Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 35 TANNI TRAVEL www.tannitravel.is SUMARFERÐ TANNA TRAVEL Sviss 2019 26. maí til 6. júní Flogið frá Keflavík til München og heim aftur frá Zürich með Icelandair. Gist á þremur stöðum, við Bodensee, í Weggis og í Lugano. Förum í heimsókn til Ítalíu. Fararstjóri Sveinn Sigurbjarnarson, leiðsögukona Sigurbjörg Árnadóttir. Allar nánari upplýsingar eru í síma 476-1399 eða á www.tannitravel.is Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Sími 480 0480 // byggingar@jotunn.is // www.jotunn.is Glæsileg smáhýsi 14,95m2 Eigum í pöntun þessi glæsilegu smáhýsi sem við afhendum fullbúin með gólfefnum, húsgögnum, frágengnu baði og sólpalli. Henta t.d. vel sem lítil ferðaþjónustuhús, gestahús, skrifstofa eða viðbótarherbergi í garð. Húsin eru ekki byggingarleyfisskyld þar sem þau eru undir 15m2 stærð en þau eru byggð í samræmi við og uppfylla íslenskar Byggingarreglugerðir. Gerum tilboð í aðrar útfærslur eftir óskum viðskiptavina. Tilboðsverð til loka febrúar á fullbúnu húsi kr: *V erð m iða ð v ið EU R 1 33 3.210.000 án vsk (3.980.400 m. vsk)* Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is HEYRÐU BETUR! Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði. Hugaðu að heyrninni, hún er mikilvæg! Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum Í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum nr. 180/2016 skal umsóknum um stuðning skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2019. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Fylgigögn sem skila þarf með umsókn eru: a. Mat Búnaðarsambands á þörf býlis fyrir framkvæmd. b. Kostnaðar- og framkvæmdaráætlun. c. Sé um byggingu að ræða skulu fylgja teikningar. Stuðningur fyrir hvern framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa. Hjá mörgum er nú tími yfirbótar og hreinsunar í mataræði eftir óhóf jólahátíðarinnar og ára mót- anna með tilheyrandi kjötátsæði. Fyrir þá sem vilja taka aðeins til í sínu mataræði en samt leyfa sér góðan, hollan og vandaðan borgara án þess að fá samviskubit, gæti matreiðslubókin Góðborgarar eftir Ninu Olsson verið málið, þar sem lögð er áhersla á grænmetisborgara í fjölmörgum girnilegum tilbrigðum. Það er bókaforlagið Angústúra sem gefur bókina út og Helga Soffía Einarsdóttir þýðir. Kaflaskipt eftir heimshlutum Í bókinni er að finna uppskriftir að næringarríkum grænmetisborgurum, brauði, sósum og ýmsu hnossgæti. Bókinni er skipt upp í kafla eftir heimshlutum og er í hverjum þeirra að finna einkennandi bragð og keim fyrir hvern þeirra. Nina gefur einnig grunn að góðum grænmetisborgara fyrir þá sem vilja hanna sinn eigin. Borgarar við allra hæfi Borgararnir eru fjölbreyttir og girnilegir og ættu að höfða til þeirra sem borða kjöt eins og hinna sem vilja sneiða hjá því. Nina Olsson heldur úti vefnum Nourishatelier.com til að deila ástríðu sinni fyrir grænmetisfæði. Hún er fædd og uppalin í Svíþjóð en býr núna í Hollandi. Hún hefur unnið í rúmlega tíu ár á skapandi hátt með mat og hlotið verðlaun sem listrænn stjórnandi, stílisti og hönnuður. Grillborgari Svartbaunir / Karamellugljáður laukur / Grillsósa Grillborgarinn sækir innblástur til Rómönsku-Ameríku með svartbaunum og chilipipar. Svartbaunir og hrísgrjón gera klattana fastari í sér og það má leika sér með að nota mismunandi krydd. Þið getið prófað ólíkar tegundir af chilipipar, hér nota ég ancho- pipar. Ancho er þurrkað afbrigði af poblano- piparnum frá Mexíkó. Hann er frekar mildur en veitir akkúrat nógu mikið bit til að gera borgarann áhugaverðan. Berið fram löðrandi í sætri og reyktri appelsínu-grillsósu, með karamellu- gljáðum lauk og, ef þið viljið gera sérstaklega vel við ykkur, með sneið af hörðum, þroskuðum osti. Klattarnir › 300 g svartar baunir úr dós, skolaðar, sigtaðar og stappaðar með gaffli › 2 hvítlauksgeirar, marðir › 200 g sveppir, skornir › 2 msk. ólífu- eða jurtaolía › ¾ tsk. salt, meira eftir smekk › 50 g valhnetur, muldar › 100 g panko-raspur eða venjulegur brauðraspur › 50 g soðin hýðishrísgrjón › 2 msk. næringarger eða rifinn › parmesan-ostur › 1 msk. sinnep › 1 msk. balsamikedik › 1 tsk. ancho-chiliduft eða annars konar chili › 1 tsk. milt chiliduft › ¼ tsk. malaður svartur pipar › 4 brauð, skorin til helminga og léttristuð á grillinu Ofanálag › Appelsínu-grillsósa › 4 sneiðar af osti eða vegan-osti › Karamellugljáður laukur Aðferð 1. Hitið ofninn í 220°C. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og setjið í hana baunirnar, hvítlaukinn og sveppina. Úðið olíu og sáldrið salti yfir. Bakið í 20 mínútur, gætið þess að snúa öllu við eftir 10 mínútur. Takið úr ofninum. Stappið hvítlaukinn með gaffli og saxið laukinn smátt. Setjið í stóra skál og blandið restinni af hráefnunum í klattana saman við. 2. Stillið matvinnsluvél á púls og blandið deigið í skömmtum þangað til áferðin er gróf, kornótt og klístruð. Smakkið til og saltið og piprið eftir þörfum. Látið standa í kæli í 15–30 mínútur eða allt að sólarhring undir loki. Ef þið eruð með útigrill skuluð þið stilla það á meðalháan hita. 3. Skiptið deiginu í fernt og mótið fjóra klatta. Salt og pipar eftir smekk. Setjið klattana á grillið í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið þangað til þeir eru fallega brúnir, eða grillið lengur ef þið óskið eftir meira grillbragði. Hægt er að steikja klattana á pönnu eða baka þá í 15–20 mínútur í 200°C heitum ofni. 4. Takið klattana af grillinu og setjið þá á brauð með ofanálagi og sósu. Gerir fjóra borgara. /smh BÆKUR&MENNING Góðborgarar grænkerans – og annarra sem unna góðum borgurum ilbb . s obcFa e ok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.