Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201910 FRÉTTIR Íbúar á Íslandi orðnir 357.050: Viðsnúningur í þróun byggðar á Vestfjörðum – Íbúafjöldi þessa landshluta er kominn yfir 7000 í fyrsta sinn síðan 2012 Um síðustu áramót voru íbúar Íslands samtals 357.050 og hafði þá fjölgað um 8.600 á árinu. Þar af voru 182.870 karlar og 174.180 konur, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Íbúum landsins hefur fjölgað um 84.669 á 20 árum, frá 1998, eða um ríflega 31%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 228.260 manns í árslok 2018, en 128.780 utan þess. Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu 44.310 erlendir ríkisborgarar á Íslandi, eða 12,4% af heildarmannfjölda samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Íbúaþróun að snúast við á Vestfjörðum Íbúaþróun á Vestfjörðum fyrir utan Strandasýslu hefur verið að snúast við eftir stöðuga fólksfækkun áratugum saman. Má leiða líkum að því að uppbygging í fiskeldi og væntingar um frekari uppbyggingu í þeirri grein sem og í vinnslu á þörungum af hafsbotni séu að valda þessum breytingum. Þannig virðist trú manna vera að eflast í að þessi landshluti geti verið vænlegur til búsetu. Þá hafa hátæknifyrirtæki líka verið að festa sig í sessi, eins og Kerecis, sem framleiðir græðandi sáraumbúðir úr fiskroði. Eins binda Vestfirðingar miklar vonir við að loks hilli undir alvöru samgönguúrbætur með heilsársvegtengingum milli allra byggðarlaga í fjórðungnum og til annarra landshluta eftir áratuga bið. Íbúar Ísafjarðarbæjar komnir yfir 3.800 Íbúar í Ísafjarðarbæ, þ.e. Ísafirði, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri og sveitum þar í kring, eru nú komnir yfir 3.800 í fyrsta sinn síðan 2010. Þá eru íbúar í Bolungarvík orðnir 950 og hafa ekki verið fleiri síðan 2010. Sömu sögu er að segja af íbúum í Súðavíkurhreppi þar sem íbúar eru nú 200 og hafa ekki verið fleiri síðan 2014. Vesturbyggð hefur líka státað af hærri íbúatölu undanfarin þrjú ár en í fjölda ára þar á undan. Þar búa nú 1.000 manns. Vestfirðingar hafa ekki verið fleiri síðan 2012 Vestfirðir mega þó muna sinn fífil fegurri hvað íbúafjölda varðar. Sem dæmi töldust íbúar fjórðungsins vera 11.300 árið 1950 og 10.479 árið 1980. Fór íbúum fjórðungsins svo stöðugt fækkandi allt þar til í árslok 2014 þegar íbúatalan var komin niður í 6.480, en þá hófst viðsnúningur. Í árslok 2015 voru íbúar Vestfjarða orðnir 6.870 og 6.995 í árslok 2017. Nú í árslok 2018 voru þeir orðnir 7.060 og eru 40 fleiri en árið 2012 þegar íbúarnir voru síðast fleiri en 7.000. /HKr. Mynd / HKr. Lífrænt vottað lambakjöt til útflutnings – Mest öll framleiðslan úr næstu sláturtíð verður seld til Þýskalands Sauðfjárbændur með lífræna vottun hafa lítið borið úr býtum á undanförnum árum umfram aðra sauðfjárbændur hvað afurðaverð snertir. Markaðssetning og sala á þessum afurðum hefur ekki gengið nægilega vel og nú er svo komið að ekki hefur verið talið þess virði að flokka þær sérstaklega frá öðrum og markaðssetja. Nú hillir undir að hagur þessara bænda muni vænkast nokkuð á næstu misserum þar sem í undirbúningi er að senda allt lífrænt vottað lambakjöt á Þýskalandsmarkað eftir næstu sláturtíð. Sex íslenskir sauðfjárbændur hafa lífræna vottun fyrir sitt fé. Sem fyrr segir hefur lítill virðisauki fengist af vottuninni fram að þessu, ekkert álag var greitt í síðustu sláturtíð en tíu prósent árið 2017. Einhverjir þeirra haft eitthvað upp úr krafsinu með sölu beint frá býli – eða með því að upprunamerkja vörurnar sínar og selja á sveitamörkuðum og í sælkeraverslunum. Sláturhús SAH Afurða á Blönduósi er eina sláturhúsið með slíka vottun, en það er í eigu Kjarnafæðis. Verðið 15–20 prósent hærra Andrés Vilhjálmsson, útflutnings- stjóri Icelandic Lamb ehf., hefur átt í samskiptum við þýska kaupendur sem hafa áhuga á þessari vöru og segir hann að málið sé í góðum farvegi. Ekki sé hægt að ráðast að fullu í þessa sölu strax, meðal annars af því að kjötið hafi ekki sérstaklega verið flokkað í afurðastöðinni. Þó ætti að vera hægt að senda fljótlega nokkur tonn til að byrja með. „Eftir næstu sláturtíð er svo stefnan að senda mest allt lífrænt lambakjöt sem framleitt er hér á landi, líklega í kringum 20 tonn, og er talað um 15–20 prósent hærra verð en fæst á slíkum markaði fyrir venjulegt lambakjöt. Stór hluti af þessari hækkun færi þá beint til bóndans. Skrokkarnir fara þá út með evrópsku upprunavottuninni og lífrænt vottuðum stimpli frá Evrópusambandinu,“ segir Andrés. Halla Steinólfsdóttir, sauð- fjárbóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum, segir að um miklar gleðifréttir sé að ræða. