurðarbaki voru liðtækar í íþróttum og börn þeirra ekki síður. Má þar fyrst nefna Guðmund Kr. ,Sigurð, Kára og Þuríði Jónsbörn og Sigríðar frá Hurðarbaki,en hún sjálf var óvenju spretthörð. Systkinin öll margfaldir Íslandsmeistarar í spretthlaupum og stökkum og Þuríður átti Íslandsmet í 200 metra hlaupi. Þá ber að nefna Jón Arnar Magnússon, son Þuríðar Jónsdóttur, sem er tvímælalaust einn mesti afreksmaður íslenskra íþrótta og hafa fáir tugþrautarmenn í heimi komist með tærnar þar sem hann hafði hælana. Jón Birgir og Ólafur, synir Guðmundar Kr. og Láru Ólafsdóttur, voru einnig og eru afburðamenn í frjálsíþróttum og Jón Birgir er faðir Elvars Arnar sem fyrr er nefndur. Eins má nefna Árna Stein og Kristrúnu Steinþórsbörn en þau hafa verið lykilmenn með liði Selfoss í handbolta og verið valin í landslið, móðir þeirra er ein Þuríður enn Einarsdóttur í Oddgeirshólum, dóttir Eyrúnar frá Hurðarbaki. Þuríður og systkini hennar frá Dalsmynni unnu einnig til afreka í Skarphéðni. Og enn ber að nefna Þuríði til leiks Ingvarsdóttur en sonur hennar er Teitur Örn Einarsson, hún sjálf var góð frjálsíþróttakona í HSK. Ragnar Sverrisson Járnkarl er einn Hurðarbaksmanna sem fer mikinn, kominn um sextugt, þar er það Stefanía Pálsdóttir frá Litlu- Reykjum sem er móðirin, dóttir Páls Árnasonar frá Hurðarbaki. Haukur Þrastarson, sem nú er talinn eitt mesta efni í heiminum, er sonur Þrastar Ingvarssonar og Guðbjargar Bjarnadóttur og Örn Þrastarson einnig sonur þeirra en þau eiga líka dæturnar Hrafnhildi Hönnu og Huldu Dís, báðar í handboltaliði Selfoss og Hrafnhildur Hanna í landsliði kvenna í handbolta og Hulda Dís í unglingalandsliðinu í handbolta. En Helga Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki er móðir Þrastar, og því amma þeirra systkina. Tvíburabróðir Þrastar er Svanur en þeir voru miklir afreksmenn í sundi. Í þessari ætt er eitthvað meira afl en gerist og gengur, óvenjulegir hæfileikar á sviði íþrótta og gæti ég talið margt fólk til viðbótar sem frækið er. Nefni Sævar Þór Gíslason, afburðamann í fótbolta og lykilmann Selfoss um langa hríð. Genin eru góð og auðvitað má ekki gleyma að allir eru líka annarrar ættar, enginn er eingetinn nema Jesús Kristur. Og ég verð að nefna í lokin að Guðbjörg, móðir Hauks og þeirra systkina, er sjálf af magnaðri handboltaætt, sjálf var hún handboltakona og sunddrottning, átti Íslandsmet. En systkini hennar, þau Sigurjón, Gústaf og Hulda afreksfólk í handboltanum og öll í landsliðinu. Og Gústi Bjarna á enn Íslandsmet í markaskorun í landsleik, hann skoraði 21 mark af 32 mörkum Íslendinga gegn Kínverjum í sínum heimabæ þá Selfossi 1997. Rammir íþróttahæfileikar í báðum ættum þeirra Guðbjargar og Þrastar. Svo hjálpar auðvitað lýsið, lambakjötið, mjólkin og skyrið. Guðni Ágústsson ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐA DANSKAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI OPIÐ: ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM VÖNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG LESENDABÁS Hurðarbaksmenn hetjur handboltans og íþróttanna Guðni Ágústsson. Laugardaginn 2. febrúar opnar Áskell Þórisson, fyrrum ritstjóri Bændablaðsins, ljósmyndasýningu í veitingastaðnum Energia í Smáralind. Áskell verður með á annan tug mynda sem allar eru tengdar íslenskri náttúru. Meðfylgjandi mynd tók Áskell í leirhver á Suðurlandi. Áskell sýnir í Energia í Smáralind Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.