Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 21 og stærð, en hann hafi ekki séð neina annars staðar sem er eins upp byggð og Kalka. Fyrir utan sorpið sem brennt er í Kölku, falla til á Suðurnesjum um 6–7 þúsund tonn af öðrum úrgangi sem er að hluta til sendur í endurvinnslu eða til urðunar. Stefnt er að því að endurvinnsluhlutfall aukist með flokkunarverkefni við heimili á svæðinu sem hófst á síðasta ári. Auk þess að þjóna sveitar- félögunum fjórum á Suðurnesjum tekur Kalka á móti úrgangi frá flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá tekur stöðin einnig til brennslu sóttmengaðan úrgang, m.a. frá sjúkrahúsum, sem og ýmsa flokka spilliefna sem falla til hér á landi. Geta ekki annað brennslu á sorpi af Suðurlandi – Hvað með sorp af Suðurlandi, hafið þið bolmagn til að taka það til brennslu hjá ykkur? „Nei, við erum að þjóna sveitarfélögunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum og höfum verið ásetnir með pláss hjá okkur og ekki mjög aflögufærir að bæta miklu við. Mögulega getum við þó tekið einn og einn farm, en það er ekki til að treysta á varðandi allt það magn sem til fellur á Suðurlandi. „Það er nægt landrými á Suður- landi til að urða óvirkan úrgang og við getum alveg verið sjálfum okkur nóg í þessum efnum. Það þarf að leita annarra leiða en að flytja sorpið úr landi. Það kostar of mikið og er í alla staði óhagkvæmt,“ segir Jón. Hann segist ekki vita til að nein áform séu uppi á vegum sveitarfélaga að reisa aðra sorpbrennslustöð á Íslandi, en Kalka hafi sótt um lóð fyrir sorpbrennslustöð við hliðina á athafnasvæði fyrirtækisins í Helguvík og fengið lóðinni úthlutað af Reykjanesbæ. Sorpbrennsla umhverfisvænni en urðun – Nú er ljóst að landrými til urðunar í Álfsnesi er óðum að fyllast, er þá nokkuð annað til ráða að þínu mati en að setja upp sorpbrennslustöðvar? „Nei, það held ég ekki. Við höfum verið í góðu samstarfi með ýmislegt við Sorpstöð Suðurlands, Sorpu og Sorpurðun Vesturlands og þar hefur þetta talsvert verið rætt. Þróunin í þessum málum er dálítið á þann veg að flokkun á sorpi, endurvinnsla og endurnýting mun aukast. Þá minnkar það magn sem þarf að urða eða brenna.” Bannað verður að mestu að urða í Evrópu eftir 2030 „Reglur Evrópusambandsins sýna fram á það að um 2030 verður bannað að urða sorpi, nema því sem óvirkt er og útilokað að gera annað við, eins og byggingarúrgang og annað slíkt. Þá er stefnan í Evrópu að vera með brennslu til að mæta þeim reglum. Það ber öllum saman um að það er líka í raun mun umhverfisvænni sorpeyðing en urðunin. Miðað við þá tækni sem orðin er til að koma í veg fyrir mengun frá slíkum stöðvum, þá er stöð eins og okkar að skila mjög lítilli loftmengun og langt innan þeirra marka sem leyfileg eru, “ segir Jón. Hann segir að stöð eins og Kalka þurfi að geta verið með stöðuga brennslu allan sólarhringinn því ekki gangi að brenna aðeins hluta úr sólarhringnum. Hann segir að það sé m.a. ástæðan fyrri því hve seint var farið út í að flokka á Suðurnesjum, því stöðin hafi þurft á öllu sorpinu að halda. Nú sé staðan orðin önnur, sorp á svæðinu hafi aukist og því hafi verið ákveðið að fara út í flokkun við heimili á svæðinu. Það minnkaði umfangið á sorpinu, en samt er það fyllilega nóg til að halda stöðinni gangandi. Íslensk endurvinnsla hefur átt erfitt uppdráttar Það er sjaldnast sem hugur og aðgerðir í stjórnkerfinu hafa fylgt fjálglegu tali stjórnmálamanna um að gera þurfi átak í endurvinnslu. Pure North Recycling er t.d. eina plastendurvinnslufyrirtækið á Íslandi. Það hefur stundað það þjóðþrifaverk að taka til endurvinnslu rúlluplast frá bændum og ónýta plastkassa frá matvælafyrirtækjum. Þar er raforka frá endurnýjanlegum orkulindum, heitt og kalt vatn notað til að þvo og vinna plastúrgang í nothæft hráefni til endurnýtingar í margvíslegar iðnaðarvörur. Annar verksmiðjan um 2.500 tonnum af úrgangsplasti á ári sem er þó aðeins brot af því sem til fellur frá heimilum og margháttaðri starfsemi á Íslandi. Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling, hefur gagnrýnt að takmarkaður áhugi hafi verið meðal stjórnmálamanna á að styðja við slíka endurvinnslu hér á landi. Þar hafa samt ýmsir reynt fyrir sér, m.a. við endurvinnslu á netum og öðrum veiðarfærum, en skort fjárhagslegt bolmagn og stuðning til að halda því gangandi. Vandi endurvinnslu á Íslandi er lítið umfang á efni Jón Norðfjörð hjá Kölku segir vandann við endurvinnslu hér á landi aðallega vera þann hvað magnið er í raun lítið sem til fellur. Þó okkur Íslendingum finnist oft nóg um, þá sé efnismagnið oft ekki nægjanlegt til að hægt sé að halda úti hagkvæmri endurvinnslu nema að litlu leyti. Þá er aðeins tvennt eftir í stöðunni, annaðhvort að flytja efnið út með ærnum kostnaði eða að brenna það í fullkominni sorpbrennslustöð sem mundi framleiða orku. Í fljótu bragði virðist því ljóst að það sé farið að verða aðkallandi að reist verði í það minnsta ein öflug sorpbrennslustöð og þá með orkuvinnslu í huga. Engin framtíðarlausn að flytja út sorp „Það er ekkert annað í boði en að fara að huga að þessu máli. Það er ekki nein framtíðarlausn að flytja sorp út til brennslu eða endurvinnslu. Það er þegar mjög þungt í vöfum og orðið erfitt með öll leyfi fyrir slíkum flutningum. Við erum að flytja út ösku til Noregs og það er bæði mjög erfitt að fá útflutningsleyfi og innflutningsleyfi í viðkomandi landi.“ Þá telur Jón að ekki sé hægt að treysta á að útlendingar taki við sorpi frá okkur til langrar framtíðar. Getum ekki vísað ábyrgðinni yfir á útlendinga „Við verðum að átta okkur á því að sorpið heldur áfram að verða til og það þarf að gera ráðstafanir til að farga því. Við getum ekki vísað ábyrgðinni af því yfir á útlendinga, enda eigum við að geta verið sjálfum okkur nóg í öllum þessum málum,“ segir Jón Norðfjörð. Um 50% af sorpi í Svíþjóð er brennt Svíar segjast „endurvinna“ um 99% af um 4,4 milljóna tonna úrgangi sem til fellur þar í landi árlega, en það hlutfall var 38% árið 1975. Þar af er um 50% eða 2,2 milljónum tonna brennt í orkuvinnslustöðvum eða svokölluðum „waste-to-energy (WTE)“ stöðvum. Fyrsta stöðin af svipuðum toga var reist þar í landi á fimmta áratug síðustu aldar. Um 1% af sorpinu fer í landfyllingar, sem hafa að mestu verið bannaðar í landinu. Áætlanir gera ráð fyrir að 100% af sorpi í Svíþjóð verði „endurunnið“ í landinu á næsta ári. Talsverður hluti er lífrænn úrgangur sem nýttur er til moltu- eða jarðvegsgerðar. Um 800.000 tonn af sorpi eru flutt árlega til endurvinnslustöðva í Svíþjóð frá Bretlandi, Noregi, Íslandi, Írlandi og frá Ítalíu. Þar er því brennt í 32 WTE brennslustöðvum. Svíar hafa verið að standa sig þjóða best í þessum efnum, en það væri þeim gjörsamlega ómögulegt nema að tileinka sér nýjustu tækni til brennslu á sorpi til orkuframleiðslu. Eigi að síður eru samt fjölmargir á móti öllum bruna á sorpi. Kínverjar fengu nóg af því að stunda sorpeyðingu fyrir Vesturlandabúa Hluti af íslenska útflutnings sorpinu, og þá einkum plast sem sent var úr landi, var um árabil áframsent til Kína. Ekki er þó auðvelt að nálgast áreiðanlegar tölur um þá flutninga. Þetta var gert til áramóta 2017 er Kínverjar hættu að taka við slíkum úrgangi. Á árinu 2017 var sorp farið að hlaðast upp í Kína í gríðarlegu magni, eða sem nam um 520.000 tonnum á dag. Svonefnd „endurvinnsla“ Kínverja á plastúrgangi frá Vesturlöndum og öðru sorpi fólst í að stórum hluta í brennslu og framleiðslu á hitaorku og rafmagni. Kínversk stjórnvöld telja brennslu á sorpi æskilegustu leiðina. Þar horfa þau til hátækni brennslustöðva eins og Gao'antun orkustöðina sem rekin er af Chaoyang-hverfisstjórninni í Beijing. Sú stöð getur brennt með yfir 1000° hita á Celsíus og er að skila raforkuframleiðslu fyrir 140 þúsund heimili. Kínversk stjórnvöld höfðu stefnt að því að á árinu 2020 yrði um 40% af öllu sorpi