Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201938 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Býli Nafn Númer Faðir Faðir Númer Eink. Fallþ. Eink. kjötmat Eink. líflömb Eink. Heild Fallþ. Gerð Fita Ómv. Ómf. Læri Aldur Innri-Múli, Barðaströnd 143,3 Ketilseyri, Dýrafirði 133,3 Bárðartjörn, Grýtubakkahreppi 126,8 Melar, Fljótsdalshéraði 125,6 Hraunsmúli, Kolbeinsstaðahreppi 125,2 Grænahlíð, Arnarfirði 124,0 Litlu-Reykir, Reykjahverfi 123,6 Gunnarsstaðir, Þistilfirði 122,6 Klifmýri, Skarðsströnd 122,1 Melar, Hrútafirði 121,9 Litla-Hof, Öræfum 121,4 Fornustekkar, Nesjum 121,0 Þorgautsstaðir, Hvítársíðu 120,7 Hrifla, Þingeyjarsveit 120,6 Hrepphólar, Hrunamannahreppi 120,3 Hvammur, Lóni 120,2 Þóroddsstaðir, Hrútafirði 120,1 Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018 Eitt af þeim verkefnum sem ræktunarstarfið í sauðfjár- ræktinni byggir á eru afkvæma- rannsóknir á hrútum, þar sem bændur bera hrúta sína saman innan búa. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum frá síðasta hausti. Umfang afkvæmarannsókna og þátttökuskilyrði Það voru 75 bú sem uppfylltu skilyrði um styrkhæfa afkvæmarannsókn haustið 2018. Alls eru í þessum uppgjörum 750 hrútar og þar af 446 veturgamlir. Þetta eru örlítið færri bú en í fyrra en talsvert fleiri hrútar, en þá voru 82 afkvæmarannsóknir sem innihéldu 638 hópa og 377 veturgamla hrúta. Kröfurnar voru óbreyttar frá fyrra ári, þ.e.a.s. að í samanburði þurfa að vera a.m.k. 5 hrútar, hver þeirra þarf að eiga að lágmarki upplýsingar um 8 ómmæld og stiguð lömb og 15 lömb með kjötmatsniðurstöður. Af þessum 5 hrútum þurfa að lágmarki 4 að vera veturgamlir en styrkir greiðast eingöngu út á veturgamla hrúta. Markmiðið með þessum afkvæmarannsóknum er að hvetja til notkunar á lambhrútum og fá sem bestan dóm á þá veturgamla m.t.t. skrokkgæða. Mikilvægi ómmælingahlutans felst m.a. í því að þar fæst besta hlutlæga mælingin á vöðvaþykkt sem við getum hagnýtt okkur með góðu móti og í gegnum þær er einnig markvisst unnið að því að bæta verðmætasta hluta skrokksins. Stífar kröfur eru ekki gerðar varðandi framkvæmd afkvæmarannsókna og því er mismikið hægt að byggja á niðurstöðum þeirra eftir því hversu sambærilegir hóparnir eru. Mælst er til þess að bændur prófi á skipulagðan hátt ákveðna hrúta, s.s. lambhrútana í samanburði við besta fullorðna hrútinn og leggi þá áherslu á að hafa ærhópana og haustmeðferð afkvæmanna sem líkasta. Margir öflugir hópar og athyglisverðir hrútar Margir glæsilegir afkvæmahópar koma fram vítt og breytt um landið. Bakvöðvaþykkt hjá meðalafkvæmahópnum var 28,9 mm, gerð í sláturhúsi 9,7, fitueinkunn 6,6 og fallþungi 17,3 kg. Samanborið við síðasta ár er meðalhópurinn vænni, feitari, með þykkari bakvöðva en gerðareinkunn þó sú sama og árið 2017. Þá var meðaltalið fyrir bakvöðva 28,7 mm, gerðareinkunn 9,7, fitueinkunn 6,4 og fallþungi 16,9 kg. Umfangmestu afkvæma- rannsóknirnar voru á Brúnastöðum í Fljótum og á Mýrum 2 í Hrútafirði þar sem 22 hrútar voru í samanburði. Flestir veturgamlir hrútar voru prófaðir á Mýrum 2 en þar voru 18 veturgamlir hrútar í samanburði auk eldri hrúta í sameiginlegri prófun hjá Ástu