Fréttablaðið - 09.05.2020, Qupperneq 22
ÞEGAR STAÐIRNIR LOKUÐU
HÓFST MIKIL VINNA VIÐ
ÞAÐ EITT AÐ LOKA. ÞAÐ
ÞURFTI AÐ SETJA ALLT Á
PÁSU, PASSA HRÁEFNIÐ
OG VÍNIÐ, SÆKJA UM HITT
OG ÞETTA SVO TÍMINN
VAR VEL NÝTTUR.
Þegar samkomubannið skall á lokuðum við stöðunum því við vild-um hlýða Víði og fylgja reglunum. Það var mikil óvissa með allt svo
við ákváðum að bíða þar til okkar
lausn kæmi og hún er klárlega sú að
sameina krafta Fiskmarkaðarins og
Grillmarkaðarins sem fer frábær-
lega af stað,“ segir Hrefna Rósa sem
jafnframt er ein af eigendum Skúla
Craft bar.
Hrefna og eiginmaður hennar,
Björn Árnason, eiga tvö börn sem
bæði ganga í Landakotsskóla þar
sem hún segir samkomubannið
hafa verið tæklað vel. „Við vorum
svo heppin að þau gátu verið í skól-
anum alla daga og héldu nánast
alveg rútínu fyrir utan tómstundir.
Svo fengum við mikla aðstoð frá
foreldrum mínum sem eru bæði
heilsuhraust. Sjálf hitti ég fólk alla
daga vegna vinnunnar með tveggja
metra millibili og talaði við vini á
FaceTime svo ég var alveg góð félags-
lega.“ Hrefna segir að þó henni hafi
þótt einfaldara líf að mörgu leyti
notalegt efist hún um að þannig
muni það halda áfram.
Hrefna hefur búið í miðbænum
frá 14 ára aldri og segir það vissu-
lega hafa verið undarlega tilfinn-
ingu að sjá bæinn tóman. „Ég bjó
á Laugaveginum þegar ég var 18
til 20 ára og fylgdist mjög vel með
mannlífinu. Á veturna var lítið um
túrista og þá var oft mjög fátt fólk á
ferli á sunnudagskvöldum og þetta
minnti mig dálítið á þann tíma. En
svo var líka svo gaman þegar allt fór
að opna hægt og rólega aftur og fólk
byrjaði að mæta í fallega miðbæinn
okkar á ný. Það er nefnilega svo
gaman í bænum. Ég elska það.“
Skelfiskmarkaðurinn einstakur
Undanfarin ár hafa veitingastaðir
Hrefnu, Fiskmarkaðurinn og Grill-
markaðurinn skilað töluverðum
hagnaði og reksturinn verið í blóma
en skemmst er þó að minnast þess
að þriðji staðurinn Skelfiskmark-
aðurinn náði stuttum líftíma og
var lokað fyrir rétt rúmu ári síðan.
Því hlýtur ástandið núna ofan í þær
hremmingar að taka sinn toll.
„Skelfiskmarkaðurinn var ein-
stakt dæmi en þar kom upp mat-
areitrun sem varð honum að falli,
svo það er varla hægt að líkja því
saman við þetta ástand sem við
erum öll að takast á við núna. Allur
heimurinn er saman í þessu ástandi
og þetta hefur áhrif á svo marga,
ekki bara okkur, svo við tökum
þessu bara eins og þetta er,“ segir
Hrefna Rósa ákveðin og er bjart-
sýn á það sem koma skal. „Ég er
bara mjög bjartsýn á framhaldið.
Er ekki bara eina leiðin upp núna?
Smit nánast hætt og fólk byrjað að
kíkja út úr húsi.“
Atvinnurekendur hafa f lestir
þurft að nota útsjónarsemi til að
koma rekstrinum aftur af stað með
þeim hömlum sem þó enn eru í gildi
og er Hrefna og hennar fólk engin
undantekning. Í vikunni færðist
Fiskmarkaðurinn að hluta til inn
á Grillmarkaðinn og verður rekst-
urinn með því móti á næstunni.
„Hagræðingin er mest fyrir gestina
okkar, sem þurfa nú bara að koma
á einn stað í staðinn fyrir tvo,“ segir
Hrefna Rósa í léttum tón.
Minnka daglegan startkostnað
„Þessi daglegi startkostnaður telur
líka svo mikið en með þessu móti
náum við að hafa hann á einum
stað. Það eru mörg smáatriði sem
fólk veit ekki af eins og það að
kveikja í grillinu kostar helling því
við notum japönsk hágæða kol og
núna þurfum við bara að kveikja
upp í einu grilli. Alls konar svona
atriði telja. Grillmarkaðurinn varð
fyrir valinu þar sem hann er stærri
en við ætlum að bjóða upp á sér-
hannaðar veislur á Fiskmarkaðn-
um. Það höfum við ekki getað gert
áður og erum mjög spennt að fara
út í þetta.“
Sett hefur verið upp Fiskmark-
aðsstöð í eldhúsinu á Grillmark-
aðnum þar sem starfsfólk Fisk-
markaðarins vinnur. „Svo erum við
búin að bæta við síðu í matseðilinn
sem inniheldur bestu og vinsælustu
rétti Fiskmarkaðarins. Með þessu
náum við líka að stækka take-away
seðilinn töluvert sem helst vel í
hendur. Sushi, rif, kóngarækjur
og hamborgari smellpassar alveg
saman og matseðillinn er þannig
jafnframt fjölbreyttari.“
Mikil vinna við lokanirnar
Hrefna segir hennar fólk alls ekki
hafa setið auðum höndum þó stað-
irnir hafi lokað dyrum sínum fyrir
viðskiptavinum þegar samkomu-
bann var sett á. „Þegar staðirnir
lokuðu hófst mikil vinna við það
eitt að loka. Það þurfti að setja allt á
pásu, passa hráefnið og vínið, sækja
um hitt og þetta, svo tíminn var vel
nýttur. Það eru margir sem spyrja
mig einmitt hvað ég hafi verið að
gera í fríinu á meðan það var lokað
en þetta var ekki beint frí fyrir mig
frekar en aðra atvinnurekendur að
ég held.“
Hrefna segir jafnframt miklar
pælingar hafa farið í að velta fyrir
sér hvernig staðirnir myndu opna
á ný. „Svo sáum við okkur fært að
gera það 22. apríl þegar við náðum
að skipta Grillmarkaðnum upp í
nokkur hólf, eins og önnur fyrir-
tæki hafa verið að gera.
Það var æðislegt að sjá staðinn
sinn aftur opinn og svo hafa allir
dagar síðan verið vinna við að
flytja Fiskmarkaðinn yfir með öllu
sem því tilheyrir.“ Ætlunin er að
vera með mismunandi þemu eftir
dögum og þá fylgir afsláttur þem-
anu, og eins hafa verið skipulagðir
ýmsir viðburðir á næstunni.
„Ég er mjög ánægð með þessa
breytingu og hlakka til að gera fleiri
spennandi hluti í kringum hana.“
Góð tilfinning að opna á ný
Nú þegar hömlum samkomubanns hefur verið aflétt eru eigendur fyrirtækja að opna þau á ný. Hrefna Rósa
Sætran er ein þeirra en hún á og rekur tvo veitingastaði og bar sem nú hafa verið opnaðir, en ekki eins og áður.
Hrefna Rósa segir mikið sparast í daglegum startkostnaði með því að færa Fiskmarkaðinn inn á Grillmarkaðinn og er spennt fyrir möguleikunum sem skapast um leið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN