Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 45 svæðinu búa. Meðalnytin þar var 8.223 kg eftir árskú. Þessum búum til viðbótar náðu átta bú yfir 8.000 kg meðalafurðum eftir árskú eins og sjá má í meðfylgjandi töflu og hefur fjöldi svo afurðahárra búa aðeins einu sinni verið meiri, árið 2017 þegar þau voru 15. Randafluga 1035 í Birtingaholti 4 mjólkaði mest Nythæsta kýrin á landinu árið 2018 var Randafluga 1035 í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bola 620 Kastalasyni 07003, en hún mjólkaði 13.497 kg með 4,17% fitu og 3,13% próteini. Burðartími Randaflugu féll mjög vel að almanaksárinu en hún bar sínum fjórða kálfi 3. janúar 2018. Randafluga fór hæst í 55,1 kg dagsnyt á nýliðnu ári en var komin í geldstöðu í desember s.l. Hún sýndi strax á sínu fyrsta mjólkurskeiði mikla afurðagetu er hún fór í 30 kg dagsnyt og náði mjaltaskeiðsafurðum upp á 9.344 kg. Skráðar æviafurðir hennar á fjórum mjaltaskeiðum voru 44.998 kg um síðustu áramót. Randafluga stendur þegar þetta er skrifað með 113 í kynbótamat, þar af 132 fyrir afurðir og á nautastöðinni á Hesti sinnir nú rétt um ársgamall sonur hennar og Úranusar 10081, Humall 18001, því hlutverki sínu að gefa sæði til kynbóta á íslenska kúastofninum. Önnur í röðinni árið 2018 var kýr nr. 1038 í Hólmi í Austur- Landeyjum, undan Vindli 05028, en hún mjólkaði 13.736 kg með 4,53% fitu og 3,24% próteini. Þessi kýr bar öðrum kálfi sínum 17. desember 2017 og fór hæst í 48,1 kg dagsnyt á árinu 2018. Skráðar æviafurðir hennar eru 22.112 kg. Þriðja nythæsta kýrin var kýr nr. 848 í Flatey í Hornafirði, undan Otri 11021, en nyt hennar á árinu var 13.678 kg með 3,69% fitu og 3,16% próteini. Hún bar sínum þriðja kálfi 23. nóvember 2017, fór hæst í 48,1 kg dagsnyt og skráðar æviafurðir hennar eru 23.559 kg. Fjórða nythæsta kýrin var kýr nr. 482 á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, dóttir Kambs 06022, en hún mjólkaði 13.521 kg með 3,94% fitu og 3,41% próteini. Hún bar þriðja sinni og þá tvíkelfingum á Þorláksmessudag 2017, fór hæst í 43,5 kg dagsnyt á árinu 2018 og skráðar æviafurðir eru 29.221 kg. Fimmta í röðinni var Drottning 1945 í Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi, dóttir 1780, sonar Kola 06003. Drottning bar öðrum kálfi sínum 16. desember 2017 og fór hæst í 50,5 kg dagsnyt á mjólkurskeiðinu en hún skilaði 13.481 kg á árinu með 4,13% fitu og 3,46% prótein. Skráðar æviafurðir Drottningar eru 23.737 kg. Alls skilaði 91 kýr afurðum yfir 11.000 kg og þar af 16 yfir 12.000 kg. Árið 2017 náðu 77 kýr nyt yfir 11.000 kg. Braut 112 á Tjörn á Skaga við 100 tonna múrinn Af þeim kúm sem eru á lífi í dag státar nú Braut 112 á Tjörn á Skaga, dóttir Stígs 97010, af mestum æviafurðum. Um áramótin hafði hún mjólkað 98.955 kg þannig að óðfluga styttist í 100 tonnin en við sjáum gjarnan í erlendum nautgriparæktartímaritum kýr sem ná 100 tonna æviafurðum heiðraðar. Rétt er að hafa í huga að þar er oftar en ekki um að ræða Holstein-kýr sem mjólka mun meira að meðaltali en íslenskar kýr. Það er því mikið afrek hjá kúm af kyni þar sem meðalafurðir eru ríflega 6.000 kg á ári að ná 100 tonna æviafurðum. Braut 112 er fædd 12. september 2005 og átti sinn fyrsta kálf 23. október 2007 en alls hefur hún borið 10 sinnum að meðtöldum tveimur fósturlátum. Þrátt fyrir þau áföll er Braut nú búin að mjólka 98.955 kg mjólkur eins og áður sagði. Mestum afurðum á einu almanaksári náði hún 2011, 10.961 kg, en á árinu 2017 hjó hún nærri því er hún mjólkaði 10.699 kg. Mestum afurðum á einu mjólkurskeiði, í það minnsta hingað til, hefur hún náð á yfirstandandi mjólkurskeiði, 18.354 