Böðvarsdóttur og þeim Böðvari Sigvalda og Ólöfu. Ef skoðaðir eru feður þeirra hrúta sem ná 110 stigum í heildareinkunn eða þar yfir þá á Börkur 13-952 frá Efri-Fitjum flesta eða fimm og síðan eiga þeir fjóra syni hver, þeir Burkni 13-951 frá Mýrum 2, Dreki 13-953 frá Hriflu og Ebiti 13-971 frá Melum. Það eru 82 sæðingastöðvahrútar sem eiga syni í þessum afkvæmarannsóknum en stöðvahrútarnir eru feður ríflega helmings hrútanna. Af einstökum hrútum Listi yfir þá hrúta sem mest hafa skarað fram úr er í meðfylgjandi töflu, raðað eftir heildareinkunn. Heildareinkunn hvers hrúts byggir á þremur þáttum sem allir hafa jafnt vægi, en það er einkunn fyrir mat á lifandi lömbum þar sem ómmælingar spila lykilhlutverk, einkunn fyrir kjötmat þar sem jafnt vægi er á gerð og fitu og einkunn fyrir fallþunga. Þessar einkunnir byggja á samanburði innan hvers bús og verður því að horfa á þær með það í huga. Í samanburði þar sem hrútar eru býsna jafnir getur verið að þeir séu allir mjög öflugir eða í raun enginn þeirra. Hrútar sem sýna mikið útslag í þessum afkvæmarannsóknum eru í öllu falli athyglisverðir gripir. Sá hrútur sem gerir mest útslag samkvæmt heildareinkunn er Spakur 16-302, staðsettur í Innri- Múla, Barðaströnd. Þessi hrútur var einnig með hæstu heildareinkunn allra hrúta á síðasta ári og staðfestir því rækilega yfirburði sína í þessari hjörð. Spakur er kaupahrútur frá Broddanesi 1, sonur Svala 14-071 og dóttursonur Dabba 10-162 sem báðir hafa reynst fyrna sterkir lambafeður. Árangur Spaks skilar honum ofurkynbótaeinkunn í BLUP kynbótamati fyrir gerð sláturlamba en þar stendur hann með 145 stig. Sá hrútur sem kemur annar í röðinni samkvæmt heildareinkunn er Svimi 17-062 frá Ketilseyri, Dýrafirði og er hann jafnframt sá veturgamli hrútur sem mesta yfirburði sýnir í þessum afkvæmarannsóknum í ár. Svimi á hér tiltölulega ungan og jafnframt glæsilegan afkvæmahóp. Faðir Svima, Nagli er 15-071 er frá Borg/Mjólkárvirkjun undan Gutta 12-030 frá Bolungarvík sonar Gosa 09-850 frá Ytri-Skógum. Þriðji efsti hrúturinn er frá Bárðartjörn í Grýtubakkahreppi, Hreinn 16-451. Í þeim hrút rennur einnig Ytri- Skógablóð en hann er sonur Svima 14-956. Hreinn sýndi líka mikið útslag veturgamall. Í fjórða sæti á listum er Saumur 16-116 frá Melum á Fljótsdalshéraði. Þar er áfram Ytri- Skógablóð en hann er sonur Saums 12-915. Í móðurætt er hann komin út af Neista 06-822 frá Heydalsá og er því blandaður af hyrndu og kollóttu fé. Í þessum samanburði eru kollóttir hrútar í aðalhlutverki en það er ekki óalgengt að hyrndir hrútar hafi forskot þegar kemur að bakvöðvamælingum í slíkum samanburði. Fimmti hrúturinn í röðinni er frá Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi, Gyllir 17-554. Hann er einnig út af Saumi 12-915 en faðir hans, Harðangur 4 15-553, sem stóð efstur í afkvæmarannsókn í Hraunsmúla 2017, er sonur Saums 12-915 frá Ytri-Skógum. Þessu til viðbótar má nefna nokkra hrúta sem vekja athygli. Landi 17-058 í Hriflu er með aðra hæstu einkunn út úr kjötmatshlutanum á eftir Hreini frá Bárðartjörn. Landi er fæddur í Landamótsseli, sonarsonur Dreka 13-953 og sameinar hann frábærlega góða gerð og hóflega. Þrír