Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 66

Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 66
Krían er sá farfugl sem flýgur lengst. Í dag er Alþjóðlegi farfugladagur-inn en hann hefur verið haldinn frá árinu 1993. Af því tilefni eru haldnir viðburðir víða um heim til að fræða almenning um farfugla. Meirihluti varpfugla á Íslandi eru farfuglar. Samkvæmt vef Nátt- úrufræðistofnunar Íslands eru 47 tegundir farfugla á Íslandi en um 34 tegundir staðfugla. Sumir fuglar eru bara farfuglar að hluta til, það þýðir að þeir dvelja einhvern hluta vetrarins á Íslandi. Krían er sá farfugl sem líklega flýgur lengst á ævi sinni. Árlega ferðast hún vegalengd sem sam- svarar flugi í kringum hnöttinn. Elstu kríur eiga því að baki f lug sem er í kílómetrum talið jafn- langt og ferð til tunglsins og til baka og aftur til tunglsins. Það er óhætt að kalla það töluvert afrek hjá litlum fugli. Alþjóðlegi farfugladagurinn Tinder fer í myndspjall á árinu. Stefnumóta-appið Tinder hefur greint frá því að boðið verði upp á myndspjall síðar á þessu ári, jafnvel í sumar. Hingað til hefur Tinder einungis verið textaspjall milli notenda. Þetta eru stórtíðindi fyrir þá sem notfæra sér appið. Margir hafa þó bent á að þetta geti líka verið varasamt þar sem möguleikar til misnotkunar séu meiri í „lifandi“ spjalli. Hvernig Tinder ætlar að leysa það hefur ekki verið gefið upp. Einhverjar stefnumótasíður hafa boðið upp á slíka þjónustu. Match Group, eigandi Tinder, sagði þegar ný ársfjórðungsskýrsla fyrirtækisins var kynnt að vegna COVID-19 sé mikil þörf á þessum möguleika. Fólk sé lokað inni heima hjá sér og geti ekki farið á stefnumót. Myndspjall sé því nauðsynlegt. „Félagsleg fjarlægð hefur krafist aðlögunar af okkar hálfu,“ segir Mark og bendir á að COVID-19 hafi áhrif á hvernig sambönd fólks hefjast. „Ein- hleypir hafa breytt venjum sínum á þessum tíma og margir hafa skipt yfir í stefnumót í gegnum síma eða myndband.“ Þá bendir Mark á að að virknin á Tinder hafi aukist verulega undan- farið, sérstaklega meðal þeirra sem eru undir þrítugu. „Þetta er sá vett- vangur sem fólk notar til að hitta aðra á þessum sérstöku tímum. Við viljum bregðast við með því að gera þjónustuna betri.“ Tinder með myndspjall vegna COVID Fallbirnir láta sig falla á grunlausa ferðamenn sem tala með öðrum hreim en áströlskum. Kóalabirnir er ein krúttlegasta dýrategund veraldar. Dýrin eru flokkuð með poka- dýrum og þrátt fyrir nafngiftina, alls óskyld björnum. Þeir finnast eingöngu náttúrulega í Ástralíu og eru í f lestum tilfellum friðsælar jurtaætur. Til eru sögusagnir um „dropbears“ eða fallbirni sem líkjast kóalabjörnum, en eru frá- brugðnir í ákveðnum grundvall- aratriðum. Fallbirnir eru óvenju stórir og árásargjarnir með langar og beittar tennur. Þeir láta sig falla niður úr trjám á bráð sína, hvort sem um ræðir mannfólk eða önnur gómsæt dýr. Til eru leiðir til þess að koma í veg fyrir fallbjarnaárásir. Meðal algengra fallbjarnavarna er að láta beitta gaffla standa upp úr hári, smyrja Vegemite grænmetis- smyrju bak við eyrun og undir hendur, spreyja á sig pissi og tala ensku með áströlskum hreim. Hér er um að ræða stórsnjalla lygasögu sem Ástralar segja ferðamönnum. Þó svo ekki þurfi að óttast árásir fallbjarna í Ástralíu er full ástæða til þess að varast eitruð skordýr, krókódíla og snáka. Fallbjarnaárásir í Ástralíu - meiri upplifun! SUMARNÁMSKEIÐ SMÁRABÍÓS HVERT NÁMSKEIÐ ER Í VIKU Í SENN Mánudaga til föstudaga frá 8. júní til 17. ágúst kl. 12:30 -16:00 á Skemmtisvæði Smárabíós TILVALIÐ FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 6 TIL 10 ÁRA Verð: 20.000 kr. 15% systkinaafsláttur Frekari upplýsingar á smarabio.is/namskeid Leikjasalur Lasertag Ratleikir Andlitsmálun Virtualmaxx Blöðrugerð Útilasertag Rush Hópleikir Bíóferðir SKIPULÖGÐ DAGSKRÁ ER ALLA DAGANA „Kári Jökull sagði að þetta væri skemmtilegasta námskeið sem hann hefur nokkurn tímann farið á :)“ “Snilldarnámskeið! Minn er svakalega ánægður og bara takk kærlega fyrir minn dreng” “Frábært námskeið!„ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.