Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201924 LÍF&STARF Þessi fallega pottaplanta hefur fengið nafn sitt vegna lögunar sinnar en neðsti hluti stofnsins á ungum plöntum myndar nánast hnöttóttan, trékenndan forðahnúð sem geymir vatn og næringarefni. Upp af honum vex grannur trékenndur stofn sem ber þéttan krans ílangra, gljáandi laufblaða sem veita plöntunni sérstakt og heillandi útlit. Flöskupálmi (Beaucarnea recurvata) er ekki eiginlegur pálmi þótt nafnið gefi það til kynna heldur er hann skyldari liljum og aspas. Kemur frá Mexíkó Tegundin vex villt á þurrlendum, björtum og hlýjum stöðum í Mexíkó. Nú teljast 12 tegundir innan ættkvíslarinnar. Mjög hefur þrengt að náttúrulegum vaxtarstöðum þeirra í S- Ameríku vegna ágangs manna. Því hafa verið settar alþjóðlegar takmarkanir á sölu tegundanna í þeirri viðleitni að viðhalda náttúrulegum stofnum þeirra en pottaplönturnar okkar eru framleiddar af ræktuðu fræi í gróðurhúsum. Í náttúrunni myndast fræin á plöntum sem hafa náð 10–15 ára aldri. Tegundin er sérbýlisplanta, því þarf bæði karl- og kvenplöntu til að þroskuð fræ myndist. Varla er hægt að búast við að flöskupálminn myndi fræ í heimahúsum. Eldri plöntur í pottum geta orðið mannhæðar háar eða hærri. Ungar plöntur mynda einn háan trékenndan miðstöngul en á eldri plöntum geta allmargir sjálfstæðir sprotar vaxið upp úr neðsta hlutanum og gefur það plöntunni enn sérstæðara yfirbragð. Hægt er að sníða aukasprota af með beittum hníf og reyna að láta þá mynda rætur í vikurblandaðri mómold. Þrífst best á björtum stað Sem pottaplanta nýtur flösku- pálminn sín best á björtum stað en hún þolir hálfskugga. Venjulegur stofuhiti hentar henni ágætlega. Sökum þess að hún vex fremur hægt má hafa hana í fremur litlum pottum. Ef ætlunin er að leyfa plöntunni að ná sem mestum vexti er ágætt að koma henni fyrir í stærri potti. Þá þarf að vanda til verka, skola moldina varlega af rótunum með volgu vatni, greiða síðan vandlega úr rótarkerfinu þannig að það dreifist sem jafnast í nýja pottinum. Notuð er góð vikur – eða sandblönduð pottamold. Best er að umpotta að áliðnum vetri. Flöskupálmi þarfnast ekki mikillar vökvunar og skyldi gæta þess að fjarlægja allt umframvatn úr pottahlífinni að vökvun lokinni, um hálftíma eftir að vökvað hefur verið. Ofvökvun fer illa með ræturnar og er algengasta dánarorsök plantnanna. Frá vori til hausts er vökvað með daufri áburðarlausn öðru hvoru en í skammdeginu er dregið mjög úr vökvun og áburðargjöf hætt með öllu. Plöntum sem vaxa í mjög smáum pottum er helst hætt við ofþornun en eldri plöntur í stærri pottum þarf yfirleitt aðeins að vökva vikulega eða sjaldnar. Auðvelt að halda plöntunni við Almennt er auðvelt að halda plöntunni heilbrigðri og fallegri árum saman sé þess gætt að halda vökvun og áburðargjöf í réttu horfi. Meindýr sækja ekki mikið í laufið, helst eru það spunamítlar. Flöskupálmi er ein af þessum sérkennilegu, karaktermiklu pottaplöntum sem gera ekki flóknar ræktunarkröfur en gefa bæði heimilum og stofnanaumhverfi glæsilegt yfirbragð. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslusviðs GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Flöskupálmi getur orðið mannhæðar hár „Það eru mörg spennandi verk- efni í farvatninu hjá okkur,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Hann telur að komandi ár verði mikilvæg og áhugaverð fyrir byggðalagið. Ekki sé ólíklegt að samstarf sveitar- félaga á svæðinu muni aukast, hvort sem um verði að ræða formlegar sameiningar eða aukið samstarf. Mannlíf í Strandabyggð er gott, fjölbreytni mikil og þar vantar fólk til starfa. Íbúar í Strandabyggð eru hátt í 500 talsins, staðsetning sveitarfélagsins er nokkurn veginn miðja vegu á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, en sveitarfélagið samanstendur af þéttbýliskjarnanum Hólmavík og sveitunum þar í kring. „Strandabyggð er fyrst og fremst þjónustukjarni þar sem boðið er upp á hátt þjónustustig,“ segir Þorgeir, en meðal þess sem finna má í sveitarfélaginu er Heilsugæsla, Vegagerð, Orkubúið, Kaupfélagið, Sparisjóðurinn, Pósturinn, Sýslumaðurinn, Lögreglan, slökkvilið, björgunarsveitin Dagrenning, Íþróttamiðstöð, grunn-, og leikskóli auk tónlistarskóla. Ferðaþjónusta er rekin í sveitarfélaginu, m.a. hótel, gistiheimili og veitingastaðir, en einnig er þar