Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 17 Gæðahurðirnar frá Lindab hafa sannað yfirburði sína með áratugaendingu við íslenskar aðstæður. Þær fást með og án mótors og henta m.a. vel fyrir blautrými þar sem ryðfríir fylgihlutir tryggja betri endingu. Allar Lindab-hurðir eru útbúnar klemmivörn og þeim öryggisbúnaði sem reglur segja til um. Kynntu þér Lindab á limtrevirnet.is eða hjá söludeild í síma 412-5350. limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Öflugar í samstarfi -liprar og sterkar iðnaðarhurðir frá Lindab Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: Akureyri sækir um aðild Bæjarráð Akureyrar hefur falið bæjarstjóra að sækja um aðild að Samtökum sjávar- útvegssveitarfélaga. Umræða var um stöðu Akureyrarbæjar sem sjávar útvegs sveitarfélags á fundi bæjarráðs nýlega sem og hvort sækja ætti um aðild bæjarins að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Gunnar Gíslason, Sjálfstæðis- flokki, hóf umræðuna og reifaði mikilvægi og vægi sjávarútvegs í Akureyrarbæ. Í tillögu sem hann lagði fram segir að Akureyrarbær hafi verulega hagsmuni af starfsemi fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi og megi ætla að hlutfall heildarlauna af starfsemi sem tengist beint eða óbeint sjávarútvegi á Akureyri sé um 25–30% að minnsta kosti. Hlutfallið sé enn hærra þegar litið sé til Hríseyjar og Grímseyjar. Því hljóti það að þjóna hagsmunum Akureyrarbæjar að vera aðili að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. /MÞÞ Siglufjörður: Fleiri farþegar með skipum Gert er ráð fyrir að 39 skemmti- ferðaskip hafi viðkomu á Siglufirði á þessu ári, frá vori og fram á haust. Fyrsta farþegaskip ársins, Ocean Diamond, kemur til hafnar þann 14. maí en hið síðasta kemur 20. september. Alls koma 11 farþegaskip til Siglufjarðar á þessu ári og með þeim koma tæplega 8.000 farþegar, 7.925 nákvæmlega. Sami fjöldi skipa kemur nú í sumar og gerði á liðnu sumri en töluverð fjölgun farþega er á milli ára, fleiri stærri skip koma nú í ár miðað við fyrra ár. Þannig eru skipakomur örlítið færri en var í fyrrasumar, 39, sem fyrr segir, á móti 42 í fyrra. Nýtt farþegaskip, Saga Sapphire, með um 600 farþega innanborðs, bætist í hóp þeirra skipa sem staldra við á Siglufirði í ár. Nokkuð er um að skipin stoppi lengur í höfn en áður en lengsta viðvera verður allt upp í 16 klst. /MÞÞ Gert er ráð fyrir að tæplega 8.000 farþegar komi með þeim 39 skemmtiferða- Mynd / Fjallabyggð Mynd / Heiðar Marteinsson Leiðrétting Í grein Guðjóns Einarssonar í síðasta Bændablaði um nytjar hafsins fjallaði hann um sögu loðnuveiða við Ísland. Þar láðist að birta kvót með texta og rétta myndatexta sem fylgdu greininni og sjá má hér undir myndum. Er Guðjón beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Greinin var annars afar áhugaverð og lýsir einkennilegri afstöðu Íslendinga til þessarar fisktegundar lengi vel og kölluðu sjómenn loðnuna jafnvel ódrátt ef hún kom í síldarnætur. Stjórnendur fiskimjölsverksmiðjanna fussuðu líka og sveiuðu yfir loðnunni en útgerðarmenn línubáta tóku henni fagnandi enda þótti hún fyrirtaks beita. Nú er loðnan talin einn mikilvægasti nytjastofn Íslendinga, enda skapa loðnuafurðir mikinn gjaldeyri í þjóðarbúið. /HKr. Mynd / Þorbjörn Víglundsson daæ eb úa B n . f r r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.