Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201928 LÍF&STARF Skipulagsstofnun varð 80 ára á síðasta ári og er komin með skipulag strandsvæða á sitt borð: Markviss stefnumótun og aukin skilvirkni mikilvæg til að koma í veg fyrir ágreining og tafir – segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og telur líka aðkallandi að móta skipulagsstefnu um landslag, vindorku og skógrækt Skipulagsstofnun átti 80 ára afmæli á síðasta ári. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að sífellt stærri hluti starfseminnar felist í vinnu að stefnumótun og miðlun upplýsinga um skipulagsmál á breiðum grunni. Stefna um skipulagsmál er sett fram í Landsskipulagsstefnu, sem samþykkt var á Alþingi 2016. Segja má að með tilkomu landsskipulagsstefnunnar liggi í fyrsta sinn fyrir heildstæð skipulagsstefna á landsvísu. Þar setur ríkisvaldið fram stefnu og leiðbeiningar til sveitarfélaga, sem lögum samkvæmt bera hitann og þungann í þessum málaflokki. Viðfangsefni Skipulagsstofnunar eru fjölbreytt Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og umhverfismat. Það spannar m.a. mótun landsskipulags- stefnu, þar sem mótuð er sýn í skipulagsmálum fyrir landið í heild jafnt í þéttbýli og dreifbýli, á hálendi og láglendi. Einnig aðstoðar stofnunin sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana og hefur eftirlit með skipulagsgerð þeirra. Þar eru verkefnin auðvitað fjölbreytt, allt frá þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, til ákvarðana um nýtingu lands í dreifbýli og mannvirkjagerðar á miðhálendinu, svo eitthvað sé nefnt. Auk mótunar skipulagsstefnu og aðkomu að skipulagsgerð sveitarfélaga fer stofnunin síðan með stórt hlutverk varðandi umhverfismat. Þar eru stærstu verkefnin mat á umhverfisáhrifum einstakra framkvæmda, svo sem fiskeldis í sjókvíum, virkjunaráforma, vegagerðar og raflínulagna. Þannig að viðfangsefni Skipulagsstofnunar eru fjölbreytt, en varða öll hvernig við tökum sem bestar ákvarðanir um það hvernig landi er ráðstafað til framtíðar, með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi. Unnið að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum og Austfjörðum „Jafnframt erum við að hefja vinnu við gerð strandsvæðiskipulags sem er nýjung á Íslandi. Strandsvæðisskipulag snýst um skipulag nýtingar á fjörðum og flóum utan við netlög, því skipulag á landi út að mörkum netlaga er viðfangsefni aðalskipulags sveitarfélaga. Fyrstu strandsvæðisskipulögin sem verða unnin núna á næstu misserum verða fyrir Vestfirði og Austfirði. Þetta er gert samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2018.“ Sjókvíaeldi kallaði á skipulag strandsvæða Ásdís Hlökk segir að mikið hafi verið kallað eftir að gert verði skipulag fyrir strandsvæði á Vestfjörðum og Austfjörðum, ekki síst vegna áforma um uppbyggingu sjókvíaeldis. Strandsvæðisskipulag muni hins vegar taka á fleiru en fiskeldi. Það verði alhliða skipulag, áþekkt aðalskipulagi á landi, þar sem skoðuð eru og samþætt ólík framtíðarnot svæðisins, svo sem siglingaleiðir, efnistaka á hafsbotni og virkjanir í sjó, ef eða þegar áform um slíkt kvikna hér við land. „Þessi uppbygging í fiskeldinu sýnir vel að það gildir það sama um firði og flóa eins og svæði uppi á landi. Þar sem koma fram hugmyndir ólíkra aðila um að nýta sömu svæði, eða nálæg svæði, þá þarf að hugsa hlutina í samhengi. Það þarf að skoða og greina svæðin, leita málamiðlana og finna bestu lausnir á hvernig við staðsetjum t.d. fiskeldi með tilliti til siglingaleiða, eða efnistöku á hafsbotni með tilliti til uppeldissvæða nytjastofna svo eitthvað sé nefnt.“ Mikilvægt að tryggja skilvirkni Nú hefur verið mikið rætt um það í þjóðfélaginu að umhverfismat sé allt of hægvirkt og svifaseint ferli. Er hægt að gera eitthvað til að flýta því? „Já, það er nokkuð um þetta rætt. Stundum er þar þó verið að tala út frá einstökum dæmum sem eru ekki dæmigerð fyrir gang mála almennt. Þetta geta verið óvenju umfangsmikil og umdeild uppbyggingarverkefni sem kalla á ítarlegri greiningar og umræður en almennt gerist. Eða jafnvel að framkvæmdarhugmynd eða skipulagstillaga er á einhvern hátt vanbúin í upphafi og kallar á miklar skýringar, breytingar og lagfæringar. Þannig geta verið í þessu, eins og öllu öðru, einhver frávik frá hinu almenna. Þá má benda á að þegar mikill uppgangur er í samfélaginu og framkvæmdagleðin í hámarki, þá eykst álagið á stofnanir eins og okkar sem fjalla um undirbúning framkvæmda og leyfisveitingar vegna mannvirkjagerðar. Auðvitað ber á því í slíku ástandi, eins og hefur gerst á undanförnum misserum, að málsmeðferðartími getur lengst. Þá er heldur ekki alltaf þolinmæði fyrir því eða skilningur, að stór uppbyggingaráform þurfa sinn tíma því þau varða ólíka hagsmuni og marga ólíka aðila. Þá þarf að gefa tíma fyrir greiningar, samtal og mótun og útfærslu slíkra framkvæmdaáforma. Stundum er eins og það sé ekki að fullu gert ráð fyrir því í tímaáætlunum framkvæmdaraðila. Auðvitað þarf þó að vera einhver skynsemi í slíku og takmörk fyrir því hvað hlutirnir geta tekið langan tíma. Það geta örugglega allir sett sig í þau spor að það er óþægileg staða þegar búið er að ganga frá skipulagi og gefa út leyfi, að þá sé kært og niðurstaða úrskurðarnefndar liggi ekki fyrir fyrr en einhverjum mánuðum eða jafnvel misserum síðar og leyfi jafnvel fellt úr gildi. Slíkt er auðvitað mjög bagalegt.