útgerðarfélag, öflugur landbúnaður og matvælaframleiðsla bæði er varðar landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Einnig er í sveitarfélaginu öflug menningarstarfsemi, leikfélag starfandi, tveir kórar og söfn svo eitthvað sé nefnt. Fólk vantar til starfa á Ströndum en vandinn er sá að sögn Þorgeirs að meira mætti vera til af lausu húsnæði á staðnum líkt og gildir víða á landsbyggðinni. „Engu að síður eru nokkur hús til sölu hér,“ segir Þorgeir. Skoða möguleika á hitaveitu Þorgeir segir að verið sé að skoða möguleika á uppbyggingu hitaveitu í sveitarfélaginu með því að leiða vatn úr Hveravík í Kaldrananeshreppi yfir til Hólmavíkur. „Fram undan er álagsprófun á holu sem þar er og eftir að því er lokið vitum við hvort þarna er nægilegt vatn fyrir hitaveitu. Það er ekki spurning að það myndi breyta miklu fyrir okkur og auka lífsgæðin verulega, sem þó eru mikil fyrir,“ segir Þorgeir. Annað verkefni sem verið er að ýta úr vör er viðamikið umhverfis- og hreinsunarátak, þar sem tekin verða fyrir viss svæði í þorpinu og dreifbýlinu og þau markvisst hreinsuð. „Það hefur um árin safnast töluvert saman af bílum, dekkjum, vélum og öðru sem öllum er til ama en nú ætlum við að ráðast í heilmikið hreinsunarátak í samstarfi við íbúana og atvinnurekendur á staðnum.“ Þorgeir segir staðsetningu Hólmavíkur góða með tilliti til ferðaþjónustu, einkum hafsækinnar ferðaþjónustu. Undanfarin ár hafi hvalaskoðun verið rekin frá Hólmavík, af fyrirtækinu Láki Tours frá Grundarfirði og hafi það gefist sérlega vel. „Steingrímsfjörður hefur verið iðandi af hval dag eftir dag undanfarin ár. Það má segja að Strandabyggð sé hið raunverulega anddyri að Hornströndum og því kjörinn staður til að leggja upp frá í ferðir norður á Strandir og á Hornstrandir,“ segir Þorgeir. Aukin verðmæti á hvern íbúa áhugavert markmið Viðfangsefni sveitarfélags á borð við Strandabyggð segir Þorgeir vera endalaus, alltaf sé eitthvað við að fást og engir tveir dagar eins. Fjölbreytileikinn sé einkennandi fyrir daglega lífið. „Svona lítil sveitarfélög hafa oft og tíðum sams konar markmið; að auka útsvarstekjur svo hægt sé að fara í frekari framkvæmdir og uppbyggingu, laða að nýtt fólk og fjölskyldur og efla og styrkja á þann hátt mannlífið. En við getum líka séð fyrir okkur markmið sem lúta að því einfaldlega að viðhalda því sem við höfum og skapa aukin verðmæti. Það er ekki allt fengið með fjöldanum og aukin verðmæti á hvern íbúa er áhugavert markmið,“ segir Þorgeir og bendir á að á Hólmavík sé rækjuvinnsla, útgerðarfyfirtæki, landbúnaður sé í sveitarfélaginu og innan þessara atvinnugreina gætu legið tækifæri til frekari verðmætasköpunar. Fylgjast með nágrannasveitarfélögum Þorgeir nefnir að næstu þrjú ár verði áhugaverð og mikilvæg fyrir Strandabyggð. Í Árneshreppi sem liggur að Strandabyggð eru virkjunarframkvæmdir í undirbúningi og í öðru nærliggjandi sveitarfélagi, Reykhólahreppi, er vindmyllugarður til skoðunar og gangi þær framkvæmdir eftir munu þær skapa heilmikil tækifæri til sóknar sem einnig ná inn í Strandabyggð. „Við fylgjumst með þessum undirbúningi og metum hvaða tækifæri geta falist í þessum framkvæmdum fyrir okkur. Strandabyggð er mikilvægur þjónustukjarni fyrir svæðið og öll uppbygging í kringum okkur skapar tækifæri,“ segir Þorgeir. Samstarf mun aukast Samstarf sveitarfélaga mun að hans mati aukast á komandi árum, hvort heldur er undir formerkjum sameiningar eða með öðrum hætti. „Við hér í Strandabyggð erum staðráðin í að gera okkar samfélag enn betra, fjölskylduvænna og skemmtilegra. Um það snúast öll okkar verkefni, sama hversu stór þau eru. Vissulega er staðan sú að við megum við litlu þegar að því kemur að halda atvinnu og fólki í sveitarfélaginu, það vitum við. Nýtt ár kallar því á enn frekari samstöðu um að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi og berjast fyrir því sem við höfum,“ segir Þorgeir. /MÞÞ „Nýtt ár kallar á enn frekari samstöðu um að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi og berjast fyrir því sem við höfum,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Mynd / Jón Jónsson Strandabyggð mikilvægur þjónustukjarni: Mörg spennandi verkefni fram undan – Öll uppbygging í nágrannasveitarfélögum skapar tækifæri, segir sveitarstjóri Veitt í höfninni á Hólmavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.