hrútar eiga afkvæmahópa sem ná 12,5 í einkunn fyrir gerð sláturlamba en það eru Greifi 16-043 og Javi 14-014 frá Litlu-Reykjum í Suður- Þingeyjarsýslu og Beitir 15-076 frá Broddanesi á Ströndum. Greifi er í föðurætt frá Bjarnastöðum í Öxarfirði en rekur ættir í Fannar 07-808 frá Ytri-Skógum. Javi er hinsvegar undan Saumi 12-915 frá Ytri-Skógum og því vart hægt að segja annað en að öll vötn falli hér til Ytri-Skóga og undirstrikar hve öflugt það fé er m.t.t. skrokkgæða. Beitir er síðan af hinum öfluga kollótta meiði í Broddanesi sonur Djákna 13-065. Það eru einnig þrír hrútar sem eiga afkvæmahópa sem standa efstir og jafnir fyrir bakvöðvaþykkt þar sem meðaltal afkvæmanna var 33 mm þykkur bakvöðvi. Það eru Guðni Már 17-091 frá Broddanesi, Steinríkur 16-242 frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit og Ýmir 17-193 frá Gillastöðum í Laxárdal. Faðir Guðna Más er öflugur heimahrútur Glæsir 16-081. Steinríkur er sonarsonur Saums 12-915 en Ýmir er kollóttur hrútur sonur Yls 14-522 frá Hróðnýjarstöðum. Mest útslag í fallþunga gerir Boði 17-056 í Efri-Rauðsdal, Barðaströnd. Hann er frá Broddanesi sonur Beitis 15-076 sem getið er hér að ofan. Sá hrútur sem hinsvegar á þyngsta afkvæmahópinn ber hið fróma nafn Kerlingafjallaafleggjari nr. 17-240 frá Gýgjarhólskoti en meðalfallþungi afkvæma hans var 25,7 kg. Hann er skyldleikaræktaður út af Guðna 09-902 frá Mýrum 2. Niðurstöður allra afkvæma- rannsókna eru aðgengilegar inn á www.rml.is og þeim fylgja að vanda umsagnir sem ritaðar hafa verið sauðfjárræktarráðunautum. Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is LESENDABÁS Ályktun frá Þingeyrarakademíunni: Höfuðstöðvar Landsbankans ættu að vera þar sem þær eru! Rétt fyrir aldamótin 1900 reisti Landsbankinn sér glæsihýsi á norðvesturhorni Austurstrætis og Pósthússtrætis og hafa höfuð- stöðvarnar verið þar síðan. Landsbankahúsið þótti „fyllilega á borð við slíkar byggingar í stórborgum“ eins og sagt var. En nú á að fara að byggja nýjar höfuðstöðvar banka allra lands- manna. Áætlaður kostnaður 9 milljarðar. Raunkostnaður að viðbættri Pí-reglunni sennilega 15-20 milljarðar ef að líkum lætur. Og auðvitað á þessi glæsibygging að vera í miðbæ Reykjavíkur ofan á allt annað sem þangað er búið að troða af steinsteypu, járni og gleri. Nokkra metra frá gamla, fallega Landsbankanum með sögu sína. Og bílakjallarar þar undir sem munu líklega fyllast af sjó í fyllingu tímans. Er eitthvert vit í þessu? Þingeyrarakademían bendir á að Englandsbanki, Bank of England, er í eldgamalli virðulegri byggingu með sögu, í fjármálahverfinu í London. Engum heilvita manni dettur í hug að flytja höfuðstöðvar þess banka. Sama er að segja um margar slíkar stofnanir vítt og breitt um heiminn. Og til hvers nýjar höfuðstöðvar þegar allt bankakerfið er að verða rafrænt? Það skiptir engu máli hvar tölvurnar eru staðsettar. Er þetta kannski bara eitt snobberíið? Og meðal annarra orða: Er ekki nóg af lausum herbergjum í Seðlabankanum sem Landsbankinn okkar getur fengið lánuð ef nauðsyn krefur? /Þingeyrarakademían Húsnæði með sál. Eru þetta ekki Mynd / Haukur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.