Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201914 Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is KLEFAR Kæli- & frystiklefar í miklu úrvali. Vottaðir gæðaklefar með mikla reynslu á Íslandi. Einfaldir í uppsetningu. HILLUR fyrir kæli- & frystiklefa. Mikið úrval og auðvelt að setja saman. Sérhannaðar fyrir matvæli. KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Sprenghlægilegur farsi sýndur í Hveragerði: Tveir tvöfaldir á fjölunum í Leikhúsinu Austurmörk 23 Laugardaginn 2. febrúar kl. 20.00 frumsýnir Leik- félag Hveragerðis hinn spreng hlægilega farsa Tveir tvöfaldir í Leik húsinu Austurmörk 23 í Hvera- gerði. Tveir tvöfaldir er eftir breska leikskáldið Ray Cooney, í islenskri þýðingu Árna Ibsen. Ray Cooney er einn virtasti gaman- leikjahöfundur samtímans. Meðal verka hans eru t.d. Nei ráðherra, Viltu finna milljón? og Með vífið í lúkunum, sem Leikfélag Hveragerðis setti á svið árið 2013. Leikritið gerist á Hótel Höll en þar tekst formanni fjárlaga- nefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði, þekkt staðreynd úr heimi stjórnmálanna! Þingmaðurinn hefur sem sé ákveðið að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þing- mannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður hrærigrautur misskilnings og lyga! Æfingar hófust seinni partinn í október á síðasta ári þannig að á laugardaginn 2. febrúar kl. 20.00 kemur afraksturinn í ljós af löngu og ströngu æfingaferli. Eins og gengur og gerist hefur ýmislegt komið upp á, t.d. heltust tveir af þeim sem voru í aðalhlutverkum úr lestinni þegar liðið var á æfingatímann, þannig að það þurfti að finna nýja leikara til að taka við hlutverkum þeirra. Næstu sýningar verða svo sunnudaginn 3. febrúar, föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar. Allar sýningar byrja kl. 20.00. Miðapantanir í síma 863-8522. Er fólk hvatt til að nota tækifærið til að sjá þessa sprenghlægilegu sýningu, því margsannað þykir að hláturinn lengi lífið. FRÉTTIR Orkustofnun mun á þessu ári veita tvo styrki allt að 500.000 kr. vegna rannsókna eða náms- verkefna til meistaraprófs (MSc.) á sviði smá virkjana til raforku- framleiðslu. Markmið með styrkveitingunni er að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins. Styrkirnir standa til boða öllum sem stunda rannsóknir á meistarastigi svo fremi sem verk- efnin styðja við smávirkjana- verkefni Orku stofnunar. Viðfangsefni geta til dæmis tengst litlum jarðvarmavirkjunum, áhrifum dreifðrar raforku fram- leiðslu á flutnings- og dreifikerfi raforku, áhrifum á orkuöryggi, þróun raforkuverðs og áhrif á arðsemi smærri virkjana, líkan fyrir kostnað við uppbyggingu og rekstur á smærri virkjunum, áhrif upprunavottorða á aukna uppbyggingu smávirkjana, hvernig hægt er að stuðla að aukinni virkni raforkumarkaðar og þannig mætti lengi telja. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vef Orkustofnunar á vefslóðinni; https://orkustofnun.is/orkustofnun/ frettir/orkustofnun-uthlutar- styrkjum-vegna-rannsokna-a-svidi- smavirkjana-1 Orkustofnun úthlutar styrkjum vegna rannsókna á sviði smávirkjana Mynd / Mast Riða greinist í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði í september síðastliðinn á bænum Vallanesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undir- búningi aðgerða. Samkvæmt því sem segir á vef Matvælastofnunar greindist riðan í sýnum úr tveimur kindum frá bænum þar sem nú eru um 370 fjár. Bóndinn hafði samband við héraðsdýralækni vegna kindanna sem sýndu einkenni riðuveiki. Kindurnar voru aflífaðar og sýni tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest í báðum sýnum. Búið er í Húna- og Skagahólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á átján búum á undanförnum 20 árum en á þessu búi greindist veikin síðast árið 2008. Riðuveiki hefur komið upp á mörgum bæjum í Varmahlíð í gegnum tíðina og má segja að um þekkt riðusvæði sé að ræða. Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu en á síðasta ári greindist eitt tilfelli. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæjum á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greindust á árunum 2011 til 2014. Riðan er því á undanhaldi en þetta sýnir að ekki má sofna á verðinum. Á undanförnum árum hafa sýni verið tekin við slátrun úr um það bil þrjú þúsund kindum á ári. Jafnframt hafa bændur verið hvattir til að senda hausa til Keldna af fé sem drepst eða er lógað heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma, eða hafa samband við dýralækni um að taka sýni úr slíku fé. Aukin áhersla er á að fá slík sýni þar sem það eykur líkur á að finna riðuna. Héraðsdýralæknir vinnur að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttekt á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð. /VH Tillögur um eflingu innanlandsflugs: Vilja gera flug að hagkvæmum kosti fyrir landsbyggðina Starfshópur sem hafði það hlut- verk að móta tillögur um upp- byggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Farmiðar á völdum svæðum niðurgreiddir Starfshópurinn kynnti tillögur um hvernig jafna má aðgengi landsmanna að þjónustu sem aðeins er í boði á suðvesturhorni landsins. Tillaga er gerð um að farmiðar með lögheimili á völdum svæðum á landsbyggðinni verði niðurgreiddir. Isavia ohf. ábyrgð Lagðar eru fram tillögur um að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra flugvalla, sem gegna hlutverki sem varaflugvellir í millilandaflugi, með því að skilgreina þá sem kerfi flugvalla með sameiginlegan kostnaðargrunn og Isavia ohf. falin fjárhagsleg ábyrgð á rekstri, viðhaldi og uppbyggingu þeirra. Lagt er til að þjónustugjöld verði samræmd á millilandaflugvöllunum og hóflegt þjónustugjald sett á til að standa straum af uppbyggingu vallanna. Slíkt gjald gæti orðið á bilinu 100 kr. til 300 kr. á hvern fluglegg. Mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi hefur aukist og starfshópurinn telur nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár. Þjónustusamningur til fimm ára Þá er lagt til að þjónustusamningur ríkisins við Isavia verði framvegis gerður til fimm ára í senn svo að hægt verði að þróa flugvallakerfið til lengri tíma og stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna. Starfshópurinn leggur til að tillögurnar verði útfærðar nánar á næsta ári svo þær geti komið til framkvæmda árið 2020. /VH Mynd HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.