sem félli til í landinu brennt í slíkum stöðvum. Gallinn við þá áætlun var sagður að flestar stöðvarnar eru einkareknar og þær sem hafa boðið lægsta móttöku- eða endurvinnslugjaldið [undir 4 dollurum á tonnið] hafa jafnframt verið að brenna við mjög ófullkominn bruna og við lægra hitastig. Það þýðir stórfellda loftmengun. Kínverjar reisa stærstu sorpbrennsluorkustöð í heimi Í borginni Shenzhen í Kina er nú verið að reisa stærstu sorpbrennslu- orkustöð í heimi sem brenna mun um 5.000 tonnum af sorpi á dag. Hún á að vera komin í gagnið 2020 og er ætlað að stemma stigu við stjórnlausa losun á sorpi í landfyllingar á svæðinu. Á árinu 2015 létust þar tugir manna í Shenzhen þegar ruslahaugur gaf sig. Þak nýju sorpbrennslunnar í Shenzhen verður 44.000 fermetrar og verður þakið með sólarsellum til raforkuframleiðslu. Þessi stöð er ein af 300 waste-to-energy (WTE) sorpbrennslustöðvum sem Kínverjar hyggjast reisa í landinu. Það bætist þá við ríflega 400 stöðvar sem brenna rusli til raforkuframleiðslu sem fyrir eru. Þjóðir heims sjái sjálfar um sína sorpeyðingu Nú brenna Svíar öllu sem þeir geta brennt, líka plasti, en eftir að Kínverjar lokuðu á móttöku á úrgangsplasti fóru ruslahaugar að hlaðast upp í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Hefur því verið vaxandi krafa uppi um að þjóðir heimsins sjái sjálfar um að eyða sínu sorpi og úrgangsefnum. Því hlýtur að vera óhjákvæmilegt að Íslendingar endurskoði sína afstöðu m.a. til brennslu á sorpi með eins vistvænum hætti og mögulegt er. Á árinu 2017 voru starfræktar í Bandaríkjunum 71 WTE sorpeyðingarstöð í 20 ríkjum með samanlagða raforkuframleiðslugetu upp á 2,3 gígawött. Fyrsta stöðin af þeim toga var Palm Beach Renewable Energy í Flórída sem reist var 1995. Árið 2018 voru stöðvarnar þar orðnar 11. Þá voru 10 slíkar stöðvar í New York. San Francisco í Bandaríkjunum stefnir að því að ekkert sorp fari til urðunar eða í landfyllingar árið 2020, en fram undir þetta hefur um 80% af sorpi í borginni verið hlaðið upp í landfyllingar, en nú á að snúa þessu við. Svipuð áform eru upp á teningnum víðar um lönd og virðast fullkomnar sorpbrennslustöðvar vera þar efst á blaði til að umbreyta ruslinu í raforku. Í Þýskalandi eru 72 stöðvar, Hollandi 12, í Danmörku 29 og 24 í Bretlandi svo eitthvað sé nefnt, samkvæmt vefsíðu YaleEnviroment360. Skiljum eftir okkur þyngd okkar í rusli á tveggja mánaða fresti Á vefsíðu The Atlantic kemur fram að meðalmanneskja í þróuðum OECD-ríkjum heims er að skilja eftir sig um 1,17 kg af sorpi á dag. Það þýðir að hver meðalmaður á Íslandi skilur eftir sig ígildi þyngdar sinnar í rusli á rúmlega tveggja mánaða fresti. Um 59% af öllu sorpi heimsins er urðað og nýtt í landfyllingar. Það sorp mun á endanum m.a. valda mengun og eitrun á grunnvatni. Um 13–33% er hent á ruslahauga á landi. Af öllum ruslaúrgangi heimsins er lífrænn úrgangur talinn vera um 46%. Þá er pappír 17%, plast 10%, gler 5%, málmar 4% og annað óskilgreint er 18%. Það vekur athygli að þrátt fyrir allt tal um endurvinnslu, þá er einungis endurnotað og endurunnið um 1% af öllu ruslinu. Auðvitað er þetta svo mjög mismunandi eftir ríkjum eins og tölur frá Svíþjóð benda til. Fæst hjá dýralæknum og í hesta- og búvöruverslunum um allt land www.primex.is s. 460 6900 Mjög græðandi og bakteríudrepandi Hefur reynst vel við hnjóskum á hrossum Dregur úr blæðingu Íslenskt hugvit, hráefni & framleiðsla Íslenskt sárasprey fyrir öll dýr, stór og smá Nýja sorporkustöðin sem verið er að reisa í Shenzhen í Kína verður stærsta sorporkustöð í heimi. Hún getur brennt 5.000 tonnum af sorpi á dag. Á þaki hennar verða sólarsellur til að auka enn frekar við raforkuframleiðslu stöðvarinnar. Þessi stöð er hluti af áformum Kínverja um byggingu hundraða sorporkustöðva til viðbótar um 400 stöðvum sem fyrir eru í landinu. Úr stjórnstöð sorporkustöðvar í Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.