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir alla en auðvitað sérstaklega fyrir okkur þessa örfáu með vottun. Þrjóskan okkar og tiltrúin á þennan lífsstíl er að borga sig,“ segir Halla. Hún segir að það skipti miklu máli að fá meira fyrir afurðirnar og hún hafi aðallega verið móðguð yfir því að þessu úrvalshráefni hafi ekki verið sýnd tilhlýðileg virðing og metin að verðleikum. Stjórnvöld og samtök bænda ættu að fara að gefa sauðfjárafurðum með lífræna vottun meiri gaum í sinni stefnumótun og markaðssetningu. Vottunin hér á pari við evrópska laufblaðið „Það er mjög skemmtilegt að það verði hægt að rekja kjötið beint á íslenska sveitabæinn þar sem lambakjötið er upprunnið. Vottunin hjá Túni er á pari við evrópska laufblaðið. Það er vel þekkt og neytendur treysta því. Þar liggur tækifærið. Andrés Vilhjálmsson hjá Icelandic Lamb var heima í þessum fræðum og ég þakka fyrir það,“ segir Halla. /smh Afl Sultartangavirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður aukið um 8 megawött en aukið afl verður fyrst og fremst fengið með breytingu á vélbúnaði. Þetta kom fram á fundi sveitarstjórnar fyrir skömmu þar sem Albert Guðmundsson og Sveinn Kári Valdimarsson frá Landsvirkjun komu og kynntu framkvæmdina. Í dag hefur Sultartangavirkjun leyfi fyrir 125 megawött en fyrirhuguð aflaukning kallar á breytt virkjunarleyfi. Þá kom fram á fundinum hjá Landsvirkjunarmönnunum að fyrirtækið hefur ákveðið að byggja nýjan veg að Hjálparfossi en það verk verður unnið í vor. /MHH Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Afl Sultartangavirkjunar aukið um 8 megawött Grafningsréttir fluttar Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafnings hrepps tók fyrir á síðasta fundi sínum málefni Grafn ingsrétta en fyrir liggur að núverandi réttir á Selflötum (í landi Úlfljótsvatns) eru komnar á það stig að það mun þurfa að eyða talsverðum fjármunum í þær til að hægt sé að rétta í þeim að ári. Vegna ónýtra fjallgirðinga í landi Króks og Villingavatns hafa smalaleiðir breyst svo um munar, smalasvæði hefur stækkað og nær niður að Grafningsvegi og því væri hentugast fyrir féð, smala og bændur að réttirnar yrðu fluttar niður undir Grafningsveg. Fjallskilanefnd hefur lagt til við sveitarstjórn að hafnar verði viðræður við landeigendur Úlfljótsvatns hvort hægt sé að flytja réttirnar niður undir veg við ristahlið á mörkum Úlfljótsvatns og Villingavatns. Réttirnar yrðu þá enn í landi Úlfljótsvatns. Sveitarstjórn hefur samþykkt samhljóða að verða við beiðni fjallskilanefndar. /MHH Fyrsti kynningarfundur viðskipta- hraðalsins „Til sjávar og sveita“ fór fram á Selfossi þann 29. janúar síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og greinilega mikill hugur í fólki, að sögn skipuleggjenda hjá Icelandic Startups. Markmið viðskiptahraðalsins er að gefa þátttakendum kost á að þróa hugmyndir sínar að vörum eða þjónustu og að koma þeim á markað. Búið er að opna fyrir umsóknir í hraðalinn en fyrst og fremst er verið að leita að nýjum lausnum sem stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun í landbúnaði og sjávarútvegi. Fjöldi fagfólks í landbúnaði, sjávarútvegi og viðskiptalífinu mun leggja frumkvöðlum lið í vinnunni sem er fram undan. Auk þess að kynna hraðalinn hittu verkefnastjórar Icelandic Startups efnilega frumkvöðla sem hafa hug á að taka þátt í hraðlinum. Sjö til tíu teymi verða valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum sem hefst 28. mars og stendur yfir í níu vikur. Fundir víðar um land Næstu fundir verða þann 31. janúar á Sauðárkróki og Akureyri, 5. febrúar á Hvanneyri og 7. febrúar í Granda mathöll í Reykjavík. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á Facebook-síðu þess og vefsíðunni tilsjavarogsveita.is. Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“: Ert þú með góða viðskiptahugmynd?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.