Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201944 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2018 Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2018 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Á árinu 2017 tók gildi sú breyting að afurðaskýrsluhald er nú skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt. Þetta þýðir að skýrsluhald er í raun og veru skylda fyrir alla framleiðendur mjólkur og nautakjöts, í það minnsta ætli menn að halda gripa- og beingreiðslum. Vegna þessa er þátttaka í skýrsluhaldi hérlendis um 100% sem mun vera einsdæmi eftir því sem næst verður komist. Þeir framleiðendur sem skiluðu einhverjum, en þó mismiklum upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 569 en á árinu 2017 voru þeir 581. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.207,7 árskýr skiluðu 6.275 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 116 kg frá árinu 2017 en þá skilaði 26.352,1 árskýr meðalnyt upp á 6.159 kg. Jafnframt eru þetta mestu meðalafurðir frá upphafi vega og þriðja árið í röð sem þær ná yfir 6.000 kg eftir árskú. Umreiknaðar í orkuleiðrétta mjólk (OLM) eru meðalafurðir síðasta árs 6.516 kg/ árskú. Meðalbústærð reiknaðist 47,1 árskýr á árinu 2018 en sambærileg tala var 45,4 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 63,0 kýr en 2017 reiknuðust þær 60,9. Samtals voru skýrslufærðar kýr ársins 35.823 talsins. Breytingar á framsetningu niðurstaðna Á árinu 2018 var framsetningu á mánaðarlegum niðurstöðum skýrsluhaldsins breytt. Uppgjörs- svæði voru stækkuð og látin fylgja kjördæmunum að mestu í stað birtingar á sýslugrunni áður. Þetta var meðal annars gert til þess að gera meðaltöl marktækari en vegna fækkunar stóðu sums staðar orðið æði fá bú bak við meðaltöl í hverri sýslu. Þá var farið að birta mun fleiri lykiltölur en áður sem lúta þá að fleiri þáttum en einungis fjölda gripa og afurðum. Má þar nefna tölur er taka til frjósemi, heilsufars og endingar. Mestar meðalafurðir á Austurlandi Svæðaskipting er nú gjörbreytt eins og áður hefur komið fram. Á árinu voru mestar meðalafurðir á Austurlandi, 6.649 kg, og síðan kemur Norðurland eystra með 6.481 kg. Stærst eru búin að meðaltali á Austurlandi, 49,7 árskýr, en næststærst eru þau á Suðurlandi, 49,0 árskýr. Meðalbúið aldrei stærra Meðalbúið stækkaði milli ára enda jókst innlegg mjólkur milli ára og innleggjendum fækkaði heldur. Meðalinnlegg á bú með innlegg allt árið nam 274.340 lítrum samanborið við 262.961 lítra á árinu 2017. Þetta er aukning upp á rúm 4%. Á sama tíma fækkaði innleggjendum mjólkur um þrettán og voru kúabú í framleiðslu 556 talsins nú um áramótin 2018/19. Mestar meðalafurðir á Hóli í Svarfaðardal 2018 – en metið á Brúsastöðum stendur Mest meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári, 2018, var á búi þeirra Karls Inga og Erlu Hrannar á Hóli í Svarfaðardal en búið stóð annað í röð afurðahæstu búa árið áður. Afurðir kúnna á Hóli voru að meðaltali 8.902 kg/árskú og fóru nærri tveggja ára gömlu Íslandsmeti kúnna á Brúsastöðum í Vatnsdal sem er 8.990 kg. Brúsastaðir í Vatnsdal er einmitt það bú sem skipar annað sæti listans að þessu sinni með 8.461 kg/ árskú en hafði vermt efsta sætið árið áður auk áranna 2013, 2014 og 2016. Þriðja í röðinni við uppgjörið nú var bú Guðlaugar og Jóhannesar Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi en þar var meðalnyt árskúnna 8.452 kg. Í fjórða sæti var Hvanneyrarbúið ehf. á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði þar sem meðalafurðir árskúnna voru 8.289 kg og fimmta búið var Félagsbúið á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi með 8.237 kg eftir árskú. Sjötta í röðinni var bú