“ Kæruréttur er mikilvægur og veitir stjórnsýslu aðhald – Fólk er væntanlega smám saman að verða meðvitaðra um að aðdragandi og undirbúningur verkefna tekur sinn tíma, hins vegar furða menn sig jafnframt á að hægt sé að kæra niðurstöður að því er virðist út í hið óendanlega. Menn tala jafnvel um misnotkun á kæruréttinum. Er þetta ekki eitthvað sem þarf að endurskoða? „Það er alls ekki svo að hægt sé að kæra endalaust. Og það er reyndar mikill minnihluti skipulags- og byggingarmála sem eru kærð. Einkum eru það stórar framkvæmdir sem vísað er með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. En það þarf líka að muna að kærurétturinn felur í sér mikilvæg borgaraleg réttindi. Við getum væntanlega hvert og eitt gert okkur í hugarlund hversu mikilvæg þessi réttindi eru, að geta látið á það reyna hvort ákvarðanir séu lögmætar sem snerta hagsmuni sem varða okkur persónulega og við viljum standa vörð um. Áfrýjun ákvarðana veitir líka aðhald fyrir alla stjórnsýslu skipulags- og byggingarmála og er brýning fyrir bæði framkvæmdaraðila og stjórnvöld að vanda til verka. Hins vegar þarf auðvitað að umgangast slík réttindi af ábyrgð.“ Oft verið að taka matskenndar ákvarðanir „Það er þannig í skipulagsmálum að oft er verið að taka matskenndar ákvarðanir. Þá er ekki verið að telja og reikna sig til niðurstöðu, heldur er beitt mati, sjónarmið vegin og metin, metið hvað sé nægilegur rökstuðningur og hvað teljist til dæmis vera fullnægjandi gögn. Þetta gerir það að verkum að úrskurðarnefndin getur á endanum metið mál með öðrum hætti en við eða önnur stjórnvöld hafa gert á fyrri stigum. Þó þurfa jafnt stofnanir ríkisins, sveitarfélög og aðrir sem að koma að virða þær reglur um stjórnsýslulög mæla fyrir um, svo sem um rannsókn máls, meðalhóf og jafnræði.“ Mikilvægt að mál tefjist ekki að óþörfu – Er þá ekki hætta á að kærur séu að tefja verk með tilheyrandi kostnaði? „Þegar leyfi eru kærð, þá getur framkvæmdaraðili engu að síður hafið framkvæmdir, nema í þeim einstöku tilvikum þegar úrskurðað er um stöðvun framkvæmda. En hann fer þá í framkvæmdir í óvissu um hvort leyfi verði síðar fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar. Ég tel að leiðirnar til að bregðast við þessu séu í reynd tvær. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að þeir sem láta sig viðkomandi skipulag eða framkvæmdir varða hafi tækifæri snemma í ferlinu til að viðra sínar spurningar, áhyggjur og tillögur, þannig unnið sé með þær við mótun endanlegrar skipulags- eða framkvæmdatillögu. Þetta kallar á að virkt samráð sé byggt inn í þankagang og vinnubrögð hjá öllum sem vinna að undirbúningi mannvirkja og skipulagsgerð. Síðan þarf stjórnsýslan almennt og sérstaklega úrskurðarnefndin að hafa nægan mannafla til að geta annað öllum málum í tíma sem til hennar berast. Þá er einnig sjálfsagt að yfirfara regluverkið eins og nú er til dæmis verið að gera við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Við verðum að vera tilbúin til að skoða hvort þar sé eitthvað sem betur mætti fara. Eru t.d. of víðtækar kæruheimildir, eða eru einhver atriði sem tekin eru fyrir í kærum á leyfisveitingarstigi sem væri hægt að taka á við áfrýjun ákvarðana fyrr í ferlinu?“ Vísar Ásdís Hlökk þar m.a. til afturköllunar á leyfum til fiskeldisstöðva á Vestfjörðum á síðasta ári sem deilur spunnust um. Afturköllun leyfanna hafi verið gerð vegna annmarka á umhverfismatinu sem var forsenda leyfisveitinganna. „Það er í skoðun hvort það sé eitthvað í sjálfu módelinu sem er hægt að gera skilvirkara. Eftir stendur samt að kærurétturinn felur í sér dýrmæt réttindi borgaranna.“ Ábyrgð skipulagsmála flutt til sveitarfélaga árið 1997 – Er ótvírætt að skipulagsvaldið sé í höndum sveitarfélaganna? „Hugtakið skipulagsvald er reyndar ekki til í lögum þótt það sé oft nefnt í umræðunni. En ábyrgð á Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, við lágmynd af Guðmundi Hannessyni lækni sem var einn helsti áhrifavaldur á skipulagsmál hérlendis á fyrri hluta 20. aldar. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.