Bændablaðið - 31.01.2019, Síða 6

Bændablaðið - 31.01.2019, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 20196 Íslenskir bændur eru mjög félagslega virkt fólk. Yfirleitt er góð aðsókn þegar haldnir eru fundir úti um sveitir og góðar og uppbyggilegar umræður. En bændur eru vissulega ekki sammála um alla hluti og hafa skipað sér í mörg félög. Aðildarfélög Bændasamtakanna eru 26, ellefu svæðisfélög og svo fimmtán í viðbót sem starfa á landsvísu eftir búgreinum eða öðrum afmörkunum. Helmingur þeirra er síðan samsettur úr öðrum minni félögum. Öll þessi 26 félög starfa sjálfstætt og tólf þeirra hafa starfsmann, sum fleiri en einn en önnur bara hluta úr einu stöðugildi. Síðan eru til fleiri samtök sem tengjast landbúnaðinum mikið án þess að vera hluti af BÍ eins og samtök sláturleyfishafa, samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja, samtök veiðifélaga, landeigenda, selabænda, raforkubænda og fleiri. Það þarf dágóðan hóp af fólki til að skipa stjórnir allra þeirra eininga sem taldar eru upp hér að framan, en oft lenda margar á sömu einstaklingunum. Stöndum saman þegar á bjátar Af hverju er þetta svona? Hagsmunirnir allra greina fara ekki alltaf saman. Kjötframleiðslugreinarnar eiga til dæmis í mikilli innbyrðis samkeppni og stundum verður innri ágreiningur um hvernig starfsumhverfið er að þróast eða ætti að þróast, bæði innan og á milli einstakra greina. Það er bara eins og gerist og gengur í samfélaginu í heild. Við stöndum vissulega saman þegar á bjátar en greinir oft á þess á milli. Félagskerfi landbúnaðarins hefur þróast á löngum tíma, en það er núna að takast á við miklar breytingar. Eftir að innheimtu búnaðargjalds var hætt árið 2017 hvarf stór hluti tekna Bændasamtakanna og uppistaða tekna meirihluta aðildarfélaganna og þau eru enn að aðlagast því. Það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér skipulagsbreytingar sem eru ekki enn komnar fram nema að litlu leyti, enda er skammur tími liðinn. Orsök breytinganna var sú að dæmt var ólöglegt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að innheimta félagsgjöld með almennum hætti, eins og gert var með búnaðargjaldinu – og í öðrum greinum líka. Það var ekki talið standast félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem engan megi neyða til að greiða til félags sem hann vill ekki eiga aðild að. Þetta var staðfest fyrir innlendum dómstólum þegar stór innlendur greiðandi búnaðargjalds lét á það reyna þar. Oft hefur verið rætt um að félagskerfið þyrfti að einfalda og þétta raðirnar. Guðni Ágústsson vakti síðast máls á því hér í síðasta tölublaði. Margt er hægt að taka undir með Guðna. Samtök bænda hafa gagnrýnt harkalega veika umgjörð landbúnaðarins innan stjórnsýslunnar. Það væri sannarlega heillaráð að styrkja hana til dæmis með sérstöku ráðuneyti landbúnaðar og matvæla. Þar er sannarlega aðgerða þörf. Ráðherra málaflokksins heldur því fram að hann vilji og ætli að gera þar betur, en enn er ekki margt þar handfast þó ýmsar hugmyndir hafi verið kynntar. Forsætisráðherra hefur talað mjög í þeim anda að gera ætti innlendri matvælaframleiðslu hærra undir höfði og undir það er tekið af heilum hug hér. Vonandi sjást þess merki fyrr en síðar, en skoða ætti í fullri alvöru hugmyndina um sérstakt ráðuneyti matvæla og landbúnaðar. Fleiri mættu ljá raddir sínar til stuðnings Það er sótt að landbúnaðinum víða, þrátt fyrir að greinin njóti mikils velvilja almennings. Einkum vilja talsmenn innflutningsfyrirtækja grafa undan allri vernd sem í gildi er til að vernda heilsu manna og dýra og tollverndinni sem ætluð er til að jafna samkeppnisstöðu gagnvart innflutningi. Þeim hefur orðið verulega ágengt. Sannarlega veitti landbúnaðinum ekki af fleiri röddum sér til stuðnings í umræðum dagsins og sterkari samstöðu. Þá ekki bara bænda sjálfra heldur líka fyrirtækjanna sem treysta á landbúnaðinn, vinna úr afurðum hans eða halda utan um hagsmuni þeirra fjölmörgu sem þar starfa. Sumir hafa stigið þar fram með afgerandi hætti, til dæmis prófessor Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Lansspítalanum, og Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum. Fleiri mættu gera slíkt hið sama. Baráttan fyrir áframhaldandi sóttvörnum hefur þó dregið skýrt fram mál sem landbúnaðurinn sameinast um. Það skiptir afar miklu máli fyrir alla – hvar sem þeir koma að greininni, beint eða óbeint, og verður vonandi til þess að sýna fram á að samstaðan skilar mestu. Bændasamtökin hafa breytt sínum reglum á þann veg að fyrirtæki geta verið aðilar að samtökunum og einnig einstaklingar sem vilja styðja við landbúnaðinn þó að þeir stundi