Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 80
Listaverkið
Þessi mynd af Laugarneskirkju er eftir Sólveigu Tinnu Leifs-
dóttur. Hún er fimm ára (alveg að verða sex) leikskólastúlka á Hofi.
Henni þykir vænt um kirkjuna sína sem blasir við henni út um stofu-
gluggann. Þaðan hefur hún líka gaman af að fylgjast með hröfn-
unum sem eru oft á sveimi við kirkjuturninn.
Brandarar
„Þetta er nú meira ruglið,“
sagði Kata. „Hér stendur:
fylgdu öllum rauðu
línunum með blýanti án
þess að fara yr aðra línu
eða lya blýantinum frá
blaðinu. Auðvitað er þetta
ekki hægt,“ bætti hún
við. „Það sér hver heilvita
manneskja.“ En Lísaloppa
var ekki eins viss. Hún rýndi
í teikninguna og sagði svo.
„Réttu mér blýant, ég held
að það sé hægt að leysa
þessa þraut.“
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
403
Getur þú leyst þessa þraut?
?
?
?
??
Sandra Sif Samúelsdóttir er tólf ára,
að verða þrettán á þessu ári. Hún er
í sjöunda bekk Húsaskóla í Grafar-
vogi og hefur upplifað sögulega
tíma síðustu vikur, eins og heims-
byggðin öll.
En hvernig var náminu háttað?
„Ég var oftast í skólanum annan
hvern dag og lærði í heimatölvunni
hina dagana. Við krakkarnir á eldra
stiginu notuðum forrit sem heitir
Google Classroom og kennarinn
sendi inn vikuáætlun yfir allt sem
við þurftum að gera. Svo útskýrði
hann allt fyrir okkur þegar við
vorum í skólanum og ég gat líka
alltaf sent honum tölvupóst ef mig
vantaði hjálp. Svo þetta gekk bara
vel.
Heldurðu að þú hafir lært eins
mikið og ef þú hefðir verið í skól-
anum? Kannski ekki alveg en við
lærðum helling samt, nema í list-
verkefnum og saumum en mamma
er að kenna mér að prjóna.
Varst þú ein heima á daginn?
Bróðir minn var stundum heima
líka en hann er yngri og var meira
í skólanum en ég. Mamma er kenn-
ari og hún var að vinna heima einn
dag í viku og stundum tvo. Svo
kom pabbi oft heim í hádeginu, ég
var aldrei alein heilan dag. Ef mér
leiddist fór ég bara út að hjóla eða
fann mér eitthvað að gera.
Svafstu til hádegis þegar þú varst
heima? Ekki fram að hádegi, frekar
svona til hálf tíu.
Ertu í tónlist eða íþróttum þegar
allt er eðlilegt? Ég æfi handbolta
og þjálfarinn sendi inn á fésbókar-
síðu foreldranna hvað við ættum að
gera, það voru styrktaræfingar eins
og armbeygjur og líka útihlaup.
Hvernig var svo að byrja eðlilegt
skólahald síðasta mánudag? Það
var mjög gaman að fara aftur í skól-
ann og hitta alla en það var pínu erf-
itt fyrir mig að vakna klukkan sjö.
Munt þú muna alltaf eftir COVID-
tímabilinu? Ekki spurning. Það er
líka verið að segja okkur að skrifa
um það. Þó ég horfði ekki á fund-
ina þá fylgdist ég með og spurði
mömmu og pabba mikið um þetta.
Mér fannst sniðugt hvernig regl-
urnar voru í búðum og svoleiðis.
Fannst þú fyrir kvíða? Nei, ég held
ekki. Ég var aldrei beint hrædd.
Hvað ætlarðu að gera í sumar?
Fara í sveitina og í útilegu og sumar-
bústað. Verst að komast ekki í sauð-
burð.
Ef mér leiddist
fór ég út að hjóla
MAMMA ER KENNARI
OG HÚN VAR AÐ VINNA
HEIMA EINN DAG Í VIKU OG
STUNDUM TVO. SVO KOM PABBI
OFT HEIM Í HÁDEGINU, ÉG VAR
ALDREI ALEIN HEILAN DAG.
Sandra Sif Samúelsdóttir er flink með bolta enda æfir hún handbolta í nýju
handboltahöllinni í Grafarvoginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Af hverju fór kjúklingur-
inn yfir götuna? Til að
komast yfir götuna.
Af hverju fór bóndinn
yfir götuna? Til að leita
að kjúklingnum sínum.
Af hverju fór risaeðlan
yfir götuna? Það var fyrir
tíma kjúklingsins.
Af hverju fór tyggjóið
yfir götuna? Það var fast
við fótinn á kjúklingnum.
Af hverju fór froskurinn
yfir götuna? Einhver
hrekkjalómur hafði límt
hann fastan við kjúkling-
inn.
Af hverju fór apinn yfir
götuna? Það var banani
hinum megin.
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR