Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201926 LÍF&STARF Spinder fjósainnréttingar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga að nánast öllum þörfum nútímafjósa. Við afgreiðum stíur, jötugrindur og milligerði í mörgum stærðum og gerðum og í flestum tilfellum er afgreiðslutíminn stuttur og varan flutt heim í hlað. Hafðu samband: bondi@byko.is INNRÉTTINGAR byko.is UTAN ÚR HEIMI Í flestum tilfellum var kjötið innkallað vegna alvarlegrar salmónellusýkingar, það sem í Bandaríkjunum kallast „Class One“ sýking og getur hugsanlega valdið alvarlegri sýkingu og jafnvel dauða neytenda. Bandaríki Norður-Ameríku: Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum Samkvæmt tölum sem Land- búnaðar ráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt tvöfölduðust innkallanir á sýktu rauðu og hvítu kjöti í landinu á árunum 2013 til 2018. Innkallanir á alvarlega sýktu kjöti voru 97 árið 2018, eða fjórða hvern dag og alls rúm 5,4 milljón tonn. Í flestum tilfellum var kjötið innkallað vegna alvarlegrar salmónellusýkingar, það sem í Bandaríkjunum kallast „Class One“ sýking og getur valdið alvarlegri sýkingu og jafnvel dauða neytenda. Samkvæmt nýlegri skýrslu um sýkingar í kjöti í Bandaríkjunum segir að því miður sé það staðreynd að sífellt meira af hættulega sýktu kjöti sé á markaði og að berast inn á borð þjóðarinnar og breytir þá engu hvort um sé að ræða rautt kjöt eða kjúklinga. Kjötframleiðendur í Banda- ríkjunum hafa svarað skýrslunni og segja að auknar innkallanir séu vegna aukins eftirlits en ekki vegna þess að meira af sýktu kjöti sé í umferð. Þrátt fyrir aukið eftirlit eru skráð um 48 milljón tilfelli af völdum mataeitrunar á ári í Bandaríkjunum. Um 120.000manns lenda á spítala og um 3.000 manns látast af völdum matareitrana í Bandaríkjunum á ári. Í skýrslunni er eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum gagnrýnt harðlega. Meðal annars vegna þess að þrátt fyrir að afbrigði sýklalyfjaónæmrar salmónellu greinist í kjöti sé sala þess leyfileg. Svar kjötframleiðenda við þessu er að salmónella sé náttúruleg baktería sem ekki sé hægt að losna við að fullu. Í svari sínu greina þeir ekki á milli salmónellu sem hefur öðlast sýklalyfjaónæmi vegna ofnotkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og salmónellu sem finnst víða í umhverfinu. /VH Byggðastofnun styrkir meistaranema: Framtíðarsýn bænda á heima- vinnslu og viðskipti Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að styrkja þrjá meist ara - nema sem vinna að loka verkefnum á sviði byggðamála. Heild ar upphæð styrkjanna er ein milljón króna. Veittir eru tveir styrkir að upphæð 350.000 krónur, en þriðja verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 300.000 krónur. Tvær rannsóknanna eru á sviði heilbrigðismála en þriðja verkefnið er könnun varðandi heimavinnslu landbúnaðar afurða. All s bárust níu umsóknir um styrkina, sem er nokkur fjölgun frá síðasta ári. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og skulu verkefnin sem sótt er um styrk til hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. Langvinnir sjúkdómar fjarri sérfræðiþjónustu Þórunn Björg Jóhannesdóttir, meistaranemi á heilbrigðis- vísindasviði í Háskólanum á Akureyri, hlaut 350 þúsund króna styrk vegna verkefnis sem heitir „Að takast á við langvinnan sjúkdóm fjarri sérfræðiþjónustu: upplifun einstaklinga með kransæðasjúkdóm“. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa upplifun fólks með kransæðasjúkdóma á landsbyggðinni af eftirliti, endurhæfingu, fræðslu og stuðningi við sjálfsumönnun og lífsstílsbreytingar og hins vegar að lýsa sýn þátttakenda á þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er og þeim úrbótum sem hópurinn telur mikilvægar. Krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð Reynsla fólks af landsbyggðinni af krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð er verkefni sem Halldóra Egilsdóttir, meistaranemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, hlaut 350 þúsund króna styrk til að gera. Markmið rannsóknarinnar er að veita innsýn í reynslu einstaklinga af landsbyggðinni af því að fá krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu verið leiðbeinandi við þróun þjónustu, bæði í dreifbýli og á Landspítala og stuðlað að því að betur verði mætt þörfum einstaklinga óháð búsetu. Viðhorf bænda til heimavinnslu Þriðja styrkinn fékk Elfa Björk Sævarsdóttir, meistaranemi í mat- væla fræði við Háskóla Íslands, 300 þúsund krónur, vegna verkefnis sem nefnist Heima vinnsla land- búnað ar afurða – framtíðarhorfur. Í verkefninu verður viðhorf bænda til heimavinnslu og heimasölu búafurða kannað sem og skoðað hver framtíðarsýn bænda er varðandi vöruþróun og milliliðalaus viðskipti. Eins verður kannað hversu margir bændur sjá fyrir sér fullvinnslu heima á býli eða í héraði og milliliðalausa sölu afurða. Einnig verður skoðað hvernig matvælaöryggi er tryggt í heimavinnslu. /MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 14. febrúar Fyrsta alvarlega tilfelli greni- barkarbjöllu var staðfest í Kent í Englandi fyrir skömmu. Skógfræðingar á Bretlands- eyjum segja að skaðinn sem grenibarkarbjallan geti valdið nái hún fótfestu í landinu sé mun meiri en áhrif útgöngu Evrópusambandsins verði nokkurn tíma. Talið er að grenibarkarbjalla, Ips typographus, geti valdið talsverðum skaða í skógrækt á Bretlandseyjum takist ekki að hefta útbreiðslu hennar. Áætlað er að skaði vegna bjöllunnar í Svíþjóð og Noregi síðustu hálfa öldina eða svo nemi um níu milljón rúmmetrum af timbri. Grenibarkarbjöllur eru 4 til 5 millimetrar að lengd og brúnar eða svartar á litinn. Lirfa bjöllunnar er hvít og eftir að hún umbreytist í fullorðið dýr veldur hún trjánum skaða með því að naga viðinn eftir að hún klekst úr eggi. Auk þess sem sveppasýking fylgir iðulega í kjölfarið. Yfirvöld skógarmála á Bretlandseyjum hafa sívaxandi áhyggjur af því að sífellt fleiri tegundum meindýra og sjúkdóma eru að berast til landsins og eykst fjöldi þeirra á hverju ári og tíu nýjar plöntuóværur skráðar á mánuði. Skógfræðingar á Bretlandseyjum segjast sérlega áhyggjufullir yfir þeim skaða sem bjöllurnar geta valdið sitkagreni, en um 29% skóga landsins eru vaxnir sitkagreni. Auk þess sem sitka er helsta nytjatré landsins þegar kemur að viðarframleiðslu. /VH Bretlandseyjar: Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu Eftir að lirfur grenibarkarbjöllunnar klekja út eggi og umbreytast í fullorðin dýr naga þær við sitkagrenis og geta hæglega drepið trén.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.