kg um síðustu áramót. Þetta mjólkurskeið er orðið langt en hún bar síðast 7. febrúar 2017. Endist henni aldur og heilsa verður það enn lengra. Hún var hins vegar enn að og við mælingu í desember var Braut í 23 kg dagsnyt. Hún á því góða möguleika á að rjúfa 100 tonna múrinn á allra næstu misserum. Næst Braut 112 stendur Jana 432 á Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi en hún hafði um síðustu áramót mjólkað 95.069 kg. Þessi kýr er fædd 8. mars 2005, bar fyrsta kálfi 18. september 2007 og hefur borið níu sinnum til viðbótar, nú síðast 28. desember 2017. Hún er með fangi og væntanlegur burðardagur er þann 2. Júlí í sumar. Jana hefur verið farsæl kýr en mestum afurðum á einu ári, allavega hingað til, náði hún 2103 er hún mjólkaði 10.372 kg. Mestum mjaltaskeiðsafurðum náði hún á sínu sjötta mjaltaskeiði eða 11.614 kg. Á yfirstandandi mjaltaskeiði hefur hún mjólkað 10.314 kg þannig að líklega verður það hennar afurðamesta en hún var í 18 kg dagsnyt við mælingu í desember s.l. Rétt er að taka fram að Jana hefur skilað reyndu nauti til notkunar en Öllari 11066 var sonur hennar og Ófeigs 02016. Núverandi Íslandsmet í æviafurðum á Mókolla 230, dóttir Snarfara 93018, á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, 117.635 kg. Á síðastliðnu ári var ein þeirra kúa sem telja má til afrekskúa í íslenska kúastofninum felld eftir langa og farsæla ævi. Vorkoma 534 í Garði í Eyjafirði var fædd á Torfufelli í Eyjafirði 7. maí 2004, dóttir Prakkara 96007, en flutti aðsetur sitt að Garði strax að lokinni mjólkurfóðrun eða við þriggja mánaða aldur. Hún var felld í ágúst s.l. Fyrsta kálfi bar hún 24. september 2006 og hún bar 11. og síðasta sinni 30. apríl 2018. Vorkoma náði að mjólka 96.215 kg á æviskeiði sínu en mestum afurðum á einu almanaksári náði hún 2014 þegar hún mjólkaði 9.523 kg. Afurðamesta mjólkurskeið hennar var það þriðja þegar hún mjólkaði 11.332 kg. Mjólkurframleiðendum öllum, en ekki síst ábúendum á Hóli í Svarfaðardal og Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, óskum við til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum samstarfið á nýliðnu ári. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Brúsastaðir í Vatnsdal sem eru í eigu Gróu Margrétar Lárusdóttur og Sigurðar Mynd / HKr. Mynd / HKr. *Ö ll v erð m iða st við ge ng i E UR 13 3. Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Sími 480 0480 // byggingar@jotunn.is // www.jotunn.is Lítið hús 31 - 80m2 2 fullbúin herbergi - 40m2 Sælureitur Bjóðum vönduð heilsárshús, hönnuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður sem henta jafnt sem lítil íbúðarhús, sumarhús og til útleigu. Vönduð viðarklæðning á veggjum í lit að eigin vali. 150mm einangrun í gólfi og veggjum. 225mm einangrun í lofti. Vandað vinilparket á gólfum. 18m2 viðarpallur fylgir með. Aðrar stærðir fáanlegar. Fullbúið 31m2 hús með gólfefnum, húsgögnum og palli. Öll húsin eru íslensk hönnun og byggðar í samræmi við íslenskar byggingareglugerðir. Verð aðeins kr. 6.990.000 án vsk (8.667.600 m. vsk)* Náttstaður Bjóðum fullbúið 40m2 heilsárshús með 2 íbúðum sem hentar mjög vel til útleigu eða sem aðstaða fyrir starfsmenn. Vönduð viðarklæðning á veggjum í lit að eigin vali. 150mm einangrun í gólfi og veggjum. 225mm einangrun í lofti. Vandað vinilparket á gólfum. Góð hljóðeinangrun á milli herbergja. 22m2 viðarpallur fylgir með. Öll húsin eru íslensk hönnun og byggðar í samræmi við íslenskar byggingareglugerðir. Fullbúið hús með gólfefnum, húsgögnum og palli. Tilboðsverð kr. 7.980.000 án vsk (9.895.200 m. vsk)*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.