Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 84
ÞEGAR ÉG ER EINN
HEIMA Á ÉG TIL AÐ
TAKA FRAM GÍTAR OG RAULA
EITTHVAÐ YFIR EINFALDAN
HLJÓMAGANG OG ÞÁ VERÐUR
KANNSKI TIL LAG.Guðmundur A ndr i Thorsson sy ng u r eigin ljóð við frum-samin lög sín á g e i s l a d i s k n u m Ót r yg g er ög u r-
stundin.
„Þegar ég var krakki, var kannski
einn heima þá tók ég stundum í
rælni fram ljóðabækur gömlu skáld-
anna sem mamma hafði bent mér á,
Pál Ólafsson, Þorstein Erlingsson,
Kristján fjallaskáld – þjóðskáldin.
Ég las ekki bara bækurnar heldur
söng þau, söng upp úr þeim og upp
úr mér, svona bulllög. Kannski
er ég bara að gera þetta aftur, þú
veist, tvisvar verður gamall maður
barn. Þegar ég er einn heima á ég
til að taka fram gítar og raula eitt-
hvað yfir einfaldan hljómagang
og þá verður kannski til lag. Svo
hafa lögin safnast upp,“ segir Guð-
mundur Andri.
Sungið með Loga
Guðmundur Andri er enginn
nýgræðingur á tónlistarsviðinu.
Hann hefur lengi verið söngvari
hljómsveitarinnar Spaðar. Auk þess
mynda hann og Logi Einarsson,
formaður Samfylkingarinnar, tví-
eykið Þungir jafnaðarmenn og hafa
komið fram hjá Samfylkingunni og
sungið eigin útfærslu á tónlist Abba
við góðar undirtektir.
Lögin á geisladisknum voru
hljóðrituð á síðasta ári. „Bassa-
leikarinn í Spöðum, Guðmundur
Ingólfsson, sem er snillingur og
valmenni, tók lögin upp og kom
mynd á þetta. Hann á heiðurinn af
því hvernig lögin hljóma. Ég átti svo
þessar upptökur og hvað átti að gera
við þær? Ég ráðgaðist við Aðalstein
Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu og
hann ákvað að gefa þetta bara út.“
Heiti disksins Ótrygg er ögur-
stundin var upphaflega titill á þýð-
ingu Thors Vilhjálmssonar, föður
Guðmundar Andra, á leikritinu
A Delicate Balance eftir Edward
Albee. Þetta er fyrsta sólóplata Guð-
mundar Andra. Beðinn um að lýsa
Tregafull og fremur angurvær lög skáldsins
Guðmundur Andri Thorsson sendir frá sér geisladisk þar sem hann syngur eigin ljóð við frumsamin lög.
Hann er ekki að skrifa um þessar mundir en finnst líklegt að hann eigi eftir að skrifa sínar bestu bækur.
Kannski er ég bara að gera þetta aftur, segir Guðmundur Andri Thorsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
lögunum segir hann: „Lögin eru öll
hæg, tregafull og angurvær en það
er ekki endilega vegna þess að ég sé
svona tregafullur heldur allt eins
vegna hins, að ég spila svo hægt á
gítar.“
Hann kemur víða við í ljóðum
sínum sem bera heiti eins og Þú
ert hér, Ekki vera að gráta elskan
mín og Tíminn og tekrúsin. Hann
syngur á disknum hið sígilda ljóð
Þorsteins Erlingssonar, Fyrr var oft
í koti kátt, sem hann samdi nýtt
lag við. „Lag mitt er í moll og það er
tregafullt. Þarna er nefnilega verið
að fjalla um það að „fyrr“ var oft í
koti kátt, það er ekki lengur kátt hjá
þeim sem þar talar.“
Það besta er eftir
Guðmundur Andri gegnir nú anna-
sömu starfi þingmanns en hann er
einnig höfundur nokkurra skáld-
sagna sem hafa hlotið afar góðar
viðtökur. Spurður hvort hann sé
að skrifa segir Guðmundur Andri
svo ekki vera. Spurður hvort hann
hafi ekki þörf fyrir það svarar hann:
„Jú, en til þess þarf maður ákveðinn
frið í sálinni og einbeitingu og inn-
stillingu sem ég hef ekki núna og
hef ekki haft um hríð. Áður en ég
fór á þingið hafði ég ekkert skrifað
um tíma. Það er talað um að andinn
komi yfir fólk, en stundum yfirgefur
hann fólk, og þá er bara gott að vera
laus við hann.“
En mun andinn ekki koma aftur?
„Alveg áreiðanlega. Ég held að ég
eigi eftir að skrifa mínar bestu
bækur eftir sjötugt,“ segir hann. „Ég
er kominn með nokkrar hugmyndir
og eina prýðilega sem ég ætla mér að
skrifa næst.“
ERTU AÐ LEITA AÐ RYKGRÍMUM?
Nældu þér í pakka með 20% afslætti
Notaðu kóðann: KN20
á vefsíðu vefsjoppan.is
AFSLÁTTARKÓÐI: KN20
10 STK. 5.520 KR. M.AFSL
KN95 - FFP2
≥95% filtering á smáögnum í andrúmslofti
Prófunarefni: NaCL
VEFSJOPPAN.ISSJOPPAN@VEFSJOPPAN.IS
KN-95
FFP2
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING