Bændablaðið - 31.01.2019, Side 13

Bændablaðið - 31.01.2019, Side 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 13 Bæjarráð Akureyrar: Styður veggjöld Eitt af raðhúsunum sem er í byggingu á Hellu. Mynd / MHH Verið að byggja 30 íbúðir á Hellu Mikill uppgangur er á Hellu um þessar mundir því þar eru um 30 íbúðir í byggingu, auk þess sem búið er að úthluta lóðum undir margar íbúðir í viðbót. Einnig er verið að byggja töluvert í sveitunum í kringum Hellu sem tilheyrir Rangárþingi ytra. Stór hluti þessara íbúða á Hellu er í raðhúsum og af þeirri gerð sem mest vöntun hefur verið á, þ.e. minni og hagkvæmari einingar. Sveitarfélagið er að fjárfesta í sex nýjum íbúðum í jafnmörgum raðhúsum og eru þær allar komnar af stað. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar verði afhentar fyrir páska,“ segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri m.a. í pistli á heimasíðu sveitarfélagsins. /MHH Millimál í fernu Næring+ er vítamín- og steinefnabættur. Næring+ hentar einnig þeim sem vilja handhægt orku- og próteinríkt millimál. Næring+ er orku- og próteinríkur næringar- drykkur sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi. VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Umferð um Hringveg jókst um tæplega 5% milli ára: Minni aukning milli ára en undanfarin ár Mun minni aukning var í umferð um Hringveginn á liðnu ári, 2018, frá fyrra ári heldur en árin þar á undan. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára. Vegagerðin hefur tekið saman tölur um umferð á Hringvegi á síðastliðnu ári, en aukningin nemur 4,6% frá árinu á undan, 2017. Umferðin í desembermánuði jókst um 3,4% miðað við sama mánuð árið 2017. Er þá ljóst að umferð hefur aukist í öllum mánuðum ársins fyrir utan febrúar, en þann mánuð var samdráttur upp á 2,6%. Mest jókst umferðin um Vesturland, eða um 6,4%, en minnst varð aukningin um Norðurland, eða um 1,3%. Mögulega hefur niðurfelling gjaldskyldu í Hvalfjarðargöngum orðið til þess að umferðin hafi aukist þetta mikið á Vesturlandi, umfram aðra landshluta, en næstmest jókst umferðin um Suðurland, um 5,1%. Alls eru 16 lykilteljarar á Hringvegi sem tölurnar byggjast á. Í heild jókst umferð frá árinu 2017 til 2018 um tæp 5%. Heildaraukning umferðar yfir árið er talsvert minni en árin á undan. Þó að heildaraukning yfir árið sé talsverð þarf að fara aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára. /MÞÞ Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir stuðningi við að kannaðar verði og útfærðar leiðir til að nýta veggjöld sem lið í að hraða uppbyggingu vegakerfis í landinu, stytta vegalengdir, auka umferðaröryggi og fækka slysum. Veggjöld voru til umræðu á fundi bæjarráðs nýverið í tengslum við samgönguáætlanir til næstu ára. Í bókun frá fundi bæjarráðs Akureyrar kemur fram að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er hvött til útfæra þær hugmyndir sem fram koma á minnisblaði nefndarinnar frá því í desember og taka þá sérstaklega tillit til jafnræðis á öllum sviðum, ekki síst milli byggða landsins. Bæjarráð Akureyrar telur að stytting leiða milli Norður- og Austurlands annars vegar og Norðurlands og suðvesturhornsins hins vegar séu tilvalin verkefni til að nýta veggjöld til fjármögnunar á löngu tímabærum úrbótum. Bæjarráð fagnar því enn fremur að gera eigi langtímaáætlun um jarðgöng á Íslandi og telur veggjöld við nýframkvæmdir þeirra tilvalda leið til útfærslu. /MÞÞ Fjarðabyggð: Lokun mótmælt Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur harðlega mótmælt þeirri ákvörðun Húsasmiðjunnar að loka verslun sinni á Reyðarfirði. „Það skýtur skökku við að fyrirtæki eins og Húsasmiðjan sjái sér ekki fært að reka verslun í sveitarfélagi eins og Fjarðabyggð þar sem langstærsti hluti veltu fyrirtækja á Austurlandi verður til,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Einnig segir að það séu sérstök vonbrigði að versluninni verði lokað í ljósi fundar sem haldinn var í lok sumars með stjórnendum Húsasmiðjunnar þar sem fram kom að ekki stæði til að loka versluninni á Reyðarfirði heldur reyna að sækja frekar fram í rekstri hennar. „Sú mikla þjónustuskerðing sem nú fer fram, í boði stórfyrirtækja á landsvísu, og virðist helst beinast að landsbyggðinni er með öllu ólíðandi og hvetur bæjarstjórn Fjarðabyggðar stofnanir sveitarfélagsins og íbúa alla að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem hér starfrækja þjónustu í sveitarfélaginu,“ segir í bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.