Gunnbjarnar ehf. í Gnúpverjahreppi hinum forna eða Eystrihreppi eins og hann var áður nefndur og er jafnvel enn meðal staðkunnugra og þeirra er á Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is Sigurður Kristjánsson skýrsluhald og prófarkalestur sk@rml.is Bú þar sem meðalnyt var yfir 8.000 kg/árskú Fjöldi Afurðir Bú - árslok 2018 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú 49,0 8.902 52,1 8.461 26,6 8.452 72,2 8.289 50,4 8.237 60,4 8.223 62,0 8.192 46,1 8.187 73,2 8.166 64,1 8.144 63,7 8.133 54,5 8.055 52,9 8.042 62,8 8.003 Fjöldi Afurðir Uppgjörssvæði Bú - árslok 2018 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú Vesturland 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 26,6 8.452 Vestfirðir 460128 Hvammur Ólöf og Valgeir 46,1 8.187 Norðurland vestra 560112 Brúsastaðir Brúsi ehf 52,1 8.461 Norðurland eystra 650231 Hóll Karl Ingi og Erla Hrönn 49,0 8.902 Austurland 761412 Núpur Björgvin Rúnar Gunnarsson 105,3 7.730 Suðurland 870909 Skáldabúðir Gunnbjörn ehf 60,4 8.223 Nythæstu kýrnar 2018 Árs- Prót- Kýr Faðir afurðir ein Fita Bú 1035 Randafluga 0620 Boli 13.947 3,13 4,17 871065 Birtingaholt 4 1038 05028 Vindill 13.736 3,24 4,53 860315 Hólmur 1639001-0848 11021 Otur 13.678 3,16 3,69 770190 Flatey 482 06022 Kambur 13.521 3,41 3,94 660220 Syðri-Grund 1945 Drottning 1780 13.481 3,46 4,13 871078 Birtingaholt 1 0756 Krissa 06010 Baldi 13.142 3,26 3,97 560112 Brúsastaðir 1526461-2113 06019 Logi 13.018 3,53 4,25 651014 Hranastaðir 0643 Rúna 12004 Tárus 12.897 3,22 4,03 650231 Hóll 0278 Lóa 04041 Stíll 12.895 3,40 3,79 550178 Bakki 765 02003 Lykill 12.707 3,59 3,78 651005 Espihóll 1639001-0895 767 12.609 3,42 3,99 770190 Flatey 1639001-0821 668 12.598 3,15 3,99 770190 Flatey 617 11011 Stólpi 12.445 3,23 4,35 460128 Hvammur 0972 Perla 05043 Birtingur 12.386 3,44 4,50 860315 Hólmur 1377801-0653 05001 Stöðull 12.211 3,17 3,83 380184 Lyngbrekka 0573 Sól 07046 Toppur 12.205 3,41 3,78 350802 Ásgarður Mest meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári, 2018, var á búi þeirra Karls Inga og Erlu Hrannar á Hóli í Svarfaðardal. Mynd / HKr. Mynd / Sigurður Ágústsson í Birtingaholti. Uppgjör fyrir tímabilið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Landið allt Fjöldi búa alls 86 18 92 130 29 203 558 Fjöldi búa með skil 86 18 92 128 29 203 556 Fjöldi kúa alls 3.805 687 4.195 6.302 1.440 10.118 26.547 Meðalbústærð, kýr 44,2 38,2 45,6 49,2 49,7 49,8 47,7 Fjöldi árskúa 3.775,7 709,9 4.136,2 6.191,3 1.440,3 9.954,4 26.207,7 Meðalbústærð, árskýr 43,9 39,4 45,0 48,4 49,7 49,0 47,1 Fjöldi 1. kálfs kúa 1.349 227 1.528 2.517 480 3.922 10.023 Fjöldi kvígna eldri en 24 mán 622 187 669 845 248 1.831 4.402 Endurnýjunarhlutfall 35,5 33,0 36,4 39,6 33,3 38,8 37,7 Hlutfall kúa með förgunarástæðu 100,0 100,0 100,1 100,2 100,0 100,2 100,1 Mjólkurframleiðsla síð. 12 mán. Meðalbústærð, innlögð mjólk 237.305 196.563 264.396 298.110 305.724 282.273 274.340 Mjólk/árskú 5.989 5.606 6.368 6.481 6.649 6.208 6.275 Fita kg 254 236 273 276 280 264 267 Fita % 4,25 4,21 4,28 4,27 4,21 4,25 4,26 Prótein kg 201 190 217 221 225 209 212 Prótein % 3,35 3,38 3,40 3,42 3,38 3,36 3,38 Kg OLM/árskú 6.200 5.794 6.644 6.757 6.868 6.434 6.516 Mjólkurnýting 90 89 92 93 93 92 92 Frumutala (reiknuð) 273 273 288 247 258 269 267 Mjólkandi kýr Dagsnyt/kú 15 14 16 16 18 16 16 Dagsnyt OLM/kú 15 15 17 17 18 16 17 Kjötframleiðsla síð. 12 mán. Kýr Hlutfall með sláturgögn 87,4 85,3 84,9 85,4 84,9 88,8 86,9 Flokkun 2,51 2,65 2,75 2,59 2,50 2,64 2,62 Dagar frá burði við förgun 227,4 271,8 258,7 217,3 227,2 226,9 230,4 Meðalþungi, kg 193,6 196,0 203,5 198,5 199,1 197,2 198,0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.