hann ekki sjálfir. Í því felast tækifæri fyrir alla, en ekki hafa margir nýtt þau enn. Guðna Ágústssyni og öðrum sem vilja styðja við starf samtaka bænda er bent á að skoða þann möguleika að ganga beint til liðs við BÍ með því að gerast aukafélagi. Allsherjar endurskipulagning á félagskerfi landbúnaðarins Þróunarvinnan mun halda áfram. Búnaðar- þing 2018 samþykkti að koma á fót starfshóp til að móta tillögur um allsherjar endurskipulagningu á félagskerfi land- búnaðarins. Þar verði horft til uppbyggingar systursamtaka BÍ í nágranna löndum okkar. Litið verði til allra þeirra verkefna sem samtök bænda koma að, svo sem hagsmunagæslu, kynningar- og útgáfumála, stefnumörkunar, rannsókna, ráðgjafar og ræktunarstarfs. Niðurstaða þeirrar vinnu kemur til afgreiðslu Búnaðarþings 2020 og verður vonandi til þess að efla og styrkja slagkraft samtaka bænda og þeirra sem vilja landbúnaðinum vel. Það er engin önnur leið til framtíðar. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Hugtakið að vera umhverfisvænn hefur verið gott og gilt í íslensku máli. Það er þó óðum að verða að útjaskaðri klisju sem sjálfhverfir framagosar nota á tyllidögum til að þykjast standa öðrum framar í væntumþykju um náttúruna. Lýsti hræsni loftslagsumræðunnar sér berlega á efnahagsráðstefnu World Economic Forum sem haldin var í skíðabænum Davos í Sviss nýverið þar sem loftslagsmál voru í brennidepli. Þar komu allir helstu efnahags- og loftslagspostular heimsins saman og dugði ekkert minna en 1.500 reykspúandi einkaþotur til að flytja flottustu höfðingjana á þennan viðburð. Að sögn breska blaðsins The Guardian sló þessi ferðamáti umhverfisvænna loftslagspostula nú öll met og voru þoturnar bæði stærri og flottari en áður hefur sést á slíkum ráðstefnum. Á ráðstefnu World Economic Forum á síðasta ári mættu þessir siðapostular „aðeins“ á 1.300 þotum til ráðstefnunnar. Samt segjast talsmenn ráðstefnunnar hafa mælst til þess að fulltrúar nýttu sér almennt farþegaflug eða sameinuðust allavega um þotur eins og kostur væri. Í þessum ranni hljóma viðvaranir hins virta náttúruunnanda David Attenborugh um loftslagsmál ansi hjákátlega, en afar vinsælt hefur verið að flagga honum á slíkum ráðstefnum að undanförnu. Er þetta farið að minna meira á trúðasamkomur en alvöru umræður um mikilvægan málaflokk. Flestir einkaþotufulltrúar og viðskipta- vinir einkaþotuþjónustu Air Charter Service á slíkum ráðstefnum undanfarin fimm ár hafa að sögn Guardian komið frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Svipað virðist vera upp á teningnum þegar kemur að sorp- og skolpumræðunni á Íslandi þótt hún sé eins og litli ljóti andarunginn við hliðina á öllum orðaflaumnum um gróðurhúsaáhrif og loftslagsmál. Sorpeyðing er og hefur nánast verið bannorð í umræðu þeirra sem ráðið hafa ferðinni í þeim málaflokki á Íslandi í fjölmörg ár. Vegna slæmrar reynslu af fúski við brennslu á sorpi á liðnum árum var tekin upp sú stefna að hætta brennslu og urða sorp þess í stað víða á landinu. Þannig hefur sorp verið flutt á milli landsfjórðunga til urðunar í landi Reykjavíkur í Álfsnesi. Þetta hefur verið gert þrátt fyrir áralanga vitneskju um að senn komi að því að urðun á sorpi verði bönnuð um gervalla Evrópu. Á sama tíma hefur þótt sæmandi að senda illa flokkuð úrgangsefni úr sorpi Íslendinga til brennslu í Svíþjóð og hvítþvo þannig hendur íslenskra ráðamanna af loftmengun vegna sorpbrennslu. Nú er verið að loka á sorpurðun Sunnlendinga í Álfsnesi og þá virðist eina úrræðið að flytja það með reykspúandi skipum alla leið til Svíþjóðar í brennslu. Undanfarin ár hafa menn leitt hjá sér að finna almennilega lausn á sorpeyðingu Íslendinga vegna þvergirðingsháttar þeirra sem ráða ferðinni. Er í raun furðulegt að ekki hafi verið leitað í smiðju Svía sem hafa lengsta og besta reynslu í þessum málum. Lausnirnar hafa verið til í langan tíma svo engin haldbær afsökun er fyrir aðgerðarleysinu er til í málinu. Sama á við varðandi skólpmál Íslendinga sem er annar stórskandall. Hér er skólpi dælt út í sjó, mislangt frá strönd um allt land og að mestu óhreinsað. Þannig er það m.a. frá mesta þéttbýli landsins á höfuðborgarsvæðinu sem er til háborinnar skammar. Þar þýðir ekki heldur að fela sig á bak við kjaftavaðal um að kanna þurfi leiðir til úrlausnar. Tæknin er til og hefur verið lengi. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is Vefur blaðsins: www.bbl.is Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Drei ng: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Mynd / Hörður Kristjánsson Gargandi hræsni Sterkari saman

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.