Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 13 Bæjarráð Akureyrar: Styður veggjöld Eitt af raðhúsunum sem er í byggingu á Hellu. Mynd / MHH Verið að byggja 30 íbúðir á Hellu Mikill uppgangur er á Hellu um þessar mundir því þar eru um 30 íbúðir í byggingu, auk þess sem búið er að úthluta lóðum undir margar íbúðir í viðbót. Einnig er verið að byggja töluvert í sveitunum í kringum Hellu sem tilheyrir Rangárþingi ytra. Stór hluti þessara íbúða á Hellu er í raðhúsum og af þeirri gerð sem mest vöntun hefur verið á, þ.e. minni og hagkvæmari einingar. Sveitarfélagið er að fjárfesta í sex nýjum íbúðum í jafnmörgum raðhúsum og eru þær allar komnar af stað. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar verði afhentar fyrir páska,“ segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri m.a. í pistli á heimasíðu sveitarfélagsins. /MHH Millimál í fernu Næring+ er vítamín- og steinefnabættur. Næring+ hentar einnig þeim sem vilja handhægt orku- og próteinríkt millimál. Næring+ er orku- og próteinríkur næringar- drykkur sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi. VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Umferð um Hringveg jókst um tæplega 5% milli ára: Minni aukning milli ára en undanfarin ár Mun minni aukning var í umferð um Hringveginn á liðnu ári, 2018, frá fyrra ári heldur en árin þar á undan. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára. Vegagerðin hefur tekið saman tölur um umferð á Hringvegi á síðastliðnu ári, en aukningin nemur 4,6% frá árinu á undan, 2017. Umferðin í desembermánuði jókst um 3,4% miðað við sama mánuð árið 2017. Er þá ljóst að umferð hefur aukist í öllum mánuðum ársins fyrir utan febrúar, en þann mánuð var samdráttur upp á 2,6%. Mest jókst umferðin um Vesturland, eða um 6,4%, en minnst varð aukningin um Norðurland, eða um 1,3%. Mögulega hefur niðurfelling gjaldskyldu í Hvalfjarðargöngum orðið til þess að umferðin hafi aukist þetta mikið á Vesturlandi, umfram aðra landshluta, en næstmest jókst umferðin um Suðurland, um 5,1%. Alls eru 16 lykilteljarar á Hringvegi sem tölurnar byggjast á. Í heild jókst umferð frá árinu 2017 til 2018 um tæp 5%. Heildaraukning umferðar yfir árið er talsvert minni en árin á undan. Þó að heildaraukning yfir árið sé talsverð þarf að fara aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára. /MÞÞ Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir stuðningi við að kannaðar verði og útfærðar leiðir til að nýta veggjöld sem lið í að hraða uppbyggingu vegakerfis í landinu, stytta vegalengdir, auka umferðaröryggi og fækka slysum. Veggjöld voru til umræðu á fundi bæjarráðs nýverið í tengslum við samgönguáætlanir til næstu ára. Í bókun frá fundi bæjarráðs Akureyrar kemur fram að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er hvött til útfæra þær hugmyndir sem fram koma á minnisblaði nefndarinnar frá því í desember og taka þá sérstaklega tillit til jafnræðis á öllum sviðum, ekki síst milli byggða landsins. Bæjarráð Akureyrar telur að stytting leiða milli Norður- og Austurlands annars vegar og Norðurlands og suðvesturhornsins hins vegar séu tilvalin verkefni til að nýta veggjöld til fjármögnunar á löngu tímabærum úrbótum. Bæjarráð fagnar því enn fremur að gera eigi langtímaáætlun um jarðgöng á Íslandi og telur veggjöld við nýframkvæmdir þeirra tilvalda leið til útfærslu. /MÞÞ Fjarðabyggð: Lokun mótmælt Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur harðlega mótmælt þeirri ákvörðun Húsasmiðjunnar að loka verslun sinni á Reyðarfirði. „Það skýtur skökku við að fyrirtæki eins og Húsasmiðjan sjái sér ekki fært að reka verslun í sveitarfélagi eins og Fjarðabyggð þar sem langstærsti hluti veltu fyrirtækja á Austurlandi verður til,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Einnig segir að það séu sérstök vonbrigði að versluninni verði lokað í ljósi fundar sem haldinn var í lok sumars með stjórnendum Húsasmiðjunnar þar sem fram kom að ekki stæði til að loka versluninni á Reyðarfirði heldur reyna að sækja frekar fram í rekstri hennar. „Sú mikla þjónustuskerðing sem nú fer fram, í boði stórfyrirtækja á landsvísu, og virðist helst beinast að landsbyggðinni er með öllu ólíðandi og hvetur bæjarstjórn Fjarðabyggðar stofnanir sveitarfélagsins og íbúa alla að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem hér starfrækja þjónustu í sveitarfélaginu,“ segir í bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.