Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 7 „Mér varð ekki meint af, fékk smávegis vatn ofan í annað stígvélið, annað var það nú ekki,“ segir Páll Þórðarson, bóndi á Sauða- nesi, sem lenti í því að missa dráttarvél sem hann ók eftir Svínavatni niður um ísinn. Páll kveðst áður hafa ekið eftir vatninu nokkrar ferðir og þá verið í lagi með ísinn, en af einhverjum ástæðum hefði hann verið veikari fyrir á þessum stað en annars staðar. „Það var frekar grunnt á þessum slóðum og ég met það ekki svo að ég hafi verið hætt kominn, þetta er bara óhapp sem ég komst óskaddaður frá,“ segir hann. Páll náði að koma sér út um afturrúðuna áður en vélin sökk. Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi var kölluð út og fór vaskur hópur félaga með tæki og tól á staðinn og hóf aðgerðir til að bjarga vélinni upp úr vatninu. Vélin var um það bil 20 metra frá landi og stóð um það bil helmingur hússins upp úr vatninu. Beltagrafa braut sér leið að vélinni Brugðið var á það ráð, eftir að aðstæður höfðu verið metnar, að fá lánaða beltagröfu sem er í eigu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. og stóð við Laxárvirkjun. Án hennar hefði aðgerðin tekið mun lengri tíma með keðjusögum og öðrum verkfærum. Beltagrafan braut sér leið í gegnum ísinn að vélinni og var hún að því búnu dregin að landi. „Þetta fór allt eins vel og það gat farið og er dráttarvélin nú komin inn á verkstæði í afvötnun og þurrkun,“ segir í Facebook-færslu Björgunarsveitarinnar Blöndu. Páll hefur fengið vélina í hendur á ný en kveðst ekki vita enn um tjón, enn sé óljóst hvort rafkerfið hafi þolað að blotna. /MÞÞ LÍF&STARF Á sjálfan bóndadaginn, álpaðist ég til að senda Birni Ingólfssyni á Grenivík smá myndskeið þar sem ég var að dreifa viðarkurli undir varphænurnar í eggjabúinu í Sveinbjarnargerði. Lét ég þess enn fremur getið að þrír hanar hefðu slæðst með nýjum varphænum sem teknar voru inn í búið. Þar sem þeirra var engin þörf, þá gista þeir nú hel. Björn var fréttinni feginn og sendi hana til baka háttbundna með sínum smekklega hætti: Árni til verka virðist snar, en válegar eru fréttirnar; hanana myrðir án miskunnar en mylur svo undir hænurnar. Þær hrynja hringhendurnar úr hugtúni Ingólfs Ómars Ármannssonar. Þessi þorravísa er hans: Þorri kallinn krenkir jörð, klökkna fjallastrýtur. Klæðir hjalla hlíð og skörð hjúpur mjallahvítur. Jóhann Ólafsson orti líka hringhent á sinni tíð: Skáldavald og dægradvöl dýr á spjaldið skráist. Gegnum alda blíðu og böl, blóm, sem aldrei máist. Þorranum fylgja jafnan nautnir nægar í mat og drykk. Eftir Sigurð „skurð“ Jóhannsson er þessi vísa sögð: Ögn í staupi ætíð þigg, ef að mér er gefið. Ögn ég reyki, ögn ég tygg, ögn ég tek í nefið. Næstu tvær nýársvísur orti Páll Ólafsson: Undarlega er undir mér orðið hart á kvöldin, seld því undirsængin er í sýslu- og hreppagjöldin. Byrjar stríð með ári enn, ævin líður svona. Einhvers bíða allir menn, óska, kvíða og vona. Indíana Albertsdóttir orti næstu tvær vísur, þá búsett á Sauðárkróki: Æskan heit af orku og þrá ærsla þreytir kliðinn. Hljóður leitar hugur þá heim í sveitafriðinn. Stundir leiðar löngum á, lífs er meiður kalinn, enn mig seiðir æsku þrá upp í heiðardalinn. Senn líður að skilum á skattframtölum. Bjarni frá Gröf kvað þessar tvær stökur: Guði skattinn greiða ber gæfuna þó bresti. Fyrir lífið fengum vér feigð í veganesti. Í framtölum að segja satt sumum þykir mikið, en greiða heimi hinsta skatt hafa þeir ekki svikið. Höfunda og tildrög næstu vísna hef ég ekki grun um. Vænt væri það að vita: Þreyta hvarf og þungi úr fasi, þegar ég sjónir á þér festi. Sólskinsveig úr gullnu glasi gefðu mér í veganesti. Og svarvísan: Þegar ég vinur bað þig bljúgur um blöndu fyrir sjálfan mig, varst þú býsna dropadrjúgur. Drottinn góður blessi þig. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Björgunaraðgerðir hafnar. Sjá má opinn afturrúðuna á dráttarvélinni sem Páll Þórðarson bóndi skreið út um eftir að dráttarvélin fór niður um ísinn. Dráttarvél fór niður um ís og bóndinn skreið út um afturrúðuna – Vélin send í afvötnun og þurrkun Dráttarvél Páls Þórðarsonar, bónda á Sauðanesi, í vökinni og búin að tylla hjólunum á botn Svínavatns. Myndir / Björgunarfélagið Blanda. Björgunarsveitarmenn mættir á svæðið með beltagröfu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. Björgunarsveitarmenn sem komu Páli bónda til aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.