Fréttablaðið - 09.05.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 09.05.2020, Síða 10
Ungverjaland telst ekki lengur til lýðræðisríkja, að mati bandarísku hugveitunnar Freedom House, sem birtir árlega skýrslu um stöðu lýð- ræðis. Hugveitan er óháð stofnun sem hefur vaktað þróun lýðræðis- og mannréttindamála allt frá árinu 1972. Í skýrslum Freedom House er ríkjum gefin lýðræðiseinkunn. Samkvæmt því hefur einkunn Ungverjalands lækkað verulega. Lýðræði þar hefur hnignað mikið og sótt er að stjórnmála- og borg- araréttindum. Landið stendur nú á mörkum einræðis og lýðræðis. Hugveitan segir einnig neikvæða lýðræðisþróun vera í öðrum Mið- Evrópuríkjunum; Ungverjalandi, Svartfjallalandi og Serbíu. Þá stefni Pólland í sömu átt. Þjóðernissinninn Orbán Eftir að hafa verið forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 1998 til 2002, varð Viktor Orbán forsætis- ráðherra árið 2010. Hann hefur leitt þjóðernissinnaða íhaldsf lokkinn Fidesz. Sjálfur segist Orbán stefna að uppbyggingu „ófrjálslynds lýð- ræðis“. Orbán hefur ítrekað verið sakað- ur um einræðistilburði bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Menn segja hann fara gegn ungversku réttarríki með því að draga úr sjálf- stæði dómstóla og hefta málfrelsi. Ítrekað sé ráðist að grunnstoðum lýðræðis í landinu. Ríkisstjórn undir forystu flokksins Fidesz hefur hamlað starfsemi stjórnarand- stöðunnar, blaðamanna, háskóla og frjálsra félagasamtaka sem falla ekki að opinberum skoðunum. Réttindi transfólks eiga ekki upp á pallborðið. Í viðtali við dagblaðið Wall Street Journal árið 2013, sagði Orbán að á erfiðleikatímum þyrfti ekki að stjórna með lýðræðisstofnunum. Á slíkum tímum þurfi sterka leiðtoga. Neyðarlög veita ótakmörkuð völd Í þeim anda heimilaði ungverska þingið, nú í apríl, Orbán að stjórna landinu með því að veita honum nær ótakmörkuð völd í ótilgreindan tíma, með tilskipunum, til þess að bregðast við kórónaveirufaraldr- inum. Lögin hafa fengið hörð við- brögð á alþjóðavettvangi. „Orbán er í raun orðinn einræðisherra – í hjarta Evrópu,“ sagði breska tíma- ritið Economist nú í apríl. „Hann gæti afsalað sér einhverjum af nýfengnum völdum sínum eftir heimsfaraldurinn, bara til að afsanna gagnrýni á sig, en gæti þó ekki þvegið af sér alla gagnrýni.“ Kenneth Roth, framkvæmda- stjóri Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch), alþjóðlegra samtaka sem berjast fyrir auknum mannréttindum um allan heim, gengur svo langt að segja 10 milljón íbúa Ungverjalands nú búa við ein- ræðisstjórn. ESB og Norðurlönd vara við þróuninni Lýðræðisþróunin hefur kallað fram gagnrýni Evrópusambandsins og samtaka sem byggja á ákveðnum lýðræðisgildum. Hin nýju lög til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar hafa meðal annars verið gagnrýnd af Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Hún sagði að vissulega yrði að beita neyðarúrræðum gegn faraldrinum, en þær aðgerðir yrðu að vera hóf- legar, innan ákveðins tímaramma og ákvarðanirnar yrði að taka á lýð- ræðislegan hátt. Norðurlandaþjóðirnar hafa einn- ig lýst yfir áhyggjum af þróuninni í Ungverjalandi. Í skýrslu sinni til Norska stórþingsins í vikunni gerði Ine Eriksen Søreide, utanríkisráð- herra Noregs, Ungverjaland að umtalsefni. Hún minnti á að rétt- arríkið væri til að tryggja lýðræði og mannréttindi. Það væri ekki síst mikilvægt á erfiðum tímum eins og nú. Öll löggjöf verði að taka mið af því, vera takmörkuð í tíma og virða mannréttindi. Að mati Søreide er mikið áhyggjuefni hvernig stjórn- völd í Ungverjalandi nýti nú farald- urinn til að auka styrk eigin valds. Hún sagði Noreg styðja viðleitni Evrópusambandsins til að styðja við þróun réttarríkis í Ungverjalandi. Lýðræði Ungverjalands á undanhaldi Bandarísk hugveita segir Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki. Undir forystu þjóðernissinnans Viktor Orbán er sótt að grunn- stoðum lýðræðisins, dregið hefur úr sjálfstæði dómstóla og málfrelsi verið heft. Ný neyðarlög gefa honum nær ótakmörkuð völd. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Hinn þjóðernissinnaði Viktor Orbán hefur ítrekað verið sakaður um ein ræðis tilburði, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Hann segir að á erfiðum tímum aukist þörfin fyrir sterka leiðtoga. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA  AUSTURRÍKI Sebastian Kurz, kansl- ari Austurríkis, neitar að biðja Íslendinga og fleiri þjóðir afsökunar á útbreiðslu COVID-19 faraldursins. Yfirvöld í Týrol eru sökuð um að hafa hylmt yfir smit og reynt að gera lítið úr faraldrinum. Stendur nú yfir hópmálssókn gegn ríkisstjóranum, Gunther Platt- er, f lokksbróður Kurz, og f leirum vegna þessa. Þrír Íslendingar taka þátt í málssókninni, en stór hópur Íslendinga smitaðist á skíðasvæð- inu í bænum Iscghl. Íslensk sótt- varnayfirvöld voru þau fyrstu til að benda Austurríkismönnum á að margir væru að koma þaðan smit- aðir. Á blaðamannafundi sagði Kurz það engu skila að benda fingrum á einhverja vegna útbreiðslunnar. „Ég myndi aldrei krefjast afsök- unarbeiðni frá Ítölum vegna þess að ítalskir gestir komu með veiruna inn á skíðasvæðin okkar. Þeir gestir ætluðu alls ekki að dreifa veirunni.“ Meira en fimm þúsund manns hafa skráð sig á lista austurrísku neytendasamtakanna, VSV, sem st anda að hópmálssók ninni, f lestir Þjóðverjar. Sumir þeirra eru aðstandendur fólks sem lést af völdum COVID-19 eftir heimkomu. Á blaðamannafundinum til- kynnti Kurz að takmörkunum yrði að hluta til aflétt þann 15. maí. Þá hvatti hann landa sína jafnframt til að kaupa innlendar vörur til að styðja við efnahaginn. – khg Kurz biðst ekki afsökunar á útbreiðslunni Ég myndi aldrei krefjast afsökunar- beiðni frá Ítölum vegna þess að ítalskir gestir komu með veiruna inn á skíðasvæðin okkar. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis. 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.